Færslur: Ómar Ragnarsson

Fóru hundrað ferðir í Örkinni hans Ómars
„Nú er tíu ára afmæli dags íslenskrar náttúru. Mér finnst það vera aðalafmæli dagsins,“ sagði Ómar Ragnarsson í viðtali við Mannlega þáttinn í gær þegar hann átti 80 ára afmæli. „Það hefur aldrei verið meira að gera hjá mér eins og eftir að ég hætti að vinna.“
17.09.2020 - 09:32
Myndskeið
„Þakkarvert að hafa lifað svona lengi“
Baráttan gegn Kárahnjúkavirkjun er það sem afmælisbarn dagsins, Ómar Ragnarsson, er stoltastur af. Hann fagnar áttatíu ára afmæli sínu í dag, á degi íslenskrar náttúru, og segist aldrei hafa haft meira að gera.
16.09.2020 - 19:38
Ómar áttræður – sjáðu elsta viðtalið við hann á RÚV
Ómar Ragnarsson er áttræður í dag. Ómar hefur skemmt landsmönnum og frætt þá um eigið land áratugum saman og sagt hefur verið að í honum takist á margir menn; fréttamaðurinn, flugmaðurinn, umhverfisverndarsinninn, stjórnmálamaðurinn, íþróttamaðurinn, tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn.
16.09.2020 - 10:12
„Þeir sem mest þrýsta á mig að hætta eru í felum“
Árið 2006, þegar bygging Kárahnjúkavirkjunar var í fullum gangi, bauð Ómar Ragnarsson, að eigin frumkvæði, upp á útsýnisferðir yfir landið sem fór undir virkjunarlónið. Ómar sagði þá sem hefðu horn í síðu hans vega að honum og hóta úr launsátri.
16.09.2020 - 09:11