Færslur: ópera

Ein frægasta óperusöngkona Rússa látin fara
Rússneska óperan hefur aflýst tónleikum sópransöngkonunnar Önnu Netrebko, eftir að hún fordæmdi opinberlega innrás Rússa í Úkraínu. Netrebko er fimmtug, margverðlaunuð og víðfræg óperusöngkona, en hún er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu.
01.04.2022 - 00:52
Fyrsta ópera eftir svartan höfund á Metrópólitan
Haustið 2021 urðu tímamót þegar ópera eftir svartan höfund var sett á svið í fyrsta skipti í Metrópólitan-óperunni í New York. Þetta er óperan „Fire shut up in my bones“ (Eldur byrgður inni í beinum mínum) eftir Terence Blanchard. Hún verður flutt á Óperukvöldi útvarpsins fim. 24. febrúar kl. 19.00.
24.02.2022 - 10:00
Tíu ára gamall draumur rættist á Wagner-hátíðinni
Þessa dagana fer fram hin árlega Wagner-hátíð í Bayreuth, en hún telst ein virtasta tónlistarhátíð Þýskalands. Íslenski baritonsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með einsöngshlutverk á hátíðinni en aðeins hefur einn Íslendingur hlotið þann heiður áður.
28.07.2021 - 18:24
Pistill
Um Maríu og Callas
Í heimildamyndinni Maria by Callas er lífshlaup einnar mestu dívu síðustu aldar rifjað upp með gömlum efnivið. Erfið æska og ástarsambönd, krefjandi ferill og harmþrunginn endir á lífshlaupi dívunnar gefa söguþræði í óperu eftir Verdi ekkert eftir.
Tenórinn finnur malarastúlkuna innra með sér
Í vikunni var frumsýnd í Tjarnarbíói dragópera byggð á Malarastúlkunni fögru eftir Schubert, Die Schöne Müllerin - Not a word about my sad face.
07.08.2020 - 09:36
Færeyjar Covid lausar í tvo mánuði
Tveir mánuðir eru nú síðan kórónuveirusmit greindist síðast í Færeyjum. Skimun hefur þó verið haldið áfram nánast hvern einasta dag.
26.06.2020 - 05:23
Skylda óperustjórans að setja upp La Traviata
Hin ástsæla ópera La Traviata eftir Verdi verður frumsýnd í Eldborg á laugardag. Óperan, sem fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853.
07.03.2019 - 11:01
Hvetja fólk til að vera í símanum
Twitter óperan Bergmálsklefinn verður frumsýnd í Tjarnarbíó föstudaginn 25.maí. Tíst í beinni útsendingu og spunninn óperusöngur er meðal þess sem að kemur fram í sýningunni.
23.05.2018 - 14:57
 · RÚV núll · rúv núll efni · ópera · Leikhús · twitter
Gaman að vera oft á sviði
Tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson hefur í nógu að snúast í starfi sínu við óperuhúsið í Leipzig. Hlutirnir ganga hratt en fjölmargar óperuuppfærslur eru settar upp við húsið og ekki gefst alltaf mikill tími til æfinga. Sveinn Dúa var gestur Víðsjár á Rás 1 þar sem forvitnast var um líf og störf söngvarans.
Fastir í limbói á þaki óperunnar
Nýtt leikrit sem frumsýnt var dögunum í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn veitir innsýn í vináttu og samstarf skipakóngsins A.P. Møller og arkitektsins Hennings Larsen.
16.03.2018 - 13:28
Ásakar fyrrum tónlistarstjóra Metropolitan
James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York, hefur verið sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gagnvart unglingsdreng á níunda áratugnum. Greint var frá því í gær að rannsókn á málinu væri hafin innan óperunnar.
03.12.2017 - 20:35
Tosca á tímum fasismans
María Kristjánsdóttir fjallaði um uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu í Viðsjá á Rás 1.
03.11.2017 - 14:12
Fær að „gjósa eins og Geysir á góðum degi“
„Þessi unga ást og vonin um að allt fari vel, vonleysið og síðan hugrekkið í vonleysinu. Mér finnst standa upp úr í Toscu hvað Puccini spilar á öll litbrigði vonarinnar í þessu stykki. Vonarstefið hljómar aftur og aftur en í ólíkum búningi og segir allt aðra sögu. Það finnst mér vera sú tilfinning sem stendur upp úr, það er vonin,“ segir Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjórnandi Toscu sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni laugardaginn 21. október.
Stefin í klassíkinni okkar
RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða til óperuveislu í Hörpu í beinni útsendingu föstudagskvöldið 1. september, í samstarfi við Íslensku óperuna.
Habanera úr Carmen vinsælasta arían
Habanera, þokkafullur söngur sígaunastúlkunnar Carmenar úr óperu Bizet, reyndist vinsælasta óperuarían í kosningunni Klassíkin okkar - heimur óperunnar sem fór fram fyrr í sumar. Á sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og RÚV 1. september næstkomandi mun einvala lið söngvara flytja óperuaríurnar sem landsmenn völdu.
Ópera Huga frumsýnd í Kronborg í kvöld
Hamlet in Absentia, ópera eftir Huga Guðmundsson tónskáld, verður frumflutt í Krónborgarkastala í Danmörku í kvöld kl. 20, sögusviði leikritsins Hamlet eftir Vilhjálm Shakespeare. Óperan er byggð á leikritinu og er sú fyrsta sem samin hefur verið af norrænu tónskáldi út frá því margfræga verki.
16.08.2016 - 16:11
Menningarveturinn - Sinfónían
Halla Oddný fékk að kynnast Kristni Sigmundssyni og Rico Saccani og ræða við þá um lífið, tilveruna og tónleika þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands.