Færslur: Omotrack

Viðtal
Hugmyndin kviknaði í flóðhestaferð
Bræðurnir í indí-elektrósveitinni Omotrack sendu nýverið frá sér nýtt lag sem fjallar um lúxusvandamál. Lagið varð til í kjölfarið á hugljómun sem þeir fengu þar sem þeir biðu eftir ristuðu brauði í Eþíópíu.
18.09.2019 - 10:22
Gagnrýni
Óreyndir en efnilegir
Þeir Bjarnasynir, Markús og Birkir, skipa sveitina Omotrack. Piltarnir ólust upp í Eþíópíu og fyrsta plata þeirra, Mono & Bright, er forvitnileg sambræðsla á rokki og raftónlist. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Omotrack - Mono & Bright
Plata vikunnar á Rás 2, Mono and Bright frá hljómsveitinni Omotrack. Við erum bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir. Við ólumst upp í Eþíópíu, meðal annars í litlu þorpi sem heitir Omo Rate. Þaðan kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar, Omotrack. Við höfum spilað og samið tónlist saman frá því að við vorum litlir. Tónlist er það sem við gerum og hefur alltaf verið hluti af okkur. Við þekkjum mjög vel inn á hvorn annan og erum nánast sammála um allt þegar kemur að því að semja og útsetja.
18.04.2017 - 10:44