Færslur: OneCoin

Myndskeið
Aðeins óljós loforð fást með kaupum á OneCoin
Nokkrir tugir Íslendinga hafa keypt OneCoin sem selt er sem rafmynt. Ekki er hins vegar hægt að selja myntina í skiptum fyrir beinharða peninga. Upphafsmaður hennar hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Sérfræðingur í netglæpum og lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að fólk hafi aðeins keypt loforð um eitthvað sem gerist í framtíðinni þegar það kaupir OneCoin.
25.11.2019 - 19:38
Nokkrir tugir Íslendinga hafi keypt OneCoin
Hér á landi er skrifstofa fyrir markaðstorg OneCoin, sem sagt er að sé rafmynt. Bandarísk handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur konu, Ruju Ignatovu, sem stofnaði fyrirtækið. Annar forkólfur One Coin hefur játað á sig peningaþvætti og fjársvik. Umboðsaðili markaðstorgsins segir nokkra tugi Íslendinga eiga OneCoin. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er náin vinkona Ruju og stjórnaði viðburðum fyrir OneCoin.
25.11.2019 - 12:36