Færslur: Orkubú Vestfjarða
Olíublautir æðarfuglar aflífaðir eftir mengunarslys
Dýralæknir aflífaði í gær meirihluta æðarfugla sem sinnt hefur verið á fuglabjörgunarstöð á Suðureyri. Níu þúsund lítrar af olíu fóru í sjó frá olíutanki Orkubús Vestfjarða og telja Súgfirðingar að minnst hundrað æðarfuglar hafi þegar drepist.
12.03.2022 - 17:24
Martraðakennd aðkoma eftir olíuleka á Suðureyri
Súgfirðingar hafa staðið í ströngu við að bjarga æðarfugli eftir að um níu þúsund lítrar af olíu fóru þar í sjóinn úr olíutanki Orkubús Vestfjarða. Orkubússtjóri segir augljóslega hafa verið pottur brotinn hjá fyrirtækinu.
09.03.2022 - 19:57
Rafmagn komið á í Dýrafirði
Rafmagn er komið á í Dýrafirði eftir bilun í aðveitustöð á Skeiði laust eftir miðnættið. Flest hús í Dýrafirði eru kynt með rafmagni og því hefði getað orðið nokkuð kalt hefði rafmagnsleysið varað lengi.
10.02.2022 - 02:11
Orkuskerðing kostar Orkubúið mörg hundruð milljónir
Orkuskerðing til fjarvarmaveitna mun kosta Orkubú Vestfjarða fjögur til fimm hundruð milljónir. Orkubússtjóri segir þetta muni hafa áhrif á verðlagningu og framtíðargetu fyrirtækisins til framkvæmda.
01.02.2022 - 11:00
Vill sjá virkjun í Vatnsfirði tekna til umfjöllunar
Ný virkjun í Vatnsfirði myndi valda straumhvörfum í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum samkvæmt nýrri skýrslu Landsnets. Orkubússtjóri vill að orkukosturinn verði tekinn til umfjöllunar.
29.12.2021 - 09:24
Bilunin olli truflunum hjá meira en 15 þúsund notendum
Slitskemmdir í tengivirki ollu rafmagnstruflunum hjá meira en fimmtán þúsund manns á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Um fjóra tíma tók að laga bilunina.
04.01.2021 - 23:38
Blámi á að stuðla að orkuskiptum á Vestfjörðum
Bláma, verkefni um orkuskipti á Vestfjörðum, hefur verið ýtt úr vör. Að því standa Landsvirkjun, Orkubú Vestfjarða og Vestfjarðastofa.
26.12.2020 - 12:59
Fluttur suður eftir alvarleg slys í Önundarfirði
Alvarlegt slys varð í spennustöð Orkubús Vestfjarða við Önundarfjörð síðdegis í dag. Rafmagnslaust varð í firðinum í kjölfarið, en verið er að skoða aðstæður.
17.09.2020 - 16:59
Biðja Flateyringa að fara sparlega með rafmagn
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í dag og firðirnir keyrðir á varaafli. Tengivirki Landsnets í Breiðadal varð spennulaust rétt fyrir klukkan fimm og því fór rafmagn af í Önundarfirði.
25.01.2020 - 20:32
Víðtækt rafmagnsleysi í Árneshreppi
Rafmagn fór af í Árneshreppi eftir hádegi í dag og óvíst hvenær hægt verður að ráðast í bilanaleit. Það verður gert við fyrsta tækifæri samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.
15.01.2020 - 21:36
Rafmagnslaust á Vestfjörðum
Bilun er í spenni í Guðlaugsvík í Hrútafirði og rafmagnslaust er frá Guðlaugsvík að Broddanesi í Kollafirði. Nokkrir bæir eru án rafmagns. Varaaflskeyrslu á Vestfjörðum lauk í gær.
17.12.2019 - 14:04