Færslur: Orð af orði

Orð af orði
Framúrskarandi mállýska í skáldheimi Ferrante
Napólí-sögur Elenu Ferrante, sem hefjast á bókinni Framúrskarandi vinkona, eru skrifaðar á staðal-ítölsku og tilgreint er sérstaklega þegar persónur verksins skipta yfir á svokallaðan díalekt. Í samnefndum sjónvarpsþáttum sem byggjast á Napólí-fjórleiknum er hins vegar farin önnur leið.
19.10.2021 - 15:23
Orðabókin er birtingarmynd íslenskra ritreglna
Hlutverk Íslenskrar stafsetningarorðabókar er að vera birtingarmynd eða nánari útfærsla á opinberum ritreglum. Þess vegna er hún kölluð opinber réttritunarorðabók fyrir íslensku. 
Ertu til í að skrúfa upp í fónógrafinum?
Í tilefni dags íslenskrar tungu, sem er á morgun, rifjum við upp þátt Orðs af orði frá því fyrr á árinu. Fjallað var um smíði nýrra orða yfir ýmsa tækni til að spila tónlist, allt frá hljóðrita og málvél til kassettu, hljóðstokks og gettóblasters. Þá kemur einnig við sögu tónlistarveitan Spotify, tilurð þeirrar nafngiftar og ýmislegt fleira. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðarson höfðu umsjón með þættinum.
„Við erum Gísli Marteinn barnanna“
Jakob Birgisson og Snorri Másson eru fræðarar verkefnis Árnastofnunar sem kallast Handritin til barnanna. Til stóð að Jakob og Snorri heimsæktu rúmlega fimmtíu skóla á landinu og fylgdu verkefninu eftir. Skólarnir urðu þó heldur færri vegna samkomutakmarkana og reglna í samfélaginu, vegna farsóttarinnar sem nú geisar.
Handritin til barnanna og börnin til handritanna
Í kjallara Árnagarðs, í sérstakri handritageymslu, leynist mikill fjársjóður í formi skinnhandrita frá miðöldum. Í vor er hálf öld frá því fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratuga samningaviðræður Dana og Íslendinga. Tímamótunum er meðal annars fagnað með því að miðla handritafróðleik til grunnskólabarna og með verðlaunahátíð 21. apríl þegar 50 ár eru, upp á dag, síðan Íslendingar tóku á móti Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík.