Færslur: Ólympíumót fatlaðra í Ríó

Jón Margeir í 6. sæti
Jón Margeir Sverrisson varð í 6. sæti í úrslitum 200 metra fjórsunds karla í flokki SM14 á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í nótt. Hann var síðastur íslensku keppendanna til að ljúka keppni.
Keppandi lést á Ólympíumóti fatlaðra
Íranskur hjólreiðamaður lést í keppni á Ólympíumóti fatlaðara í dag. Bahmad Golbarnezhad, sem var 48 ára gamall, lést af sárum sínum eftir að hafa fallið af hjólinu í götuhjólreiðum.
Jón Margeir í úrslit en Thelma og Sonja ekki
Jón Margeir Sverrisson komst í úrslit í 200 metra fjórsundi á Ólympíumóti fatlaðra í dag. Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir kepptu svo í undanrásum í 100 og 50 metra skriðsundi en komust ekki áfram.
Sonja í 8. sæti á Íslandsmeti í Ríó
„Ég get ekki hætt að brosa. Þetta er bara æðislegt.“ sagði Sonja Sigurðardóttir eftir að hún synti í úrslitum í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í kvöld. Sonja þakkar nýja sundbolnum sínum að hún sló Íslandsmet í sundinu.
Sonja í úrslit í Ríó
Sundkonan Sonja Sigurðardóttir komst í dag í úrslit í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. Sonja náði áttunda besta tímanum í undanrásunum í flokki hreyfihamlaðra, S4.
„Þeir eru skrefinu á undan“
„Ég held að það sé almennur áhugi fyrir því að útrýma þessu,“ segir Einar S. Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum, um baráttuna gegn ólöglegum lyfjum í íþróttum. Hann segir að jafnvel þó að íþróttamenn hætti notkun þessara lyfja í tæka tíð áður en efnin greinast í líkama þeirra, þá hafi þeir notað þau til að byggja sig upp og ná þannig forskoti. Eftirlitið batnar alltaf en færni sérfræðinganna sem aðstoða íþróttafólkið fleygir líka fram. „Þeir eru skrefinu á undan.“
Þorsteinn úr leik í bogfiminni
Þorsteinn Halldórsson féll úr leik í fyrstu umferð í bogfimi á Ólympíumóti fatlaðra í dag. Þorsteinn varð um leið fyrsti Íslendingurinn til að keppa í íþróttinni á Ólympíumóti.
Jón Margeir ekki áfram
Jón Margeir Sverrisson keppti í dag í undanriðlum í 100 metra bringusundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó en komst ekki áfram í úrslit. Hann synti vegalengdina á tímanum 1:12,27, varð fimmti í sínum riðli og tólfti alls en átta komust í úrslit.
Thelma síðust í 400 metra skriðsundi
Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir varð í fjórtánda og síðasta sæti í 400 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í dag og komst ekki í úrslit. Thelma segir að stressið hafi náð yfirhöndinni hjá sér á mótinu.
Thelmu svelgdist á í fjórsundi - varð síðust
Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir varð í 14. og síðasta sæti í 200 metra fjórsundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í dag. Thelma lenti í vandræðum í flugsundhlutanum þar sem henni svelgdist á vatni.
Jón Margeir: „Ég er smá sorgmæddur“
„Ég er sáttur við tímann en ég er smá sorgmæddur. Ég vildi vinna gull fyrir ástína mína Stefaníu,“ sagði sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson eftir úrslitasundið í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í Ríó í kvöld þar sem hann varð í 4. sæti. Hann ætlar að snúa sér að þríþraut.
Jón Margeir fjórði í Ríó
Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í kvöld. Hann var 81 hundraðshluta úr sekúndu frá þriðja sætinu og komst því ekki á verðlaunapall.
Þorsteinn: Ég bara skil þetta ekki
Söguleg stund var í Ríó í gær þegar Þorsteinn Halldórsson varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í bogfimi á Ólympíumóti fatlaðra. Þorsteinn skaut þá um röðun keppenda fyrir fyrstu umferð. Sá efsti mætir þeim neðsta í fyrstu umferðinni og svo koll af kolli.
Thelma ekki í úrslit í bringusundinu
Thelma Björg Björnsdóttir komst ekki í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíumóti fatlaðra í dag. Thelma varð í 11. sæti af 13 keppendum í undanrásum í flokki hreyfihamlaðra, SB5.
Truflaði Thelmu fyrir sundið
Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir varð í 19. sæti og því næst síðasta í 50 metra skriðsundi í flokki hreyfihamlaðra, S6, á Ólympíumóti fatlaðra í dag. Hún synti á 42,14 sekúndum sem er nokkuð frá Íslandsmeti hennar og komst ekki í úrslitin sem verð í kvöld.
Helgi: „Þegar spennustigið fer með mann...“
Helgi Sveinsson var nokkuð frá sínu besta og hafnaði í 5. sæti í spjótkasti á Ólympíumóti fatlaðra í Brasilíu í kvöld. Helgi sem er heimsmethafi í fötlunarflokki aflimaðra, F42 kastað lengst í fyrsta kasti sínu, 53,96 metra og sló Ólympíumótsmetið í F42.
Helgi endaði í 5. sæti í Ríó
Helgi Sveinsson hafnaði í 5. sæti í spjótkasti í fötlunarflokkum F42-44, flokkum aflimaðra á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó de Janeiro í kvöld. Lengsta kast Helga kom strax í fyrstu tilraun þegar hann kastaði 53,96 metra. Það er jafnframt Ólympíumótsmet í flokki F42.
Guðni Th. í Ólympíuþorpinu
Fyrsta ferð Guðna Th. Jóhannessonar út fyrir landsteinana í embætti forseta Íslands var á Ólympíumótið í Brasilíu þar sem hann er nú staddur.
Missti handleggina en keppir í borðtennis
Egyptinn Ibrahim Hamato er meðal keppenda í borðtennis á Ólympíumóti fatlaðra í Brasilíu. Það sem er merkilegt við það er að báðar handleggina vantar á Hamato sem lætur það þó ekki aftra sér á nokkurn hátt og notar vinstri fótinn til að gefa upp og geymir spaðann í munninum.
Helgi ríður á vaðið í dag
Af þeim fimm Íslendingum sem keppa á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro er spjótkastarinn Helgi Sveinsson fyrstur til leiks. Helgi sem keppir í kvöld þykir sigurstranglegur enda fyrrverandi heimsmeistari í flokki aflimaðra, núverandi Evrópumeistari og heimsmethafi.
Hvítrússi í banni í Ríó
Andrei Fomochkin. Hvítrússi, sem er í fylgdarliði keppanda Hvíta-Rússlands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó, hefur verið bannað að vera á leikunum vegna mótmæla sinna við setningu mótsins. Fomochkin braut í bága við reglur mótsins, sem banna alla pólitíska gjörninga og gekk með fána Rússa inn á leikvöllinn við setninguna. Rússum var meinuð þátttaka á mótinu vegna lyfjamisnotkunar.
08.09.2016 - 16:35
Sjáðu íslenska hópinn mæta til leiks í Ríó
Setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra í Rio de Janeiro var haldin í gærkvöldi og þar leiddi Jón Margeir Sverrisson íslenska hópinn inn á Maracana-leikvanginn. Auk hans keppa þau Þorsteinn Halldórsson, Helgi Sveinsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir fyrir Íslands hönd á mótinu.
Ólympíuþorpið minnkað um helming
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaðra tekur ekki undir umræðu um slæman aðbúnað íþróttafólks á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í Brasilíu. Ólympíuþorpið hefur verið minnkað um helming frá því Ólympíuleikunum lauk fyrir hálfum mánuði.
Íslenskur læknir fyrir Norðurlandaþjóðirnar
Sveit Íslands á Ólympíumóti fatlaðra sér öðrum Skandinavíuþjóðum fyrir læknisþjónustu á mótinu sem sett verður í Ríó í Brasilíu á miðvkudagskvöld. Þetta er liður í samstarfi sem íþróttasambönd þjóðanna hafa þróað með sér undanfarin ár.
Jón Margeir fánaberi Íslands á Maracana
Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson verður fánaberi Íslands á Ólympíumóti fatlaðra á opnunarhátíð mótsins þann 7. september næstkomandi. Opnunarathöfnin fer fram á Maracana leikvanginum í Ríó, Brasilíu.
04.09.2016 - 14:54