Færslur: Óperuminning
Það þarf ekkert alltaf allt að vera Kardemommubærinn
„Ég held að þetta sé óplægður akur við að kynna meira af óperum fyrir íslenskum áhorfendum,“ segir Greipur Gíslason.
14.01.2021 - 14:36
Heyrði óánægjuraddir um poppara í óperurullu
Sturla Atlason hefur nokkrum sinnum farið með hlutverk í uppsetningum Íslensku óperunnar. Ekki hafa allir þó innan óperuheimsins verið ánægðir með að sjá dægurtónlistarmann stíga á sviðið, segir Sturla.
18.12.2020 - 11:59
Sagði nei við söngkennara Diddúar
Söngur hefur alltaf verið stór hluti af lífi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur leikkonu. Áður en hún fór í leiklistarnám hafði hún hug á að gerast óperusöngkona og þurfti að taka erfiða ákvörðun þegar hún fékk boð um að læra söng hjá Rinu Malatrasi sópran.
15.12.2020 - 13:50
„Ef Kristján er til, sko þá er ég til“
Ísak Hinriksson fékk kannski ekki að segja neitt í hlutverki sínu í óperunni Toscu – en það fær ekki hver sem er að stugga við sjálfum Kristjáni Jóhannssyni stórtenór.
11.12.2020 - 10:14
Stórbrotin ópera sett upp í skókassa á bókahillu
„Það er ekki í rauninni hægt að setja upp Aidu í skókassa á bókahillu, þá er ég að tala um Íslensku óperuna,“ segir Hinrik Ólafsson sem fór með hlutverk í uppsetningu verksins í Gamla bíó. Það tókst hins vegar og vakti sýningin alþjóðlega athygli.
07.12.2020 - 12:04
„Vissum að hún væri að deyja“
Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur þykir það stundum vandræðalegt hve hrifin hún er af óperum. Minning af óperunni Toscu, sem hún fór á með veikri móður sinni, er henni hjartfólgin.
30.11.2020 - 12:22
Óperan býður upp á allt – nema bílaeltingaleiki
„Fyrir mér er óperuformið alveg hið æðsta tjáningarform listarinnar,“ segir Aríel Pétursson sjóliðsforingi.
26.11.2020 - 11:08
Komst fyrst í tæri við óperulistina fyrir náð dyravarða
Halla Oddný Magnúsdóttir varð uppnumin af hrifningu þegar hún fór á sína fyrstu óperutónleika átta ára gömul ásamt systur sinni. Böggull fylgdi hins vegar skammrifi og þurftu systurnar að deila einu sæti á tónleikunum.
23.11.2020 - 12:26
Varð samstundis ástfanginn af Carmen
„Þetta var svo skrýtið, maður hafði mikið farið í leikhús en þarna var klappað eftir hvert einasta lag og sérstaklega þegar Sigríður Ella var búin að syngja,“ segir Gunnar Helgason um fyrstu óperuminninguna sína.
19.11.2020 - 10:59
Listform fyrir alla skynjun
„Ég gleymi ekki þegar ég sá Brothers, óperuna hans Daníels. Það var í fyrsta skipti í mörg ár sem ég hugsaði hvað ópera er stórkostlegt form. Ég tengdi svo við það verk bara á öllum sviðum,“ segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistarkona.
16.11.2020 - 10:55
„Þetta á eftir að verða drepleiðinlegt!“
Elmari Gilbertssyni óperusöngvara leist ekkert á blikuna þegar hann æfði fyrir frumraun sína í Íslensku óperunni. „Svo bara kom allt annað í ljós.“
12.11.2020 - 09:11
Íslenska óperan 40 ára í dag
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslensku óperunnar deila þátttakendur úr ýmsum áttum óperuminningum sínum.
03.10.2020 - 10:21