Færslur: OPEC

Stuðningur við aukna olíuframleiðslu lækkar verð
Olíuverð hefur lækkað nokkuð eftir að Sameinuðu arabísku furstadæmin greindu frá stuðningi sínum við að framleiðsla verði aukin. Verð á Brent hráolíu féll um 17 af hundraði um tíma eftir yfirlýsingu furstadæmanna.
Bensínlítri hefur hækkað um nærri 11 krónur undanfarið
Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um allt að 11 krónur síðustu vikur og dísilolía um 9 krónur lítrinn. Þetta kemur fram á vef FÍB. Skýringa er að leita á hráolíumarkaðinum en verð á Brent hráolíu var í upphafi vikunnar það hæsta sem sést hefur í meira en eitt ár.
17.02.2021 - 09:15
Erlent · Innlent · Neytendamál · Bensín · eldsneytisverð · FÍB · Jemen · Sádi Arabía · Íran · OPEC · Olíuverð · umferð
OPEC-ríkin ákveða hve mikið verði framleitt af olíu
Fulltrúar Samtaka olíuframleiðsluríkja og samstarfsríkja þeirra funda á mánudaginn til að ákveða hve mikið skulu framleiða af olíu í febrúar. Vonir standa til að eftirspurn eftir olíu fari vaxandi eftir mikinn samdrátt á síðasta ári.
02.01.2021 - 06:29
Samþykktu að framlengja skerta olíuframleiðslu
Aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu í dag að framlengja það sem hefur verið kallað sögulegu samkomulagi um olíuframleiðslu og bíða með að ná fullri framleiðslugetu á ný.
06.06.2020 - 17:38
Efnahagsmál · Erlent · Asía · OPEC · Olía
Olíuframleiðsluríki náðu samkomulagi
Stærstu olíuframleiðsluríki heims náðu samkomulagi í dag sem ráðamenn segja sögulegt. Framleiðsla verður minnkuð tímabundið til þess að ýta upp verðinu á hráolíu sem hefur hríðfallið vegna minni eftirspurnar sökum kórónuveirufaraldursins og verðstríðs Rússa og Sádi Araba. 
12.04.2020 - 22:57
Efnahagsmál · Erlent · Olía · OPEC
Olíuframleiðsla minnkuð í næsta mánuði
Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, og samstarfsríki komust í kvöld að samkomulagi um að minnka framleiðslu á olíu um tíu milljón tunnur á dag í maí og júní. Framleiðslan verður svo aukin smám saman þar til hún nær aftur fyrra horfi í apríl á næsta ári, að sögn BBC.
10.04.2020 - 00:19
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um meira en fjögur prósent í morgun vegna fregna um að Rússar vildu ekki að svo stöddu draga frekar úr framleiðslu eins og OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, hafa lagt til.
06.03.2020 - 12:36
Erlent · Rússland · OPEC