Færslur: Ópíóíðar

Notkun á flestum ópíóíðum dróst saman á síðustu árum
Notkun ópíóíða á Íslandi er enn talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndunum, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni hér á landi á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni embættis landlæknis.
28.03.2021 - 12:59
Í fangelsi fyrir að ýta undir ópíóíðafaraldur
John Kapoor, stofnandi bandaríska lyfjaframleiðandans Insys, var í gær dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ýta undir mannskæða misnotkun ópíóíðalyfja í Bandaríkjunum. Kapoor, sem er 76 ára gamall, er fyrsti eigandi lyfjafyrirtækis sem dæmdur er til fangelsisvistar vegna ópíóíðafaraldursins sem dregið hefur tugi og jafnvel hundruð þúsunda Bandaríkjamanna til dauða á síðustu árum.
Markaðssetja ópíóíða í Kína
Á meðan tekist er á um sölu ópíóíða fyrir dómstólum í Bandaríkjunum er bandarískt lyfjafyrirtæki sakað um að beita sömu meðulum við markaðssetningu ópíóíða í Kína. Starfsmenn lyfjafyrirtækisins voru látnir dulbúast sem læknar til að nálgast viðskiptavini.
23.11.2019 - 21:04
Erlent · Ópíóíðar · Lyf · Kína
Myndskeið
Actavis framleiddi ópíóíðalyf í milljarðavís
Gríðarlega mikilvægt var fyrir Actavis að ná sterkri stöðu á Bandaríkjamarkaði árið 2005, sagði þáverandi forstjóri þess, í tilefni kaupa Actavis á bandarísku lyfjafyrirtæki. Næstu ár á eftir seldi það milljarða taflna af ópíóíðalyfjum í Bandaríkjunum, samkvæmt Washington Post. 
28.07.2019 - 18:39
Myndskeið
130 deyja daglega vegna ofneyslu ópíóíða
Oklahoma varð í dag fyrsta ríkið sem þingfestir mál gegn lyfjafyrirtæki vegna ópíóíða. Að meðaltali deyja 130 Bandaríkjamenn á dag úr ofneyslu slíkra lyfja.
28.05.2019 - 19:23
Ákærðir fyrir sinn hlut í ópíóíðafaraldri
Tveir fyrrverandi stjórnendur bandaríska lyfjarisans Rochester Drug Cooperative, RDC, voru ákærðir í gær fyrir sinn þátt í ópíóíðafaraldrinum í Bandaríkjunum sem hefur kostað tugþúsundir mannslífa þar í landi. RDC er einn stærsti framleiðandi lyfseðilskyldra ópíóíða í Bandaríkjunum.
Breytingar á fíkniefnamarkaði
Ekkert samkomulag um heróínlaust Ísland
Í tugi ára hefur því verið velt upp hvort heróín fari að ryðja sér til rúms á íslenskum fíkniefnamarkaði. Lengi var svarið neitandi og því jafnvel haldið fram að fíkniefnasalar á Íslandi hefðu af hugsjón sameinast um að halda landinu heróínlausu. Nú eru blikur á lofti. Markaðurinn hefur breyst og á örfáum árum hefur fjölgað verulega í hópi þeirra sem sprauta sig með sterkum ópíóíðum. Þetta kom fram á fundi SÁÁ klúbbins. Lögreglumaður telur umræðu um fíkniefnamál of grunna.
Nefúðar sem geta bjargað mannslífum
Yfirlæknir á Vogi segir að öll viðbragðsteymi ættu að hafa aðgang að nefúða með móteitri gegn ofskömmtun ópíóíða. 32 fíklar undir fertugu, sem voru skráðir í gagnagrunninn á Vogi, dóu á síðasta ári. Lyfið er notað í hverri viku, þá í æð eða undir húðina, á bráðamóttöku Landspítalans.
09.01.2019 - 20:21
Pistill
Versti eiturlyfjafaraldur sögunnar
Í Bandaríkjunum fjölgar þeim stöðugt sem deyja úr of stórum skammti vímuefna. Á síðasta ári létust um 71 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna ofneyslu.
12.10.2018 - 11:01
„Undralyfið“ sem olli ópíóíðafaraldrinum
Verkjalyfið Oxycontin er talið bera mikla ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum sem hófst í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og hefur síðan breiðst út um heiminn, meðal annars til Íslands. Lyfið var auglýst grimmt og á misvísandi hátt, en fjölskyldan sem setti það á markað er í dag meðal þeirra ríkustu í Bandaríkjunum.
Þverpólitísk samstaða gegn ópíóíðafaraldrinum
Þingmenn allra flokka á Alþingi sammælast um að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að stemma stigu við aukinni misnotkun sterkra verkjalyfja hér. Á fjórða tug hafa dáið á árinu vegna ofskömmtunar. Heilbrigðisráðherra fullyrðir að neyslurými opni í Reykjavík á næsta ári og að til greina komi að auka aðgengi að lyfinu naloxon, sem getur komið í veg fyrir að fólk deyi af of stórum skammti.
25.09.2018 - 13:36
Mikið magn fentanýls fannst í Nebraska
Lögregla í Nebraska í Bandaríkjunum fann í síðasta mánuði rúmlega fimmtíu kílógrömm af verkjalyfinu fentanýli. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Lyfið fannst í földu rými í farangursgeymslu flutningabíls. Magnið er það mesta sem hald hefur verið lagt á í ríkinu, og eitt það mesta í sögu Bandaríkjanna.
Vilja vekja athygli á ópíóíðafaraldri
Fjölskylda tónlistarmannsins Prince hefur stefnt Trinity Medical Centre í Illinois, sjúkrastofnun sem hafði umsjón með meðferð söngvarans við of stórum skammti ópíóíða viku fyrir andlátið. Prince lést þann 21. apríl 2016 og var opinber dánarorsök slys af völdum ofskömmtunar fetanýls.
24.04.2018 - 15:21