Færslur: Ólympíuleikarnir 2021

Hlutfallslega mjög fá smit tengd Ólympíuleikunum
Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, hefur gefið út heildarfjölda smita í júlí sem tengjast Ólympíuleikunum í Tókýo. Smit eru afar fá miðað við heildarfjölda prófana.
27.07.2021 - 04:50
Keppni lokið á þriðja degi Ólympíuleikanna
Þriðji keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó var í dag. Sem fyrr var nóg um að vera á sjónvarpsrásum RÚV en meðal annars var keppt í sundi, á hjólabrettum, í dýfingum og fimleikum.
26.07.2021 - 17:19
Grátleg töp íslensku þjálfaranna
Alfreð Gíslason og Aron Kristjánsson biðu báðir ósigur með sínum liðum í fyrstu umferð handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Alfreð og Þýskaland biðu ósigur gegn Spáni og Aron og Bahrein töpuðu gegn Svíþjóð.
24.07.2021 - 08:53
Stjórnandi opnunarhátíðar ÓL rekinn degi fyrir leikana
Yfirstjórnandi setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Tókíó, Kentaro Kobayashi, var rekinn í morgun, daginn áður en leikarnir eiga að hefjast. Ástæðan er myndskeið frá árinu 1998 sem nýlega skaut upp kollinum á netinu, þar sem Kobayashi hefur helförina í flimtingum.
22.07.2021 - 06:35
Útilokar ekki að Ólympíuleikunum verði aflýst
Þegar einungis þrír dagar eru í setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó, sem upphaflega áttu að fara fram síðasta sumar, koma fréttir frá skipulagsnefnd leikanna um að ekki sé ennþá útilokað að leikunum verði aflýst. Mörg kórónuveirusmit hafa greinst í tengslum við leikana undanfarið.
Þrír dagar í Ólympíuleikana - Yfir marklínuna með pabba
Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó á föstudaginn. Í aðdraganda leikanna rifjum við því upp nokkur eftirminnileg augnablik í sögu leikanna. Í dag förum við nokkuð aftur í tímann og rifjum upp afrek Bretans Derek Redmond og fallega sögu hans úr 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
Stórfyrirtæki hættir við að auglýsa á Ólympíuleikunum
Þegar einungis fjórir dagar eru í setningarathöfn Ólympíuleikanna í Tókýó ákváðu stjórnendur japanska bílarisans Toyota í dag að auglýsa ekki vöruna sína í sjónvarpi í tengslum við leikana. Þetta gerir fyrirtækið vegna þess að ekki ríkir samstaða innan japönsku þjóðarinnar um leikana.
Þrjú kórónuveirusmit í Ólympíuþorpinu
Tveir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu í Tókíó greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 í morgun. Þeir tengjast þeim sem smitaðist fyrstur í gærmorgun að sögn yfirvalda. Þá greindi Alþjóðaólympíunefndin einnig frá því í morgun að suður-kóreskur nefndarmaður, Ryu Seung-min, hafi fengið jákvæða niðurstöðu í skimun við komuna til Japan.
18.07.2021 - 06:55
Smit í ólympíuhópi Tékka
Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni tékkneska ólympíuliðisins við komuna til Tókíó í dag. Þetta staðfestir tékkneska ólympíunefndin við fréttastofu Reuters. Allir keppendur frá Tékklandi eru komnir á sinn stað í Ólympíuþorpinu og ekkert amar að þeim.
18.07.2021 - 02:48
COVID-19 greindist í Ólympíuþorpinu
Kórónuveirusmit greindist í Ólympíuþorpinu í Tókíó í morgun. Sex dagar eru þar til Ólympíuleikarnir hefjast. Masa Takaya, talsmaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna, segir smitið vera það fyrsta sem greinist eftir skimun í Ólympíuþorpinu. Sá smitaði var sendur í einangrun á hótelherbergi utan þorpsins, hefur AFP fréttastofan eftir Takaya.
17.07.2021 - 04:55
Djokovic keppir í Tókýó
Stórfréttir bárust úr herbúðum serbneska tenniskappans Novak Djokovic í kvöld. Djokovic, sem nýverið sigraði Wimbledon mótið í tennis er búinn að bóka farmiða til Tókýó og kemur til með að taka þátt á Ólympíuleikunum sem hefjast í næstu viku.
Viðtal
Dagur: „Liðið í sínu besta standi síðan ég tók við“
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Japan í handbolta, segir ástandið í Tókýó nokkuð sérstakt, rúmri viku fyrir Ólympíuleika. Neyðarástand ríkir í borginni vegna Covid-19 og stemningin fyrir Ólympíuleikunum því frekar dempuð. Engu að síður hlakkar hann til að taka þátt á leikunum sem heimamaður að þessu sinni.
Átta starfsmenn Ólympíuhótels með COVID-19
Minnst átta starfsmenn á hóteli sem hýsir brasilíska júdókappa á Ólympíuleikunum í Tókíó greindust með COVID-19. Yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Von er á þrjátíu manna hópi frá Brasilíu á laugardag, að sögn AFP fréttastofunnar.
Stór nöfn stimpla sig inn í lið Bandaríkjanna
Nú þegar sléttar fimm vikur eru í opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó og keppnistímabil NBA deildarinnar fer senn að klárast fara línur að skýrast yfir þá körfuboltamenn sem taka þátt á leikunum fyrir hönd Bandaríkjanna.
18.06.2021 - 20:28
Vilja framlengja neyðarástand í Japan
Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa farið fram á að framlengja neyðarástand sem hefur verið í gildi í stórum hluta landsins eftir að COVID-19 bylgja reið yfir fram til 20. júní. Smitin hafa ekki verið fleiri í maí síðan í janúar. Ólympíuleikarnir, sem verða í Tókýó og hefjast 23. júlí, áttu að vera táknmynd þess að Japönum hefði tekist að sigrast á veirunni en horfurnar eru ekki góðar.
25.05.2021 - 18:00