Færslur: Ólympíuleikarnir 2020

Kínverjar draga sig út úr Ólympíuforkeppninni
Kínverska kvennalandsliðið í handbolta mun ekki taka sæti í forkeppninni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ástæðan er nýja kórónaveiran sem á upptök sín í kínversku borginni Wuhan.
04.02.2020 - 10:43
Myndskeið
„Draumur hvers íþróttamanns“
Ólympíuleikar eru á næsta leiti en þeir fara fram í Tókíó í Japan næsta sumar. Að því tilefni var rætt við nokkra íslenska ólympíufara fyrir athöfn íþróttamanns ársins sem fram fór í gærkvöld.
Mo Farah dregur fram gaddaskóna - Með á ÓL í Tókýó
Enski langhlauparinn Mo Farah tilkynnti í dag um það að hann hafi ákveðið að mæta til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar og ætli sér þar að gera sitt besta til að verja titil sinn í 10.000 m hlaupi.
29.11.2019 - 11:20
Viðtal
„Gífurlegt spennufall“
Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að starfa þarna, segir Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðs Barein í handbolta. Liðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó um síðustu helgi í fyrsta sinn.
07.11.2019 - 18:33
„Þarf að fara óhefðbundnar leiðir“
Badmintonspilarinn Kári Gunnarsson á í harðri baráttu við að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Til þess þarf hann að safna stigum inn á heimslista og það er kostnaðarsamt að sækja mót um allan heim til að sækja þau stig. Kári fer óhefðbundnar leiðir og hefur nú hafið hópfjármögnun sem skilar honum vonandi til Tókýó. Kári var í spjalli við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun.
06.11.2019 - 10:57
ÍSÍ veitir innsýn í líf afreksíþróttafólks
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hleypir í lok vikunnar af stokkunum verkefninu Hvernig er dagur í lífi afreksíþróttamanns? á Instagram. Eins og nafnið gefur til kynna er ætlunin að gefa innsýn í það hvernig daglegt líf afreksíþróttafólks er.
05.11.2019 - 12:15
Kári safnar til að reyna við Ólympíuleikana
Kári Gunnarsson, fremsti badmintonmaður Íslands, stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókíó næsta sumar. Hann hefur sett af stað söfnun til að eiga fyrir kostnaðinum við það verkefni.
05.11.2019 - 10:34
Maraþon Ólympíuleikanna verður ekki í Tókýó
Ákveðið hefur verið eftir stíf fundarhöld í Japan að maraþonhlaupin og göngugreinar Ólympíuleikanna næsta sumar verði færðar frá Tókýó norður til Sapporo. Ákvörðunin er tekin í ósátt við borgaryfirvöld í Tókýó sem halda sumarólympíuleikana 2020.
01.11.2019 - 09:16
Aron einum sigri frá Ólympíuleikum
Karlalandslið Barein í handbolta, undir stjórn Arons Kristjánssonar, er aðeins einum sigri frá sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Liðið vann óvæntan sigur gegn Katar í dag.
24.10.2019 - 17:20
Maraþon Ólympíuleikanna líklega ekki í Tókýó
Alþjóða Ólympíunefndin, IOC kynnti í gær áætlanir sínar um að færa maraþonhlaupin og göngugreinarnar frá Tókýó yfir til Sapporo. Ástæðan er gríðarlegur hiti í Tókýó á þeim tíma sem Ólympíuleikarnir verða haldnir næsta sumar.
17.10.2019 - 15:22
Egyptar fá ekki að keppa á HM - ÓL í hættu
Egypsku lyftingafólk hefur verið meinað að keppa á HM í lyftingum sem hófst í Tælandi í gær. Alþjóðalyftingasambandið dæmdi egypska kraftlyftingasambandið í tveggja ára bann vegna ítrekaðra lyfjamála lyftingafólks frá Egyptalandi.
19.09.2019 - 09:36
Gervisnjór á sumarólympíuleikunum í Tókýó?
Mikill hiti hefur verið eitt helsta áhyggjuefnið fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir næsta sumar í Tókýó, höfuðborg Japans. Leikarnir verða settir 24. júlí og standa yfir til 9. ágúst, en á þeim tíma er hitastigið í Tókýó í kringum 35 gráður á celsius og rakinn í kringum 80%.
05.09.2019 - 13:38
Sameinast um breskt landslið á Ólympíuleikunum
Knattspyrnusambönd Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands hafa sameinast um það að tefla fram kvennalandsliði Bretlands í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. Bretland vann sér inn sæti í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gegnum árangur Englands á HM kvenna sem nú stendur yfir í Frakklandi.
30.06.2019 - 15:47
Ætla sér að selja 7,8 milljónir miða á ÓL 2020
Þó enn séu um fimmtán mánuðir þar til sumarólympíuleikarnir 2020 verða settir hefst miðasala á leikana á næstu dögum. Miðasala á viðburði Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Tókýó í Japan á næsta ári hefst á næstu dögum.
19.04.2019 - 16:10
Leið íslenska landsliðsins á Ólympíuleikana
Mestu möguleikar íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó eru í gegnum yfirstandandi heimsmeistaramót í Þýskalandi og Danmörku. Aðeins 12 handboltalið fá keppnisrétt í karlakeppni handboltans á Ólympíuleikum.
  •