Færslur: Omíkron-afbrigðið

Ákjósanlegt að omíkron útrými öðrum afbrigðum
Ákjósanlegt væri að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar myndi útrýma öðrum afbrigðum veirunnar, en erfðafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur það mögulegt vegna yfirburðastöðu afbrigðisins. Þó bendir hann einnig tvo aðra möguleika, það er að nokkur veiruafbrigði sveiflist í tíðni eða að til verði ný blendingsafbrigði, til dæmis blanda af omíkron og delta.
Írar opna upp á gátt
Segja lokanir og höft engu skila í slagnum við omíkron
Nær allar takmarkanir, boð og bönn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru úr sögunni á Írlandi frá og með deginum í dag. Írska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að flestar COVID-tengdar sóttvarnareglur yrðu afnumdar í dag vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á farsóttinni og áhrifum hennar eftir að omíkron-afbrigðið varð allsráðandi.
Hátt í 50 þúsund kórónuveirusmit í Rússlandi
Tilkynnt var um 49.513 kórónuveirusmit í Rússlandi í gær. Þetta er mesti fjöldi smita á einum sólarhring frá því að COVID-19 faraldurinn braust út snemma árs 2020. Smitum hefur fjölgað mjög hratt í landinu síðustu daga eftir að omíkron-afbrigði veirunnar tók að breiðast út fyrir alvöru. Vladimír Pútín forseti varaði í síðustu viku við því að mikil smitbylgja væri yfirvofandi. Hann hvatti landsmenn til að fara í sýnatöku og að láta bólusetja sig gegn veirunni.
21.01.2022 - 14:14
Ánægjuleg þróun á Landspítala þrátt fyrir fjölgun smita
Sóttvarnalæknir segir erfitt að meta hvers mörg smit séu úti í samfélaginu enda fari ekki allir í sýnatöku. Þróun mála á Landspítalanum sé þó ánægjuleg þrátt fyrir mikinn fjölda smita dag hvern.
Metfjöldi kórónuveirusmita í Moskvu
Aldrei hafa fleiri greinst með covid í Moskvu, höfuðborg Rússlands en í gær. Rússar búa sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar sem omíkron-afbrigðið verður ráðandi. Smitum á heimsvísu hefur fjölgað mjög frá því omíkron afbrigðisins varð vart.
„Fækkun innlagna gefur tilefni til bjartsýni“
Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir tilefni til að tempra viðbrögð við veirunni í ljósi mikillar fækkunar innlagna. Nýtt spálíkan sýni að innlagnahlutfallið hefur helmingast og á það við alla aldurshópa en er mest áberandi meðal eldra fólks. Líkanið gefi tilefni til bjartsýni og mögulegrar afléttingar í varfærnum þaulhugsuðum skrefum.
Þriggja vikna barn látið af völdum COVID-19 í Katar
Þriggja vikna gamalt barn er látið af völdum COVID-19 í Persaflóaríkinu Katar. Algengara er að börn veikist af völdum omíkron-afbrigðisins en þeim fyrri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytis landsins.
17.01.2022 - 02:23
Rautt viðbúnaðarstig vegna covid í Ekvador
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir rauðu viðbúnaðarstigi vegna tíföldunar kórónuveirusmita í landinu. Tilskipunin nær yfir 193 af 221 kantónu landsins, ásamt stórborgum á borð við Quito og Guayaquil.
Frakkar mótmæltu covid-ráðstöfunum stjórnvalda í gær
Þúsundir mótmæltu í gær hertum ráðstöfunum franskra stjórnvalda vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þeim er einkum beint gegn þeim sem ekki eru bólusettir gegn COVID-19.
Hart brugðist við smitum í kínverskri borg
Íbúar borgarinnar Zhuhai á suðurströnd Kína eru beðnir að halda sig innan borgarmarkanna nema brýna nauðsyn beri til annars. Borgaryfirvöld ákváðu jafnframt að stöðva nær allar strætisvagnaferðir um borgina eftir að omíkron-smit komu upp.
15.01.2022 - 05:21
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Fimm til ellefu ára börn bólusett í Brasilíu
Bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófust í Brasilíu í gær. Heilbrigðisyfirvöld heimiluðu bólusetningar þess aldurshóps í síðasta mánuði þrátt fyrir hávær mótmæli Jairs Bolsonaros forseta.
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Formaður landstjórnar Grænlands með COVID-19
Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, er smitaður af COVID-19 og verður því að fresta eða aflýsa ýmsum verkefnum. Þar á meðal er fyrirhugaður fundur með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og þátttaka í athöfn í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Margrétar drottningar.
Mikill fjöldi smita dag hvern á Grænlandi
Útbreiðsla kórónuveirusmita í Nuuk höfuðstað Grænlands er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en þar sem hún er mest í Danmörku. Landlæknir segir omíkron-afbrigðið hafa komið upp á versta tíma en segir erfitt að komast hjá útbreiðslu þess.
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Sjónvarpsfrétt
Nokkrir fengið covid 3svar sinnum - 3 vikur milli smita
Nokkur dæmi eru um að fólk hafi smitast þrisvar sinnum af kórónuveirunni. Fólk sem hefur verið útskrifað úr einangrun hringir unnvörpum í covid-göngudeildina og biður um að komast aftur í einangrun vegna þess að því slær niður. Aldrei hafa fleiri börn greinst með covid en í gær þegar fjöldinn fór yfir fjögur hundruð.
Yfir 1.100.000 smit greindust í Bandaríkjunum á mánudag
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gærkvöld að 1.130.000 manns hefðu greinst með COVID-19 í gær. Aldrei fyrr hafa svo mörg smit greinst í einu landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins, samkvæmt frétt Reuters.
Yfir 150 þúsund látist með COVID-19 í Bretlandi
Yfir 150 þúsund manns hafa látist eftir kórónuveirusmit í Bretlandi. Þá létust 313 einstaklingar með veiruna í landinu í dag, en samkvæmt tölum ríkisstjórnarinnar er þá heildarfjöldi látinna kominn í 150.057 manns. Bretland er sjöunda land heims sem skráir andlát fleiri en 150 þúsund smitaðra.
Filippseyjar
Fyrirskipar handtöku óbólusettra sem hundsa útgöngubann
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vill að óbólusettir landsmenn á faraldsfæti verði fangelsaðir ef ekki dugar annað, því omíkron-afbrigði kórónuveirunnar fer nú með ógnarhraða um eyjarnar og smithlutfall er hvergi hærra en á Filippseyjum. Um fjörutíu prósent allra sýna sem tekin voru á Filippseyjum í gær reyndust jákvæð, eða 21.819 af 70.049. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra og er átta sinnum hærra en þau fimm prósent sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin miðar við sem hættumörk.
Tölvuárás og skipulagsleysi til vandræða í Brasilíu
Gagnagíslataka og erfiðleikar við skimun hafa gert Brasilíumönnum afar erfitt að takast á við omíkron-afbrigðið og nýja bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir í frétt Reuters.
07.01.2022 - 17:45
Níu smit af hverjum tíu af völdum omíkron
Útbreiðsla omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi hefur verið afar hröð síðustu daga. Níutíu prósent covid-sýkinga innanlands eru af omíkron-afbrigðinu. Þetta segir í færslu á vef embættis landlæknis. Tíu prósent smitanna eru vegna delta-afbrigðisins.
Tékkar herða reglur um skimun
Stjórnvöld í Tékklandi ætla að skikka allt fólk á vinnumarkaði til að fara tvisvar í viku í COVID-19 próf meðan omíkron-afbrigði kórónuveirunnar geisar í landinu. Tíminn sem fólk þarf að vera í einangrun eða sóttkví vegna smita verður styttur í fimm daga.
05.01.2022 - 17:27
Bólusetningar barna færðar í Laugardalshöll
Bólusetningar fimm til ellefu ára barna á höfuðborgarsvæðinu gegn kórónuveirunni hefjast í Laugardalshöll á mánudag en ekki í skólum eins og áður var ætlunin.
Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.