Færslur: Ólympíuleikarnir 2020

Ólympíuleikunum aflýst fari þeir ekki fram næsta sumar
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, segir að fari svo að Ólympíuleikarnir í Tókýó geti ekki farið fram á tilsettum tíma næsta sumar verði þeim aflýst.
21.05.2020 - 13:00
Ólympíuleikunum í Tókýó verður ekki frestað aftur
Formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó segir að ekki verði unnt að fresta leikunum frekar. Náist ekki að halda þá sumarið 2021 verði þeim aflýst.
28.04.2020 - 10:00
Myndskeið
Ólympíumeistari sneri aftur í lögregluna
Þegar ákveðið var að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um eitt ár ákvað Ólympíumeistarinn í kanóróðri að leggja sitt af mörkum til samfélagsins á Spáni. Hann snéri því aftur í sitt gamla starf sem lögreglumaður.
05.04.2020 - 09:00
Viðtal
„Bjartsýnn að við náum fleirum inn“
Frestun Ólympíuleikanna um eitt ár hefur skapað ýmis ný viðfangsefni hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Ekki öll neikvæð þó því hópur þeirra sem eiga möguleika á að komast á leikana hefur stækkað.
03.04.2020 - 19:30
„Snýst um að bjarga mannslífum“
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, segir kostnað við frestun á Ólympíuleikunum í Tókýó ekki hafa verið á meðal umræðuefna í viðræðum hans við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Leikarnum, sem áttu að hefjast 24. júlí, var slegið á frest í dag.
24.03.2020 - 18:30
Í þriðja sinn sem Ólympíuleikar í Japan eru færðir til
Það að Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó hafi verið frestað um allt að eitt ár í dag, er ekkert nýtt. Þetta er nefnilega í þriðja sinn frá stofnun nútíma Ólympíuleika 1896 sem Ólympíuleikum sem úthlutað hefur verið til Japana eru færðir til.
24.03.2020 - 14:23
Ólympíuleikunum frestað
Ákveðið hefur verið að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að hefjast 24. júlí í sumar. Leikarnir verði þó haldnir, en í síðasta lagi sumarið 2021. Þetta var staðfest nú rétt í þessu.
24.03.2020 - 12:43
Gríðarlegt mál að fresta Ólympíuleikunum
Thomas Bach forseti IOC, Alþjóða ólympíunefndarinnar opnaði loksins á þann möguleika í gær að Ólympíuleikunum í Tókýó sem eiga að hefjast 24. júlí gæti verið frestað. Hingað til hafa IOC og japönsk stjórnvöld ekki viljað heyra minnst á frestun eða hvað þá aflýsingu.
23.03.2020 - 09:11
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Myndskeið
Kári bjartsýnn á sæti í Tókýó
Kári Gunnarsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í badminton, heldur í vonina um að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, fari þeir fram í sumar. Hann segist þakklátur fyrir að fá að æfa þrátt fyrir að badmintontímabilið sé í algjörri óvissu.
22.03.2020 - 21:01
Myndskeið
Næstlengsta kast Hilmars Arnar
Kastmót fór fram í Laugardalnum í dag, þrátt fyrir samkomubann enda auðsótt að stunda kastgreinar með nægri fjarlægð milli keppenda. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri frá upphafi.
21.03.2020 - 19:28
ÍSÍ fundaði með forseta Alþjóða ólympíunefndarinnar
ÍSÍ, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands átti í gær fjarfund með Thomasi Bach forseta IOC, Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna stöðunnar í heiminum af völdum kórónaveirunnar. Aðeins tæpir fórir mánuðir eru þar til Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast.
19.03.2020 - 08:01
Segir óábyrgt að halda plani með Ólympíuleikana
Hayley Wickenheiser sem á sæti í Alþjóða Ólympíunefndinni, IOC segir það óábyrgt að yfirvöld í Japan sem og IOC hafi gefið það út í gær að þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 muni Ólympíuleikarnir í sumar hefjast 24. júlí eins og alltaf hafi staðið til.
18.03.2020 - 08:00
IOC segir Ólympíuleikana á áætlun
Framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, fundaði í dag vegna Covid-19 faraldursins. Ekki stendur til að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó.
17.03.2020 - 16:09
Íslendingum fjölgar um tvo á Ólympíuleikana í Tókýó
Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson hafa verið valin af FIG, Alþjóða fimleikasambandinu til að dæma í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þar með fjölgar Íslendingum á leikunum um tvo, en aðeins einn keppand hefur enn sem komið er unnið sér inn keppnisrétt á leikana fyrir hönd Íslands.
13.03.2020 - 07:55
Ólympíueldurinn tendraður í skugga COVID-19
Ólympíueldurinn var tendraður við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi í dag en þaðan heldur ólympíukyndillinn af stað í ferðaleg til Tókýó í Japan. Ólympíuleikarnir hefjast þar í borg 24. júlí en Alþjóðaólympíunefndin, IOC, heldur því fram að leikarnir fari fram samkvæmt áætlun þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn.
12.03.2020 - 15:25
Ólympíuleikarnir áfram á áætlun en frestun þó möguleiki
Ólympíumálaráðherra Japans segir koma til greina að seinka Ólympíuleikunum þar til síðar á árinu gerist þess þörf vegna COVID-19 veirunnar. Ráðherrann segir þó allt verða gert til þess að leikarnir geti farið fram samkvæmt áæltun, 24. júlí til 9. ágúst.
03.03.2020 - 14:21
Fyrsta konan sem byrjar hlaupið með ólympíukyndilinn
Ólympíumeistarinn í skotfimi, hin gríska Anna Korakaki, verður fyrsta konan í sögunni sem hleypur fyrsta hluta leiðarinnar með ólympíukyndilinn. Farið verður með hann frá borginni Ólympíu í Grikklandi á ólympíuleikana. Þeir verða haldnir í Tókýó í Japan í júlí. Hingað til hefur það alltaf verið karlmaður sem hefur hlaupið fyrsta hluta leiðarinnar frá Ólympíu.
09.02.2020 - 17:42
„Við hugsum bara um okkar íþróttafólk og heilsu þeirra“
Wuhan-kórónaveiran hefur haft víðtæk áhrif á íþróttalíf heimsins undanfarið. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins á Ólympíuleikunum sem verða haldnir í Tókýó í sumar, segir að fararstjórn hópsins fylgist vel með þróun mála og vonar að veiran hafi sem minnst áhrif á leikana.
04.02.2020 - 18:31
Kínverjar draga sig út úr Ólympíuforkeppninni
Kínverska kvennalandsliðið í handbolta mun ekki taka sæti í forkeppninni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ástæðan er nýja kórónaveiran sem á upptök sín í kínversku borginni Wuhan.
04.02.2020 - 10:43
Myndskeið
„Draumur hvers íþróttamanns“
Ólympíuleikar eru á næsta leiti en þeir fara fram í Tókíó í Japan næsta sumar. Að því tilefni var rætt við nokkra íslenska ólympíufara fyrir athöfn íþróttamanns ársins sem fram fór í gærkvöld.
Mo Farah dregur fram gaddaskóna - Með á ÓL í Tókýó
Enski langhlauparinn Mo Farah tilkynnti í dag um það að hann hafi ákveðið að mæta til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar og ætli sér þar að gera sitt besta til að verja titil sinn í 10.000 m hlaupi.
29.11.2019 - 11:20
Viðtal
„Gífurlegt spennufall“
Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að starfa þarna, segir Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðs Barein í handbolta. Liðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó um síðustu helgi í fyrsta sinn.
07.11.2019 - 18:33
„Þarf að fara óhefðbundnar leiðir“
Badmintonspilarinn Kári Gunnarsson á í harðri baráttu við að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Til þess þarf hann að safna stigum inn á heimslista og það er kostnaðarsamt að sækja mót um allan heim til að sækja þau stig. Kári fer óhefðbundnar leiðir og hefur nú hafið hópfjármögnun sem skilar honum vonandi til Tókýó. Kári var í spjalli við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun.
06.11.2019 - 10:57
ÍSÍ veitir innsýn í líf afreksíþróttafólks
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hleypir í lok vikunnar af stokkunum verkefninu Hvernig er dagur í lífi afreksíþróttamanns? á Instagram. Eins og nafnið gefur til kynna er ætlunin að gefa innsýn í það hvernig daglegt líf afreksíþróttafólks er.
05.11.2019 - 12:15