Færslur: Ólympíuleikarnir 2020

Krafinn afsagnar fyrir að bíta í gullverðlaun
Takashi Kawamura, borgarstjóri Nagoya í Japan, vakti mikla reiði borgarbúa nýverið. Mynd var birt af honum bíta í ólympíugullmedalíu Miu Goto, landsliðskonu í hafnabolta. Þótti hann sýna mikla vanvirðingu og fannst borgarbúum bitið óheilsusamlegt á tímum heimsfaraldurs. 
15.08.2021 - 07:32
Sögulega lítið áhorf í Bandaríkjunum á Ólympíuleikana
Þó Bandaríkin hafi unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó var áhugi Bandaríkjamanna á leikunum í sögulegu lágmarki. Í það minnsta ef marka má sjónvarpsáhorf sem hefur ekki verið lægra frá útsendingum Sumarólympíuleika síðan NBC sjónvarpsstöðin byrjaði að senda leikana út árið 1988.
10.08.2021 - 20:46
Frakkar Ólympíumeistarar í fyrsta sinn
Kvennalið Frakklands varð í morgun Ólympíumeistari í handbolta í fyrsta sinn. Liðið lagði lið rússnesku Ólympíunefndarinnar örugglega í úrslitaleiknum, 30-25.
Öruggur bandarískur sigur í blakinu
Bandaríkin eru Ólympíumeistarar kvenna í blaki. Bandaríska liðið fór létt með Brasilíu í úrslitaleik í morgun.
Viðtal
„Ég ætla að fara að veiða!“
Þórir Hergeirsson hlakkar til að koma til Íslands að loknum Ólympíuleikum og fara að veiða. Hann er stoltur af liði sínu að rísa upp eftir tap í undanúrslitum handboltakeppninnar í Tókýó og taka bronsið í dag.
Bandarískt gull í körfu - fimmta gull Bird
Bandaríkin unnu Japan með 90 stigum gegn 75 í úrslitaleik kvenna í körfubolta í Tókýó í nótt. Þetta var sjöundi sigur bandaríska liðsins á Ólympíuleikum í röð og fimmta gullið sem Sue Bird vinnur með liðinu og hefur enginn önnur leikið það eftir.
Risasigur færði Noregi bronsið
Þórir Hergeirsson og norska kvennaliðið í handbolta tryggðu sér bronsverðlaunin í nótt. Þær mættu Svíþjóð í bronsleiknum og unnu risasigur, 36-19. Þetta er í þriðja sinn sem Noregur fær brons í handbolta kvenna.
Kipchoge vann maraþon karla
Keníamaðurinn Eliud Kipchoge kom fyrstur í mark í maraþonhlaupi karla. Hann er heimsmethafi og Ólympíumeistari frá 2012.
epaselect epa09364869 A view of the Olympic Flame on the Yume no Ohashi bridge during the Tokyo Olympic Games, in Tokyo, Japan, 25 July 2021.  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
Í BEINNI
Lokahátíð Ólympíuleikanna í Tókýó
Ólympíuleikunum í Tókýó verður formlega slitið á lokahátíð leikanna kl. 11:00 nú þegar allri keppni leikanna er lokið. Að baki er 17 daga íþróttaveisla þar sem flest besta íþróttafólk heims kom saman.
Brasilía varði titilinn í fótbolta karla
Brasilía lagði Spán að velli í úrslitaleik karla í fótbolta í dag með tveimur mörkum gegn einu. Brasilía varði því titil sinn frá því á heimavelli í Ríó 2016.
Frakkar Ólympíumeistarar karla í handbolta
Frakkar tryggðu sér Ólympíumeistaratitil karla í handbolta með sigri á Dönum, fráfarandi meisturum í dag, 25-23. Frakkar eru fyrstir til að verða Ólympíumeistarar karla í þrígang.
Háspenna í maraþoni kvenna
Mikil spenna var á endaspretti maraþonhlaups kvenna á Ólympíuleikunum í nótt. Eftir rúmlega 42 kílómetra skildu aðeins 26 sekúndur fyrsta og þriðja sætið að.
Bandaríkin unnu gullið í körfunni í sextánda sinn
Bandaríska karlalandsliðið í körfubolta varð í nótt Ólympíumeistari eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik, 87-82. Þar með kom bandaríska liðið jafnframt fram hefndum eftir að hafa tapað fyrir Frökkum í fyrsta leik sínum á leikunum í Tókýó.
epa09386773 Athletes start in front of empty seats during the women's 100-meter hurdles final at the 2020 Tokyo Summer Olympics in Tokyo, Japan, 02 August 2021.  EPA-EFE/PETER KLAUNZER EDITORIAL USE ONLY
Í BEINNI
ÓL: Dagur 15 - Golf, karfa, strandblak, dýfingar o.fl.
Næstsíðasti keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó er runninn upp. Úrslit ráðast í mörgum greinum í dag. Sýnt verður frá völdum greinum á rásum RÚV í nótt og fram eftir degi.
07.08.2021 - 01:19
Úrslitin ráðin á fjórtánda degi Ólympíuleikanna
Fjórtánda keppnisdegi Ólympíuleikanna í Tókýó er lokið og að venju er rjóminn af því besta sýndur beint á sjónvarpsrásum RÚV. Úrslitin réðust í fótbolta kvenna, Þórir Hergeirsson og norska landsliðið í handbolta spiluðu í undanúrslitum og boðhlaupin voru áberandi í frjálsíþróttunum.
Rússar slógu þær norsku út rétt eins og í Ríó
Rússland sem varð Ólympíumeistari kvenna í handbolta í Ríó de Janeiro 2016 getur enn varið titil sinn eftir að hafa unnið Noreg í undanúrslitum í dag. Rússar unnu Norðmenn 27-26 í undanúrslitum og mæta Frökkum í úrslitaleik. Þórir Hergeirsson er þjálfari Noregs sem spilar því aðra leikana í röð um brons.
06.08.2021 - 13:47
Frakkar í úrslit
Frakkar eru komnir í úrslit handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir tveggja marka sigur á Svíum, 29-27, í undanúrslitum.
06.08.2021 - 09:51
Vann sín þriðju verðlaun með sínum þriðja félaga
April Ross og Alix Klineman frá Bandaríkjunum urðu í morgun Ólympíumeistarar í strandblaki kvenna eftir sigur á Taliqu Clancy og Mariafe Artacho del Solar frá Ástralíu í úrslitaleik. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð sem Ross vinnur verðlaun, en þetta voru þó hennar fyrstu gullverðlaun.
06.08.2021 - 09:11
Þrettánda degi Ólympíuleikanna lokið
Þrettánda keppnisdegi Ólympíuleikanna í Tókýó er lokið. Að vanda var heilmargt á dagskránni og sýnt frá mörgu af því helsta á sjónvarpsrásum RÚV.
05.08.2021 - 18:38
Bandaríkin og Frakkland mætast í úrslitum körfuboltans
Bandaríkin unnu Ástralíu í undanúrslitum og eru nú komnir í úrslit körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þar mæta þeir Frökkum sem unnu Slóveníu með eins stigs mun.
05.08.2021 - 14:50
Danir mæta Frökkum í úrslitaleiknum
Heimsmeistarar Danmerkur í handbolta karla unnu fjögurra marka sigur á Spáni í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verða því Frakkar og Danir sem mætast í úrslitum.
05.08.2021 - 14:39
Nageotte hirti gullið í stangastökki kvenna
Það var spennandi keppnin í stangastökki kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Katie Nageotte frá Bandaríkjunum vann að lokum gull.
Fjórði maðurinn í sögunni til að fara yfir 9000 stig
Damian Warner, frá Kanada, vann gull í tugþraut á Ólympíumeti. Hann varð með sínum árangri fjórði maðurinn í sögunni til að fara yfir 9000 stig í tugþraut.
Crouser varði gullið með Ólympíumeti
Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser tryggði sér gullið í kúluvarpi karla í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. Crouser vann á nýju Ólympíumeti með kast upp á 23,30 m. Hann bætti eigið Ólympíumet frá því í Ríó 2016 sem var 22,52 m.
05.08.2021 - 03:29
Hlaðvarp
Besta sænska frjálsíþróttafólkið og bréf frá kennara
Sigurbjörn Árni Arngrímsson valdi besta sænska frjálsíþróttafólkið í þætti dagsins í íþróttavarpi RÚV frá Tókýó. Að venju var farið yfir keppni dagsins á Ólympíuleikunum en ýmis furðumál bar líka á góma.
04.08.2021 - 19:35