Færslur: Ólympíuleikarnir 2020

Segja Ólympíuleikana á áætlun þrátt fyrir fjölgun smita
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó segja leikana enn á áætlun. Þannig standi málin jafnvel þó svo að COVID-19 smituðum fari fjölgandi í japönsku höfuðborginni. Leikarnir áttu upphaflega að vera í fyrra en var frestað til ársins í ár vegna heimsfaraldursins. Þeir eiga að hefjast 23. júlí og standa til 8. ágúst.
07.01.2021 - 13:17
Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans boðar að lýst verði yfir neyðarástandi á Stór-Tókíósvæðinu vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins.
Þrír keppast um að verða forsætisráðherra Japans
Tilkynnt var með formlegum hætti í morgun að þrír gæfu kost á sér í kjöri Frjálslynda demókrataflokksins á forsætisráðherraefni Japans.
„Ólympíuleikarnir 2021 verða þeir sem sigruðu Covid“
Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó á næsta ári hvað sem kórónuveirufaraldri líður.
Rýmri tími fyrir Arnar en áður hafði verið gefið út
Alþjóða frjálsíþróttasambandið, World Athletics gaf það út í dag að glugginn til að ná lágmarki í maraþonhlaupi fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafi verið víkkaður út. Hlauparar á borð við Arnar Pétursson sem eygðu von um að komast á Ólympíuleikana í Tókýó geta reynt á ný við lágmarkið í maraþoni frá og með 1. september.
28.07.2020 - 16:07
Slétt ár í ÓL 2021 - Milljarðakostnaður fylgir frestun
Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu samkvæmt upprunalegri áætlun að hefjast á morgun. Leikunum var hins vegar frestað um eitt ár vegna COVID-19 faraldursins og áætlað að þeir hefjist eftir eitt ár, 23. júlí 2021. Kostnaður frestunarinnar rennur á hundruðum milljarða króna.
23.07.2020 - 12:00
Staðföst í að Ólympíuleikar fari fram á næsta ári
Alþjóðaólympíunefndin er staðföst í þeim ásetningi að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó á næsta ári og er að vinna með nokkra möguleika á því hvernig útfærsla leikanna verður. Sú útfærsla ræðst á stöðu COVID-19 faraldursins.
15.07.2020 - 18:10
Sumarólympíuleikarnir 2021 eru enn á dagskrá
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Tókíó í Japan á næsta ári eru bjartsýnir á að unnt verði að tryggja öryggi þátttakenda og gesta þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
13.06.2020 - 04:26
Ólympíuleikunum aflýst fari þeir ekki fram næsta sumar
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, segir að fari svo að Ólympíuleikarnir í Tókýó geti ekki farið fram á tilsettum tíma næsta sumar verði þeim aflýst.
21.05.2020 - 13:00
Ólympíuleikunum í Tókýó verður ekki frestað aftur
Formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó segir að ekki verði unnt að fresta leikunum frekar. Náist ekki að halda þá sumarið 2021 verði þeim aflýst.
28.04.2020 - 10:00
Myndskeið
Ólympíumeistari sneri aftur í lögregluna
Þegar ákveðið var að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um eitt ár ákvað Ólympíumeistarinn í kanóróðri að leggja sitt af mörkum til samfélagsins á Spáni. Hann snéri því aftur í sitt gamla starf sem lögreglumaður.
05.04.2020 - 09:00
Viðtal
„Bjartsýnn að við náum fleirum inn“
Frestun Ólympíuleikanna um eitt ár hefur skapað ýmis ný viðfangsefni hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Ekki öll neikvæð þó því hópur þeirra sem eiga möguleika á að komast á leikana hefur stækkað.
03.04.2020 - 19:30
„Snýst um að bjarga mannslífum“
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, segir kostnað við frestun á Ólympíuleikunum í Tókýó ekki hafa verið á meðal umræðuefna í viðræðum hans við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Leikarnum, sem áttu að hefjast 24. júlí, var slegið á frest í dag.
24.03.2020 - 18:30
Í þriðja sinn sem Ólympíuleikar í Japan eru færðir til
Það að Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó hafi verið frestað um allt að eitt ár í dag, er ekkert nýtt. Þetta er nefnilega í þriðja sinn frá stofnun nútíma Ólympíuleika 1896 sem Ólympíuleikum sem úthlutað hefur verið til Japana eru færðir til.
24.03.2020 - 14:23
Ólympíuleikunum frestað
Ákveðið hefur verið að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að hefjast 24. júlí í sumar. Leikarnir verði þó haldnir, en í síðasta lagi sumarið 2021. Þetta var staðfest nú rétt í þessu.
24.03.2020 - 12:43
Gríðarlegt mál að fresta Ólympíuleikunum
Thomas Bach forseti IOC, Alþjóða ólympíunefndarinnar opnaði loksins á þann möguleika í gær að Ólympíuleikunum í Tókýó sem eiga að hefjast 24. júlí gæti verið frestað. Hingað til hafa IOC og japönsk stjórnvöld ekki viljað heyra minnst á frestun eða hvað þá aflýsingu.
23.03.2020 - 09:11
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Myndskeið
Kári bjartsýnn á sæti í Tókýó
Kári Gunnarsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í badminton, heldur í vonina um að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, fari þeir fram í sumar. Hann segist þakklátur fyrir að fá að æfa þrátt fyrir að badmintontímabilið sé í algjörri óvissu.
22.03.2020 - 21:01
Myndskeið
Næstlengsta kast Hilmars Arnar
Kastmót fór fram í Laugardalnum í dag, þrátt fyrir samkomubann enda auðsótt að stunda kastgreinar með nægri fjarlægð milli keppenda. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri frá upphafi.
21.03.2020 - 19:28
ÍSÍ fundaði með forseta Alþjóða ólympíunefndarinnar
ÍSÍ, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands átti í gær fjarfund með Thomasi Bach forseta IOC, Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna stöðunnar í heiminum af völdum kórónaveirunnar. Aðeins tæpir fórir mánuðir eru þar til Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast.
19.03.2020 - 08:01
Segir óábyrgt að halda plani með Ólympíuleikana
Hayley Wickenheiser sem á sæti í Alþjóða Ólympíunefndinni, IOC segir það óábyrgt að yfirvöld í Japan sem og IOC hafi gefið það út í gær að þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 muni Ólympíuleikarnir í sumar hefjast 24. júlí eins og alltaf hafi staðið til.
18.03.2020 - 08:00
IOC segir Ólympíuleikana á áætlun
Framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, fundaði í dag vegna Covid-19 faraldursins. Ekki stendur til að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó.
17.03.2020 - 16:09
Íslendingum fjölgar um tvo á Ólympíuleikana í Tókýó
Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson hafa verið valin af FIG, Alþjóða fimleikasambandinu til að dæma í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þar með fjölgar Íslendingum á leikunum um tvo, en aðeins einn keppand hefur enn sem komið er unnið sér inn keppnisrétt á leikana fyrir hönd Íslands.
13.03.2020 - 07:55
Ólympíueldurinn tendraður í skugga COVID-19
Ólympíueldurinn var tendraður við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi í dag en þaðan heldur ólympíukyndillinn af stað í ferðaleg til Tókýó í Japan. Ólympíuleikarnir hefjast þar í borg 24. júlí en Alþjóðaólympíunefndin, IOC, heldur því fram að leikarnir fari fram samkvæmt áætlun þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn.
12.03.2020 - 15:25
Ólympíuleikarnir áfram á áætlun en frestun þó möguleiki
Ólympíumálaráðherra Japans segir koma til greina að seinka Ólympíuleikunum þar til síðar á árinu gerist þess þörf vegna COVID-19 veirunnar. Ráðherrann segir þó allt verða gert til þess að leikarnir geti farið fram samkvæmt áæltun, 24. júlí til 9. ágúst.
03.03.2020 - 14:21