Færslur: Ólympíuleikar

Segir skammarlegt hversu langan tíma tók að ná sáttum
Forseti Þýskalands segir skammarlegt að það hafa tekið hálfa öld að semja um greiðslur til syrgjandi ættingja fórnarlamba árásarmanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972.
04.09.2022 - 15:18
Mary krónprinsessa væntanleg til Grænlands
Mary krónprinsessa Danmerkur er væntanleg í heimsókn til Nuuk höfuðstaðar Grænlands dagana 23. til 25 ágúst. Í tilkynningu frá hjálparsamtökunum Mary Fonden tekur krónprinsessan þátt í allmörgum viðburðum meðan á heimsókninni stendur.
Spegillinn
Bæta þarf í lyfjaeftirlit í íþróttum
Enn og aftur er misnotkun á lyfjum í íþróttum komin í brennidepil eftir að að lyf á bannlista greindist í ungum rússneskum keppanda á Ólympíuleikunum. Ekki sér fyrir endann á því máli en það skiptir öllu að hægt sé að treysta því að keppni sé heiðarleg, segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Hann segir ekki auðvelt að segja hve útbreidd misnotkun lyfja er hér og telur þörf á að bæta í eftirlitið.
Hólmfríður Dóra í 32. sæti í risasviginu
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir lenti í 32. sæti í risasvigi kvenna á Olympíuleikunum í Peking. Svissneski heimsmethafinn Lara Gut-Behrami sigraði í keppninni og sú austurríska Mirjam Puchner var önnur.
Á bekknum með Einari Erni
„Óli fær okkur til að trúa“
Flestum er minnisstæður ótrúlegur árangur íslenska landsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Róbert Gunnarsson fyrrum landsliðsmaður segir að liðsfélagi sinn og handboltastjarnan Ólafur Stefánsson hafi hvatt liðsfélaga sína til að trúa því að þeir gætu allt. Þá hættu þeir allir að líta á nokkurn andstæðing sem ósigrandi.
26.12.2021 - 16:00
Krefjast svara um hvar Peng Shuai er niðurkomin
Bandaríkjastjórn og Sameinuðu þjóðirnar krefja Kínastjórn um sönnur fyrir því að tenniskonan Peng Shuai sé heil á húfi. Eins vilja þau fá staðfestingu á því hvar hún sé niðurkomin.
Svíþjóð og Kanada mætast í úrslitaleiknum á ÓL
Kanada og Svíþjóð tryggðu sér sæti í úrslitum í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíar lögðu Ástrali 1-0 og Kanada hafði betur gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sömuleiðis 1-0.
Ítalinn Jacobs vann gull í 100 metra hlaupi karla
Lamont Marcell Jacobs frá Ítalíu tryggði sér Ólympíugullið í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Jacobs hljóp á 9,80 sekúndum sem er hans besti tími í greininni.
Bætti 26 ára gamalt heimsmet um 17 sentímetra
Yulimar Rojas frá Venezúela setti nýtt heimsmet í þrístökki á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.
Fyrsta Ólympíugullið í tennis til Þjóðverja síðan 1988
Þjóðverjinn Alexander Zverev er Ólympíumeistari í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa unnið Rússann Karen Khachanov í úrslitum.
Góður dagur fyrir Ítalíu og heimsmet á níunda degi ÓL
Það voru sett heimsmet í sundi og þrístökki á Ólympíuleikunum í dag. Ítalir halda áfram að vinna eins og allt árið og þá komust tveir íslenskir þjálfarar með lið sín í átta liða úrslit í handbolta karla.
Viðburðaríkum áttunda degi Ólympíuleikanna lokið
Áttundi dagur Ólympíuleikanna í Tókýó er búinn en það var af nógu að taka. Til að mynda var 33 ára gamalt Ólympíumet var slegið í 100 metra hlaupi kvenna og heimsmet voru slegin í sundi.
Viðtal
„Guð minn almáttugur hvað ég er ánægður“
„Ég er svo ánægður með þetta að ég veit ekki hvað ég á að segja ég er bara alveg hrærður yfir þessu öllu saman,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson klökkur eftir að Daniel Ståhl og Simon Pettersson, sem hann þjálfar, röðuðu sér í efstu tvö sætin í kringlukasti karla á Ólympíuleikunum í dag.
31.07.2021 - 15:01
Sló 33 ára gamalt Ólympíumet í 100 metra hlaupi kvenna
Elaine Thompson Herah frá Jamaíku sló 33 ára gamalt Ólympíumet þegar hún vann 100 metra hlaup kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún hljóp á 10,61 sekúndum.
Lærisveinar Vésteins náðu í Ólympíugull og silfur
Svíinn Daniel Ståhl vann gull í kringlukasti karla á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar hann kastaði 68,90 metra. Silfrið tók samlandi hans Simon Pettersson en Véstenn Hafsteinsson þjálfar þá báða.
Heimsmeistararnir slógu út Evrópumeistarana
Ríkjandi heimsmeistararar Bandaríkjanna unnu Evrópumeistara Hollands 2-4 í vítaspyrnukeppni eftir hörkuspennandi leik í átta liða úrslitum í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum.
Miedema sló met - átta mörk í tveimur leikjum
Vivianne Miedema, landsliðskona Hollands í fótbolta og leikmaður Arsenal, er búin að slá met á Ólympíuleikunum. Hún hefur skorað 8 mörk á 177 mínútum á leikunum.
27.07.2021 - 15:42
Viðtal
Anton Sveinn: „Gífurleg vonbrigði og mjög sárt“
Anton Sveinn McKee var töluvert frá sínu besta í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Hann komst ekki áfram og er því úr leik á leikunum.
27.07.2021 - 12:32
Keppni lokið á fjórða degi Ólympíuleikanna
Fjórði keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó var í dag. Sem fyrr var nóg um að vera á sjónvarpsrásum RÚV meðal annars fimleikar, sund og körfubolti.
Viðtal
„Skrítin tilfinning“ að synda á ÓL í fyrsta sinn
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi í frumraun sinni á Ólympíuleikunum í morgun. Hún segist ánægð með bætinguna og vonast til að mæta afslappaðri í 100 metra skriðsundið á miðvikudag.
26.07.2021 - 13:34
Fyrsti tapleikur Bandaríkjanna síðan 2004
Óvænt úrslit urðu í viðureign Frakklands og Bandaríkjanna í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eftir að hafa leitt mest allan leikinn misstu Bandaríkjamenn dampinn undir lok leiksins og töpuðu nokkuð óvænt fyrir sterku frönsku liði. Þetta er fyrsta tap Bandaríkjamanna í riðlakeppni síðan á Ólympíuleikunum árið 2004 í Aþenu.
Myndskeið
Dagur: „Rosalega erfið fæðing“
Japan fékk skell í fyrsta leik sínum í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eftir slæma byrjun náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar aðeins að sýna mátt sinn og megin en það dugði þó skammt og niðurstaðan 47-30. Dagur segir sína menn ekki vana því spila vel á heimavelli.
24.07.2021 - 17:11
Housszu rétt skreið inn í úrslit í 400 metra fjórsundi
Keppni í sundi hófst á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Litlu mátti muna að hin ungverska Katinka Housszu kæmist áfram í úrslit í 400 metra fjórsundi. Ljóst er að sundmenn USA eru ekki eins hraðir í lauginni eins og mátti búast við, stærstu stjörnur landsins eiga eftir að hefja keppni en ljóst að miklar væntingar eru á keppendum liðsins eins og ávallt á Ólympíuleikum.
24.07.2021 - 13:26
Osaka: „Stærsta afrekið á íþróttaferlinum“
Það var tennisstjarnan Naomi Osaka sem tendraði Ólympíueldinn í Tókýó í dag þegar leikarnir árið 2020 voru settir, ári síðar en þeir áttu upphaflega að hefjast. Osaka sem hefur unnið marga frækna sigra á tennisvellinum segir í færslu á Twitter eftir setningarhátíðina að þetta sé stærsta afrekið á hennar ferli.
23.07.2021 - 18:53
Snæfríður og Anton fánaberar á setningarhátíðinni
ÍSÍ tilkynnti í morgun fánabera Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó. Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee verða fánaberar Íslands á setningarhátíðinni sem fram fer á morgun, föstudaginn 23. júlí. Setningarhátíðin hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og mun RÚV sýna beint frá hátíðinni.