Færslur: Orgel

Landinn
Krakkar setja saman lítið orgel sem virkar
„Við erum að setja saman lítið pípuorgel, kemur í litlum bitum, svolítið eins og legó eða trékubbar, púslum því saman í hljóðfæri sem virkar,“ segir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju.
10.05.2021 - 12:03
Tónlist
Messugestir kvaddir með Metallicu
„Mörg lög með hljómsveitum eins Metallica og Queen eru ótrúlega vel samin,“ segir Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti í Digraneskirkju. „Lagið Nothing else matters fjallar um kærleikann sem er grunnundirstaða kristinnar trúar og á alltaf við.“
Morgunútvarpið
Þúsund pípna orgel inni í eldhúsi
Lokahönd er lögð á uppsetningu á nýju orgeli í Keflavíkurkirkju þessa dagana. Orgelið, sem er byggt á grunni hljóðfæris frá 1967, er með rúmar þúsund pípur og stendur á kirkjuloftinu þar sem stór hluti þess fyllir rými sem áður var eldhús.
23.11.2020 - 14:01
Orgelið hljómar eins og vélbátur
Þegar komið er í ferjuhús Seyðisfjarðarhafnar blasir við undarleg sjón, þar sem forláta orgel tekur á móti gestum. Gripurinn er gamalt Nyström og Karlstad rafmagnsharmonium sem er orðið næstum hundrað ára gamalt og þjónaði Seyðisfjarðarkirkju frá árinu 1922 til 1986. Eftir þónokkuð ferðalag á Tónmunasafn Norðurlands og viðhald á Akureyri er orgelið nú komið aftur heim á Seyðisfjörð en erfiðlega gengur að finna því stað. Hljóðfærið er afar fágætt og hljómar eins og vélbátur að sögn organistans.
29.11.2015 - 12:20