Færslur: Opinberar stofnanir

Eistland: Þung tölvuárás gerð á fyrirtæki og stofnanir
Þung tölvuárás var gerð á fyrirtæki og stjórnarstofnanir í Eistlandi í gær. Hópur rússneskra tölvuþrjóta lýsir yfir ábyrgð á árásinni sem gerð var daginn eftir að yfirvöld fjarlægðu stríðsminnismerki í borg nærri landamærunum að Rússlandi.
Stofnanir og verkefni á flakki
Fjölmargar stofnanir og verkefni færast milli ráðuneyta við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Heiti ráðuneyta verða óbreytt þangað til þingið hefur lagt blessun sína yfir þau samkvæmt nýrri verkaskiptingu.
Stóra myndin í fjárlögum liggur fyrir
Fjármálaráðherra segir stóru myndina í fjárlögum næsta árs þegar liggja fyrir og að ekki verði ráðist í niðurskurð. Hins vegar standi til að láta mörg þau úrræði sem kynnt voru í faraldrinum renna sitt skeið.
Persónuvernd opnar starfstöð á Húsavík
Persónuvernd hefur opnað starfsstöð á Húsavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra segir að auðvelt sé að staðsetja sérhæfð opinber störf á landsbyggðinni þegar víðsýni og stafrænar lausnir fari saman.
01.10.2021 - 09:58
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.
Þriðjungur landsmanna treystir Alþingi
Landhelgisgæslan er sú stofnun samfélagsins sem flestir bera traust til og forsetaembættið er í öðru sæti. Traust fólks á heilbrigðiskerfinu hefur aukist mikið síðan í fyrra, þriðjungur landsmanna ber traust til Þjóðkirkjunnar og Alþingis og um einn af hverjum fimm treystir borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
19.02.2021 - 18:30