Færslur: Orka

Lavrov mættur á utanríkisráðherrafund G20 á Balí
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er mættur til indónesísku eyjarinnar Balí, þar sem hann mun taka þátt í utanríkisráðherrafundi G20-ríkjanna, 20 stærstu iðnríkja heims, í dag og á morgun. Nokkurs taugatitrings gætir í aðdraganda fundarins vegna þátttöku Lavrovs í skugga Úkraínustríðsins.
07.07.2022 - 07:05
Zelensky sakar Rússa um þjóðarmorð í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa að fyrirhuga skipulagt þjóðarmorð í Donbas-héraði austanvert í Úkraínu. Hann sagði atlögum rússneskra hersveita geta lyktað með því að enginn verði þar eftir á lífi.
AGS ræður ríkisstjórnum frá því að niðurgreiða olíu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður ríkisstjórnum frá því að niðurgreiða eldsneyti til þess að bregðast við hækkandi verði. Sjóðurinn gaf það út í dag að frekar ætti að hjálpa þeim sem mest þyrftu á að halda og yrðu verst úti vegna verðhækkana. Almennar niðurgreiðslur á orku væru óhagkvæmar og nýttust ekki síst þeim sem síst þyrftu.
13.10.2021 - 15:19
Innlent · Olía · Orka · verðlag