Færslur: Ólympíuleikarnir 2020

Danir í undanúrslit eftir öruggan sigur á Noregi
Heims- og Ólympíumeistararnir í danska karlalandsliðinu í handbolta geta enn varið Ólympíutitil sinn. Danir unnu öruggan sigur á Noregi, 31-25 í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í Tókýó.
03.08.2021 - 09:38
Sterk endurkoma Spánverja gegn Svíþjóð
Evrópumeistarar Spánar eru komnir í undanúrslit í handbolta karla á Ólympíuleikunum. Þeir lögðu Svíþjóð í morgun með 34 mörkum gegn 33 eftir að hafa verið undir rúmlega þrjá fjórðu hluta leiksins.
Myndband
Warholm setti ótrúlegt heimsmet
Norðmaðurinn Karsten Warholm varð nú rétt í þessu Ólympíumeistari í 400 m grindahlaupi karla á nýju heimsmeti. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að hlaupa greinina á undir 46 sekúndum.
03.08.2021 - 03:45
Viðburðaríkum tíunda degi Ólympíuleikanna lokið
Tíunda keppnisdegi Ólympíuleikanna í Tókýó er lokið. Þá var keppt í fimleikum, frjálsum, fótbolta og svo mörgu öðru en stiklað er á því helsta hér að neðan.
Svíþjóð og Kanada mætast í úrslitaleiknum á ÓL
Kanada og Svíþjóð tryggðu sér sæti í úrslitum í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíar lögðu Ástrali 1-0 og Kanada hafði betur gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sömuleiðis 1-0.
Ótrúlegur endir langstökkskeppninnar
Grikkinn Miltiadis Tentoglou tryggði sér gull í æsispennandi langstökkskeppni karla. Hann stökk 8,41 metra í lokastökki sínu. Það var jafnlangt og Juan Miguel Echevarria frá Kúbu.
Ítalinn Jacobs vann gull í 100 metra hlaupi karla
Lamont Marcell Jacobs frá Ítalíu tryggði sér Ólympíugullið í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Jacobs hljóp á 9,80 sekúndum sem er hans besti tími í greininni.
Bætti 26 ára gamalt heimsmet um 17 sentímetra
Yulimar Rojas frá Venezúela setti nýtt heimsmet í þrístökki á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.
Fyrsta Ólympíugullið í tennis til Þjóðverja síðan 1988
Þjóðverjinn Alexander Zverev er Ólympíumeistari í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa unnið Rússann Karen Khachanov í úrslitum.
Innslag
„Ég tek kannski svona rúm með mér heim“
Það hefur mikið verið rætt um rúmin sem keppendur, þjálfarar og fylgdarlið þeirra eru látin sofa á í Ólympíuþorpinu í Tókýó. Rúmin eru heldur ekkert venjuleg, því Japanir ákváðu að útbúa rúm úr pappakössum fyrir sína gesti á þessum Ólympíuleikum. Við spurðum Íslendingana í Ólympíuþorpinu hvernig sé að sofa á þessum framúrstefnulegu og umhverfisvænu rúmum.
01.08.2021 - 07:59
Schauffele Ólympíumeistari karla í golfi
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele varð í morgun Ólympíumeistari karla í golfi. Hann var með forystuna fyrir lokahringinn í dag og náði að halda aftur af atlögum keppinautanna.
Viðtal
„Eins og fyrir aðra að vinna titilinn“
Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, var eðlilega mjög sáttur við sæti í 8-liða úrslitum handboltakeppninnar í Tókýó. Hann segir mótið ákveðinn sigur fyrir asískan handbolta. Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan, segist stoltur af frammistöðu sinna manna, sem unnu Portúgal í dag.
Gong vann gullið í kúluvarpinu með yfirburðum
Kínverjinn Gong Lijao varð Ólympíumeistari í kúluvarpi kvenna. Hennar lengsta kast var 20,58 m. Það er jafnframt persónulegt met hjá Gong.
01.08.2021 - 03:30
Góður dagur fyrir Ítalíu og heimsmet á níunda degi ÓL
Það voru sett heimsmet í sundi og þrístökki á Ólympíuleikunum í dag. Ítalir halda áfram að vinna eins og allt árið og þá komust tveir íslenskir þjálfarar með lið sín í átta liða úrslit í handbolta karla.
Bencic vann fyrsta Ólympíugull Sviss í tennis kvenna
Belinda Bencic frá Sviss er Ólympíumeistari í einliðaleik kvenna í tennis. Þetta er í fyrsta sinn sem kona vinnur Ólympíugull fyrir Sviss í tennis.
Viðburðaríkum áttunda degi Ólympíuleikanna lokið
Áttundi dagur Ólympíuleikanna í Tókýó er búinn en það var af nógu að taka. Til að mynda var 33 ára gamalt Ólympíumet var slegið í 100 metra hlaupi kvenna og heimsmet voru slegin í sundi.
Viðtal
„Guð minn almáttugur hvað ég er ánægður“
„Ég er svo ánægður með þetta að ég veit ekki hvað ég á að segja ég er bara alveg hrærður yfir þessu öllu saman,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson klökkur eftir að Daniel Ståhl og Simon Pettersson, sem hann þjálfar, röðuðu sér í efstu tvö sætin í kringlukasti karla á Ólympíuleikunum í dag.
31.07.2021 - 15:01
Schauffele efstur fyrir lokahringinn á ÓL
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er efstur í golfkeppni karla fyrir lokahringinn. Hann er höggi á undan heimamanninum Matsuyama Hideki.
31.07.2021 - 08:34
Viðtal
„Maður verður að hafa háleit markmið“
Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, segist hafa háleit markmið til framtíðar, eftir að hafa fallið úr keppni á Ólympíuleikunum í gær. Hann væri til í betri aðstöðu til æfinga heima á meðan veðrið hindrar köst utandyra.
31.07.2021 - 06:46
Keppir ekki á morgun en heldur tveimur áhöldum opnum
Tilkynning barst frá bandaríska Ólympíusambandinu í nótt að bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles muni ekki keppa í úrslitum í stökki og á tvíslá á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrramálið. Ekki sé þó öll nótt úti enn hjá henni í Tókýó hvað varðar keppni.
31.07.2021 - 06:43
Heimsmet hjá Dressel
Bandaríski sundmaðurinn Caeleb Dressel sigraði í 100 m flugsundi á nýju heimsmeti, 49,45 sekúndum. Þetta eru þriðju gullverðlaun hans á leikunum.
31.07.2021 - 04:40
Okagbare féll á lyfjaprófi
Nígeríska hlaupakonan Blessing Okagbare féll á lyfjaprófi og tekur ekki frekari þátt í keppni á Ólympíuleikunum. Hún vann sinn riðil í undanrásum 100 metra hlaups kvenna í gær.
31.07.2021 - 00:49
Heimsmeistararnir slógu út Evrópumeistarana
Ríkjandi heimsmeistararar Bandaríkjanna unnu Evrópumeistara Hollands 2-4 í vítaspyrnukeppni eftir hörkuspennandi leik í átta liða úrslitum í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum.
Djokovic úr leik í Tókýó
Serbinn Novak Djokovic, efsti maður heimslista karla í tennis, féll úr leik í undanúrslitum Ólympíuleikanna í dag. Hann nær því ekki gullnu alslemmunni í ár, en það er sigur á öllum risamótunum fjórum og Ólympíuleikunum.
30.07.2021 - 09:56
Viðtal
„Ég er ekkert að fara heim að gráta mig í svefn“
„Þetta er náttúrulega bara svekkjandi. Ég bara negldi á það, en því miður gekk það bara ekki í dag. Ég á þetta klárlega inni, ég get kastað hrikalega langt og er í góðu formi. En því miður var þetta bara ekki minn dagur,“ sagði kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason við RÚV eftir að hafa lokið keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Öll þrjú köst hans voru ógild.
30.07.2021 - 07:30