Færslur: Öræfajökull

Sjónvarpsfrétt
„Menn áttu í fullu fangi við að finna leiðina heim“
Afar blint og þungfært var þegar björgunarsveitarfólk kom fjórtán manna hópi til bjargar á Öræfajökli í nótt. „Nánast alla leiðina þá vorum með kannski tíu fimmtán metra skyggni. Þannig að ef næsti bíll fór of langt þá eiginlega týndist hann. Það var rosalega blautur snjór og svo á leiðinni til baka var búið að snjóa rosalega mikið í för og menn áttu í fullu fangi við að finna leiðina heim,“ segir Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar.
Bárðarbunga að jafna sig eða að undirbúa næsta gos
Bárðarbunga hefur verið að þenjast út. Það gæti verið vegna kvikusöfnunar og bungan því að undirbúa næsta gos eða að hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegast að stórir jarðskjálftar í fyrrakvöld hafi orðið vegna landriss.
Jarðskjálfti að stærð 2,4 í Öræfajökli
Rétt eftir klukkan tvö í dag varð jarðskjálfti, 2,4 að stærð, 0,6 kílómetra norðaustur af Hvannadalshnjúk í Öræfajökli. Skjálftans varð vart í Skaftafelli, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.
19.04.2020 - 18:10
Myndskeið
Telur rétt að breyta rýmingaráætlun vegna Öræfajökuls
Rétt væri að breyta rýmingaráætlun vegna goss í Öræfajökli að mati eldjallafræðings. Ef gos í líkingu við það sem varð árið 1362 verður í fjallinu, hefur fólk aðeins nokkrar mínútur til að forða sér.
16.12.2019 - 11:32
Nýtt hættumat sýnir öskufall á öllu landinu
Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri á Veðurstofu Íslands segir að gera megi ráð fyrir að gjóskufall verði á öllu landinu ef gos verður í Öræfajökli eins og varð árið 1362. Það sýni niðurstöður nýs hættumats þar sem ennfremur má sjá að raflínur geta orðið fyrir skaða á stóru svæði nálægt gosstöðvunum og vegasamgöngur rofna.
11.12.2018 - 16:25
Kvika að safnast saman undir Öræfajökli
Mælingar á Öræfajökli gefa til kynna að kvika sé að safnast saman undir jöklinum. Hert hefur á jarðskjálftum í Öræfajökli á þessu ári og hann hefur þanist út.
24.10.2018 - 22:25
Viðtal
Mikilvægt að fá álit íbúa á viðbragðsáætlunum
Almannavarnir sveitarfélagsins Hornafjarðar halda íbúafund í Öræfum í kvöld. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir íbúafundi skipta öllu máli. „Það er enginn tilgangur að vera að skrifa einhverjar viðbragðsáætlanir og búa til plön ef íbúarnir eru ekki með í því. Þeir eru lykilaðilar í okkar viðbúnaði og það skiptir öllu máli að fá þeirra álit og þeirra tillögur að því hvernig við vinnum þetta oghugmyndir að því hvernig við útfærum rýmingar og annað slíkt.“
24.10.2018 - 19:59
Allt glamraði í skjálftanum
Glösin skullu saman á Hofi í Öræfum í gærkvöld þegar skjálfti af stærðinni 3,1 varð í jöklinum í gærkvöld. Sex skjálftar stærri en þrír hafa orðið frá aldamótum í Öræfajökli þar af fjórir frá áramótum. 
02.10.2018 - 17:55
Öræfajökull skelfur
Jarðskjálfti, 3,6 að stærð, varð í Bárðarbungu upp úr klukkan 13 í dag. Í gærmorgun varð annar skjálfti þar, 3 að stærð. Í gærkvöld varð skjálfti í Öræfajökli, 3,1 að stærð.
02.10.2018 - 15:02
Betri mælar settir sem fyrst við sprungurnar
Svo fljótt sem auðið er verða settir gps- og gliðnunarmælar við Svínafellsjökul. Þar hafa myndast stórar sprungur síðustu ár með tilheyrandi hættu á berghlaupi. Lögreglan á Suðurlandi er að undirbúa frekari upplýsingagjöf. 
11.05.2018 - 12:24
Litlar breytingar í Öræfajökli
Litlar sem engar breytingar hafa orðið á öskjunni á toppi Öræfajökuls, segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Hann flaug yfir jökulinn í dag, í eftirlitsferð, en grannt hefur verið fylgst með þróun mála í Öræfajökli, síðan merki um aukna jarðhitavirkni sáust þar seint á síðasta ári. Skjálfti upp á 3,6 varð í jöklinum aðfaranótt föstudags.
12.02.2018 - 21:42
Litlar breytingar í sigkatli í Öræfajökli
Sigketilinn í Öræfajökli breyttist lítið frá 11. desember til 5. janúar. Rúmmálið hefur minnað aðeins en munurinn er þó ekki marktækur, að því er fram kemur á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Fljúga yfir Öræfajökul á næstu dögum
Jarðvísindamenn fara með flugvél frá Isavia yfir Öræfajökul á næstu dögum til að mæla umfang sigketils sem þar myndaðist í jarðhræringum fyrr í vetur. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur dregið mikið úr skjálftavirkni í jöklinum. Verið er að bíða eftir góðum aðstæðum til flugs yfir jökulinn og til mælinga á sigkatlinum.
Myndband
Kleif upp á topp Hvannadalshnúks í 300. sinn
Einar Rúnar Sigurðsson fagnaði nýja árinu á heldur óhefðbundinn hátt í gær þegar hann náði þeim áfanga að klífa Hvannadalshnúk í 300. sinn og hefur því klifið hnúkinn oftar en nokkur annar. Hann segist hvergi vera nær guði en á toppi Hvannadalshnúks.
02.01.2018 - 16:39
Sigketill Öræfajökuls dýpkaði um 2 til 3 metra
Óvenjulegt er að sjá svo mikinn jarðhita í Öræfajökli og nú er, að sögn jarðeðlisfræðings. Heldur hefur hægt á atburðarásinni í jöklinum, samkvæmt mælingum úr lofti í dag. 
Nýr útvarpssendir vestan Öræfa
RÚV hefur bætt við FM sendi í Skaftafelli til að efla útsendingar Rásar 2 undir vestanverðum Vatnajökli. Sent er út á tíðninni 101,5 MHz.
Fljúga yfir Öræfajökul og mæla yfirborðið
Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans. Sigketill Öræfajökuls hefur víkkað á rúmlega þremur vikum og sprungumynstur er orðið greinilegra. Flogið verður yfir jökulinn á flugvél frá Isavia sem búin er radar-hæðarmæli.
Sigketill Öræfajökuls víðari og orðinn ílangur
Sigketill Öræfajökuls hefur víkkað á rúmum þremur vikum og sprungumynstur er orðið greinilegra. Þetta má sjá á nýjum gervitunglamyndum frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, sem teknar voru fyrir Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.
Kvikuinnskot við rætur Öræfajökuls
Lítið kvikuinnskot er nú að þrýsta sér inn í jarðskorpuna undir sunnanverðum Öræfajökli. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna. Jarðfræðingur segir svona atburðarrás geta tekið langan tíma, og óljóst hvort og þá hvenær hún endi með eldgosi.
Ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja mikil
Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er gríðarlega mikil, segir Sindri Ragnarsson, leiðsögumaður og eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Glacier Trips sem staðsett er á Höfn. Öryggisáætlanir verði örugglega endurskoðaðar eftir fund með Almannavörnum. 
Sigketillinn dýpkar enn
Sigketillinn í Öræfajökli heldur áfram að dýpka. Það þýðir að hiti er enn þar undir eða að ketillinn sé að tæma sig, að sögn jarðvísindamanna. Talið er að hann sé nú um 22 metra djúpur.
Ætla að bæta símasamband
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, segir að vinna sé hafin við það að bæta úr símasambandi í Öræfasveit. Símasamband þar hefur verið stopult og lýstu íbúar áhyggjum vegna þess á fundum með almannavörnum 
Símasamband lítið kannað utan þjóðvegarins
Jarðvísindamenn og almannavarnir hafa í gær og í dag kynnt íbúum, viðbragðsaðilum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu neyðaráætlun vegna Öræfajökuls. Um 60 manns voru á fundi með fólki í ferðaþjónustu í dag. Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum segir að skoða verði símasamband í Öræfasveit og safna upplýsingum sem hægt er að nota til að skipuleggja viðbrögð við hugsanlegu eldgosi.
Íbúafundur í kvöld um Öræfajökul
Vísindamenn ætla að fara yfir stöðu mála vegna Öræfajökuls á íbúafundi í Hofgarði í Öræfum í kvöld. Á fundinum ætla fulltrúar almannavarna einnig að kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.
Segir nánast útilokað að eldsumbrot séu hafin
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli. heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu.