Færslur: Ólympíuleikarnir 2021

epa09389410 Karsten Warholm of Norway and Rai Benjamin of the US approach the finish line in the Men's 400m Hurdles final at the Athletics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Olympic Stadium in Tokyo, Japan, 03 August 2021. Warholm won, Benjamin placed second.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
Í BEINNI
ÓL: Dagur 12 - Frjálsar, hjólabretti, karfa og fleira
Ellefti keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó er framundan og að venju er nóg um að vera á sjónvarpsrásum RÚV. Átta beinar útsendingar eru frá leikunum í nótt og í fyrramálið.
Hvítrússar reyndu að senda keppanda heim fyrir andstöðu
Hvítrússneska frjálsíþróttakonan Kristina Tsímanouskaja var flutt nauðug á flugvöllinn í Tókýó í dag með það að markmiði að senda hana aftur til heimalandsins, eftir að hún gagnrýndi liðsstjórn Hvíta-Rússlands á Ólympíuleikunum.
01.08.2021 - 16:40
Hlutfallslega mjög fá smit tengd Ólympíuleikunum
Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, hefur gefið út heildarfjölda smita í júlí sem tengjast Ólympíuleikunum í Tókýo. Smit eru afar fá miðað við heildarfjölda prófana.
27.07.2021 - 04:50
Keppni lokið á þriðja degi Ólympíuleikanna
Þriðji keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó var í dag. Sem fyrr var nóg um að vera á sjónvarpsrásum RÚV en meðal annars var keppt í sundi, á hjólabrettum, í dýfingum og fimleikum.
26.07.2021 - 17:19
Grátleg töp íslensku þjálfaranna
Alfreð Gíslason og Aron Kristjánsson biðu báðir ósigur með sínum liðum í fyrstu umferð handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Alfreð og Þýskaland biðu ósigur gegn Spáni og Aron og Bahrein töpuðu gegn Svíþjóð.
24.07.2021 - 08:53
Stjórnandi opnunarhátíðar ÓL rekinn degi fyrir leikana
Yfirstjórnandi setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Tókíó, Kentaro Kobayashi, var rekinn í morgun, daginn áður en leikarnir eiga að hefjast. Ástæðan er myndskeið frá árinu 1998 sem nýlega skaut upp kollinum á netinu, þar sem Kobayashi hefur helförina í flimtingum.
22.07.2021 - 06:35
Útilokar ekki að Ólympíuleikunum verði aflýst
Þegar einungis þrír dagar eru í setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó, sem upphaflega áttu að fara fram síðasta sumar, koma fréttir frá skipulagsnefnd leikanna um að ekki sé ennþá útilokað að leikunum verði aflýst. Mörg kórónuveirusmit hafa greinst í tengslum við leikana undanfarið.
Þrír dagar í Ólympíuleikana - Yfir marklínuna með pabba
Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó á föstudaginn. Í aðdraganda leikanna rifjum við því upp nokkur eftirminnileg augnablik í sögu leikanna. Í dag förum við nokkuð aftur í tímann og rifjum upp afrek Bretans Derek Redmond og fallega sögu hans úr 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
Stórfyrirtæki hættir við að auglýsa á Ólympíuleikunum
Þegar einungis fjórir dagar eru í setningarathöfn Ólympíuleikanna í Tókýó ákváðu stjórnendur japanska bílarisans Toyota í dag að auglýsa ekki vöruna sína í sjónvarpi í tengslum við leikana. Þetta gerir fyrirtækið vegna þess að ekki ríkir samstaða innan japönsku þjóðarinnar um leikana.
Þrjú kórónuveirusmit í Ólympíuþorpinu
Tveir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu í Tókíó greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 í morgun. Þeir tengjast þeim sem smitaðist fyrstur í gærmorgun að sögn yfirvalda. Þá greindi Alþjóðaólympíunefndin einnig frá því í morgun að suður-kóreskur nefndarmaður, Ryu Seung-min, hafi fengið jákvæða niðurstöðu í skimun við komuna til Japan.
18.07.2021 - 06:55
Smit í ólympíuhópi Tékka
Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni tékkneska ólympíuliðisins við komuna til Tókíó í dag. Þetta staðfestir tékkneska ólympíunefndin við fréttastofu Reuters. Allir keppendur frá Tékklandi eru komnir á sinn stað í Ólympíuþorpinu og ekkert amar að þeim.
18.07.2021 - 02:48
COVID-19 greindist í Ólympíuþorpinu
Kórónuveirusmit greindist í Ólympíuþorpinu í Tókíó í morgun. Sex dagar eru þar til Ólympíuleikarnir hefjast. Masa Takaya, talsmaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna, segir smitið vera það fyrsta sem greinist eftir skimun í Ólympíuþorpinu. Sá smitaði var sendur í einangrun á hótelherbergi utan þorpsins, hefur AFP fréttastofan eftir Takaya.
17.07.2021 - 04:55
Djokovic keppir í Tókýó
Stórfréttir bárust úr herbúðum serbneska tenniskappans Novak Djokovic í kvöld. Djokovic, sem nýverið sigraði Wimbledon mótið í tennis er búinn að bóka farmiða til Tókýó og kemur til með að taka þátt á Ólympíuleikunum sem hefjast í næstu viku.
Viðtal
Dagur: „Liðið í sínu besta standi síðan ég tók við“
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Japan í handbolta, segir ástandið í Tókýó nokkuð sérstakt, rúmri viku fyrir Ólympíuleika. Neyðarástand ríkir í borginni vegna Covid-19 og stemningin fyrir Ólympíuleikunum því frekar dempuð. Engu að síður hlakkar hann til að taka þátt á leikunum sem heimamaður að þessu sinni.
Átta starfsmenn Ólympíuhótels með COVID-19
Minnst átta starfsmenn á hóteli sem hýsir brasilíska júdókappa á Ólympíuleikunum í Tókíó greindust með COVID-19. Yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Von er á þrjátíu manna hópi frá Brasilíu á laugardag, að sögn AFP fréttastofunnar.
Stór nöfn stimpla sig inn í lið Bandaríkjanna
Nú þegar sléttar fimm vikur eru í opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó og keppnistímabil NBA deildarinnar fer senn að klárast fara línur að skýrast yfir þá körfuboltamenn sem taka þátt á leikunum fyrir hönd Bandaríkjanna.
18.06.2021 - 20:28
Vilja framlengja neyðarástand í Japan
Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa farið fram á að framlengja neyðarástand sem hefur verið í gildi í stórum hluta landsins eftir að COVID-19 bylgja reið yfir fram til 20. júní. Smitin hafa ekki verið fleiri í maí síðan í janúar. Ólympíuleikarnir, sem verða í Tókýó og hefjast 23. júlí, áttu að vera táknmynd þess að Japönum hefði tekist að sigrast á veirunni en horfurnar eru ekki góðar.
25.05.2021 - 18:00