Færslur: Oprah Winfrey

Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu
Breskir miðlar eru undirlagðir af umfjöllun um viðtal bandarísku sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex. Daily Mirror segir með stríðsfyrirsagnaletri að konungsfjölskyldan horfist í augu við verstu krísu í 85 ár og vísar þar til þess er Játvarður áttundi sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast tvífráskilinni bandarískri konu.
Harry óttaðist að sagan myndi endurtaka sig
Skortur á stuðningi og skilningi, bæði innan konungsfjölskyldunnar og hjá breskum fjölmiðlum, voru helstu ástæður þess að hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ákváðu að láta af öllum konunglegum skyldum sínum og flytja til útlanda.
08.03.2021 - 13:44
Meghan segist hafa íhugað að svipta sig lífi
Meghan hertogaynja af Sussex íhugaði að vinna sjálfri sér mein, svo erfitt reyndist henni lífið innan bresku konungsfjölskyldunnar. Þetta kom fram í viðtali sem Meghan og Harry Bretaprins veittu Oprah Winfrey og sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Það verður sýnt í Bretlandi í kvöld.
Áhrifavaldurinn sem skilur venjulegt fólk
„Síðan einn daginn var þessi stóra, svarta kona, komin með sinn eigin þátt,“ sagði Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur, á Morgunvaktinni um þau tímamót sem urðu í bandarísku sjónvarpi þegar Oprah Winfrey varð gestgjafi í spjallþætti á landsvísu undir eigin nafni árið 1986. Hvítir karlar höfðu átt sviðið. Þátturinn var sendur út til ársins 2011. Oprah er nú meðal áhrifamestu og auðugustu Bandaríkjamanna og hefur lengi verið orðuð við forsetaframboð.
09.01.2018 - 13:56