Færslur: Orka náttúrunnar

Ísland leiðandi í að skala upp tæknilausnir á heimsvísu
Afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmslofti á Hellisheiði mun tífaldast með nýju lofthreinsiveri Climeworks sem sett er upp í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir verkefnið nauðsynlegt til að ná markmiðum í loftslagsaðgerðum.
Tvö stór verkefni tengd föngun og förgun koltvísýrings
Afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmslofti á Hellisheiði mun tífaldast með nýju lofthreinsiveri Climeworks sem sett er upp í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar.
Landsréttur staðfestir ógildingu vegna hleðslustöðva
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg. Í málinu var tekist á um lögmæti samnings borgarinnar og Orku náttúrunnar um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík.
ON ætlar ekki að áfrýja í máli Áslaugar Thelmu
Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar ekki að áfrýja dómi Landsréttar í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið, en Landsréttur sneri þeim dómi við í gær og dæmdi ON til þess að greiða Áslaugu bæði skaða- og miskabætur.
Sjónvarpsfrétt
Nesjavallavirkjun ekki keyrð á fullum afköstum
Viðgerð á aflvél Nesjavallavirkjunnnar sem skemmdist þegar íhlutur sprakk í gær hefst á morgun. Reiknað er með því að hún taki tíu daga og kosti um 25 milljónir króna.
29.01.2022 - 21:00
Sprenging í tengivirki á Nesjavöllum
Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan 6 í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út.
28.01.2022 - 10:06
Fá að opna hverfahleðslurnar á ný
Hverfahleðslustöðvar Orku náttúrunnar, 156 talsins, verða opnaðar á ný síðar í vikunni eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON.
23.11.2021 - 14:59
Jarðskjálftar líklega vegna niðurdælingar OR
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun.
Kærunefnd hafnaði tveimur erindum um hleðslustöðvar
Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að hafna skuli endurupptökubeiðni Orku náttúrunnar í máli gegn Reykjavíkurborg og Ísorku ehf. Þá hafnaði nefndin einnig erindi Reykjavíkurborgar um að réttaráhrifum úrskurðar kærunefndar frá í júní yrði frestað.
Orka náttúrunnar telur forsendur kærunefndar rangar
Enn eru hátt í hundrað og sextíu götuhleðslur eða rafhleðslustaurar óvirkir í borginni eftir að Kærunefnd útboðsmála gerði athugasemdir við útboð Reykjavíkurborgar á starfseminni.
Slökkt á hleðslustöðvum í Reykjavík í dag
Slökkt verður á 150 götuhleðslustöðvum Orku náttúrunnar fyrir rafbíla í Reykjavík í dag vegna þess að útboð vegna hleðslustöðvanna var gallað.
28.06.2021 - 09:20
Slökkt á 150 hleðslustöðvum á morgun - unnið að lausn
Slökkt verður á eitt hundrað og fimmtíu hleðslustöðvum fyrir rafbíla víðs vegar um borgina á morgun. Borgarstjóri segir ekkert annað í stöðunni - annars sæti Reykjavíkurborg dagsektum. Ekki var rétt staðið að útboðinu. Verkefnið verði væntanlega boðið út að nýju.
27.06.2021 - 17:35
Telur fráleitt að skella skuldinni á Ísorku
Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir fyrirtækið ekki hafa gert kröfu um að Reykjavíkurborg yrði beitt dagsektum fyrir að halda áfram að leyfa Orku náttúrunnar (ON) að nýta hleðslustöðvar í borginni, þrátt fyrir úrskurð kærunefndar útboðsmála um að samningur ON og borgarinnar falli úr gildi. Reykjavíkurborg óskaði eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem féll 11. júní.
25.06.2021 - 23:06
Slökkt á götuhleðslum ON á mánudag eftir kvörtun Ísorku
Orka náttúrunnar slekkur á þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp í Reykjavík á mánudag vegna kvörtunar Ísorku yfir því að hleðslurnar skuli vera opnar hverjum sem er, gjaldfrjálst. Óvíst er hvenær hleðslustöðvarnar verða opnaðar á ný.
25.06.2021 - 14:11
Rannsókn á umhverfisslysi í Andakílsá lokið
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur lokið rannsókn sinni á umhverfisslysi sem varð í Andakílsá 2017. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Þetta kemur fram í svari setts lögreglustjóra á Vesturlandi við fyrirspurn fréttastofu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tók málið til rannsóknar eftir að Skorradalshreppur kærði atvikið 2017. Rannsókninni var hætt í maí 2018, en ríkissaksóknari felldi þá ákvörðun úr gildi í september sama ár og gerði lögreglu að rannsaka málið betur. 
15.02.2021 - 16:02
Mengun í borginni í gær líklega frá Nesjavallavirkjun
Gildi brennisteinsvetnis var nokkuð hátt í morgun í kringum Nesjavallavirkjun og voru loftgæði þar mjög slæm. Hæst var gildið 1.380,5 míkrógrömm á rúmmetra klukkan átta í morgun og fer nú lækkandi. Mengun sem kom yfir borgina í gær kemur væntanlega frá Nesjavallavirkjun segir heilbrigðisfulltrúi borgarinnar.
31.12.2020 - 11:55
Skjálftahrina talin tengjast niðurdælingu jarðhitavatns
Um tíu skjálftar yfir tveir að stærð hafa mælst eftir að jarðskjálftahrina hófst við Húsmúla á Hengilssvæðinu í kvöld. Stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega sjö, 3,3 að stærð. Hann fannst í Hveragerði, á Eyrarbakka og víða á höfuðborgarsvæðinu. 
Smit hjá starfsmanni innan Orkuveitunnar
Starfsmaður Orku náttúrunnar greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun vikunnar. Átta starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hafa síðan þá haldið sig heima.
Rannsóknin á Andakílsá á borði ríkissaksóknara
Rannsóknin á umhverfisslysinu í Andakílsá árið 2017 er nú á borði ríkissaksóknara. Greint var frá því í síðustu viku að tilraunaveiðar sé nú hafnar í ánni, en fyrir þremur árum var ríflega tuttugu þúsund rúmmetrum af aur veitt í ána úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunar.
Dómari víkur í máli Áslaugar gegn Orku náttúrunnar
Dómari í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttir gegn Orku náttúrunnar hefur ákveðið að víkja þar sem eiginmaður hennar er að taka við starfi innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta staðfesta lögmenn Áslaugar og Orku náttúrunnar.
Tesla fundaði með OR um hraðhleðslustöðvar
Tesla, bandaríski bíla- og tækniframleiðandinn, hefur átt í samræðum við Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um að eiga í samstarfi með hraðhleðslustöðvar hér á landi fyrir rafbíla. Hleðslustöðvar Teslu hlaða hraðar en aðrar hraðhleðslustöðvar.
Viðtal
Metoo-byltingin er langhlaup og rétt að byrja
Ef til vill eru þær kröfur gerðar til kvenna í karlageirum að þær fylgi þeim karllægu gildum er ríkt hafa, að sögn Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur, verkfræðings, sem starfað hefur innan orkugeirans, þar sem karlar hafa verið í meirihluta. Þær breytingar hafa þó orðið eftir metoo-byltinguna að konur í stjórnendastöðum geta nú leyft sér að hafa kvenleg gildi. Rætt var við hana, Auði Jónsdóttur rithöfund og þingmennina Guðmund Andra Thorsson og Kolbein Óttarsson Proppé í Silfrinu í dag.
23.09.2018 - 12:20
Viðtal
Enn að berast frásagnir um óviðeigandi hegðun
Borgarfulltrúunum Hildi Björnsdóttur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, hefur síðan fyrir helgi borist nokkur fjöldi frásagna af óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur. Rætt var við þær í Kastljósi kvöldsins. Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra ON, var vikið frá störfum í síðustu viku vegna óviðeigandi tölvupósts sem hann sendi samstarfskonum sínum.
17.09.2018 - 20:35
Undirbúa úttekt á vinnustaðarmenningu OR
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur óskað eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá Brynhildi Davíðsdóttur, formanni stjórnar Orkuveitunnar, segir að undirbúningur að úttektinni sé þegar hafinn.
Myndskeið
Tók ekki við vegna ásakana um kynferðisbrot
Ásakanir um alvarleg kynferðisbrot urðu til þess að Þórður Ásmundsson, sem tilkynnt var á fimmtudag að tæki við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, tekur ekki við starfinu. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur ákváðu þetta um helgina og var stjórn Orku náttúrunnar upplýst um málið.
17.09.2018 - 19:05