Færslur: Opinber gjöld

Fjármunum sveitarfélags varið í áfengi og gjafabréf
Starfsfólk skóla og leikskóla í Næstved í Danmörku hefur varið fjármunum sveitarfélagsins til áfengiskaupa, gjafabréfa, heimsókna á veitingastaði og jafnvel nudd. Athæfið hefur staðið yfir árum saman.
28.05.2022 - 07:48
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.