Færslur: Öræfi

Hefði mátt gefa út gula viðvörun
Mjög hvasst var víða á landinu í gærkvöldi og var vindur í hviðum sums staðar meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Engin veðurviðvörun var í gildi á landinu, en eftir á að hyggja hefði verið vit í því, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofunni.
12.06.2021 - 15:01
Varað við hviðum í Öræfum
Veðurstofa Íslands varar við hviðum í Öræfum í kvöld og fram á morgundaginn. Spáð er vindi allt að 35 m/s á svæðinu þvert á veg, einkum á kaflanum frá Svínafelli/Freysnesi austur að Hofi.
25.07.2020 - 12:39
36 gáma vinnubúðir brunnu til grunna
Altjón varð þegar eldur kviknaði í vinnubúðum við bæinn Hnappavelli, rétt hjá Fosshóteli Jökulsárlón síðdegis í dag. Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri á Höfn, segir þetta hafa verið 36 gáma vinnubúðir fyrir um það bil 40 manns, og nú standi grindurnar einar eftir. Borgþór segir engan hafa verið í búðunum þegar eldurinn kom upp og að slökkvistörf hafi gengið vel. Staðurinn er milli Jökulsárlóns og Skaftafells, tæpa 30 kílómetra frá fyrrnefnda staðnum.
06.04.2020 - 01:35
Myndskeið
Telur rétt að breyta rýmingaráætlun vegna Öræfajökuls
Rétt væri að breyta rýmingaráætlun vegna goss í Öræfajökli að mati eldjallafræðings. Ef gos í líkingu við það sem varð árið 1362 verður í fjallinu, hefur fólk aðeins nokkrar mínútur til að forða sér.
16.12.2019 - 11:32
Myndskeið
Minni hreyfing á sprungunni í Svínafellsheiði
Sprungan í Svínafellsjökli sem gæti ógnað byggð í Öræfum hefur gliðnað um þrjá millimetra, sem er um sentímetra minna en undanfarin ár. Mögulegt er þó að hún hafi gliðnað meira á öðrum stöðum þar sem ekki hefur verið mælt. 
13.08.2019 - 19:51
Ekki útilokað að vindsveipur hafi velt rútunni
Líklegast þykir að mistök ökumanns hafi valdið því að rúta með 32 farþegum auk bílstjóra valt út af Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí. Þó er ekki hægt að útiloka að veður hafi átt þátt í slysinu því vitað er að sterkir vindsveipir verða á þessum slóðum sem gætu hafa feykt rútunni út af veginum.
18.07.2019 - 13:01
Hættulega sprungan gliðnar líklega í sumar
Líklegt er að sprunga sem valdið getur meiri háttar berghlaupi úr Svínafellsheiði í Öræfum gliðni í leysingum á næstunni að mati jarðfræðings. Ekki hefur mælst gliðnun í vetur í sprungu í Öræfasveit sem talin er geta valdið meiri háttar berghlaupi. Mælar þar eru í stöðugri vöktun.
19.04.2019 - 19:45
Myndband
Kleif upp á topp Hvannadalshnúks í 300. sinn
Einar Rúnar Sigurðsson fagnaði nýja árinu á heldur óhefðbundinn hátt í gær þegar hann náði þeim áfanga að klífa Hvannadalshnúk í 300. sinn og hefur því klifið hnúkinn oftar en nokkur annar. Hann segist hvergi vera nær guði en á toppi Hvannadalshnúks.
02.01.2018 - 16:39
Viðtal
„Aldrei neitt svona verið í gangi áður“
„Ég er búinn að búa hérna alla ævi og það hefur aldrei neitt svona verið í gangi áður,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson frá Hofsnesi í Öræfum, eigandi og yfirleiðsögumaður Öræfaferða. Hræringarnar í Öræfajökli eru þegar farnar að hafa áhrif á viðskiptin: Einar er búinn að aflýsa ferð sem til stóð að fara upp á jökul á mánudag.
18.11.2017 - 17:46
Erlendur ökumaður játaði sök
Mál erlends ökumanns sem verið hefur í farbanni frá því að banaslys varð á brúnni yfir Hólá í Öræfum var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Ökumaðurinn er ákærður fyrir að hafa af gáleysi valdið dauða og líkamstjóni. Hann hefur játað sök og er laus úr farbanni. Dómur í málinu verður kveðinn upp um miðja næstu viku.
10.03.2016 - 16:06
30 einbreiðar á 300 kílómetrum
Brúin yfir Stigá í Öræfum þar sem varð alvarlegt umferðarslys í dag, er á hringveginum skammt vestan við Hólá. Þar varð banaslys á öðrum degi jóla. Þessar brýr eru í hópi styttri einbreiðra brúa á hringveginum, 16 metra langar. Þær eru á meðal 30 brúa á 300 kílómetra kafla, frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi. Á hringveginum eru nú 39 einbreiðar brýr.
02.02.2016 - 19:56