Færslur: Ólympíuleikar

Svíþjóð og Kanada mætast í úrslitaleiknum á ÓL
Kanada og Svíþjóð tryggðu sér sæti í úrslitum í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíar lögðu Ástrali 1-0 og Kanada hafði betur gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sömuleiðis 1-0.
Ítalinn Jacobs vann gull í 100 metra hlaupi karla
Lamont Marcell Jacobs frá Ítalíu tryggði sér Ólympíugullið í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Jacobs hljóp á 9,80 sekúndum sem er hans besti tími í greininni.
Bætti 26 ára gamalt heimsmet um 17 sentímetra
Yulimar Rojas frá Venezúela setti nýtt heimsmet í þrístökki á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.
Fyrsta Ólympíugullið í tennis til Þjóðverja síðan 1988
Þjóðverjinn Alexander Zverev er Ólympíumeistari í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa unnið Rússann Karen Khachanov í úrslitum.
Góður dagur fyrir Ítalíu og heimsmet á níunda degi ÓL
Það voru sett heimsmet í sundi og þrístökki á Ólympíuleikunum í dag. Ítalir halda áfram að vinna eins og allt árið og þá komust tveir íslenskir þjálfarar með lið sín í átta liða úrslit í handbolta karla.
Viðburðaríkum áttunda degi Ólympíuleikanna lokið
Áttundi dagur Ólympíuleikanna í Tókýó er búinn en það var af nógu að taka. Til að mynda var 33 ára gamalt Ólympíumet var slegið í 100 metra hlaupi kvenna og heimsmet voru slegin í sundi.
Viðtal
„Guð minn almáttugur hvað ég er ánægður“
„Ég er svo ánægður með þetta að ég veit ekki hvað ég á að segja ég er bara alveg hrærður yfir þessu öllu saman,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson klökkur eftir að Daniel Ståhl og Simon Pettersson, sem hann þjálfar, röðuðu sér í efstu tvö sætin í kringlukasti karla á Ólympíuleikunum í dag.
31.07.2021 - 15:01
Sló 33 ára gamalt Ólympíumet í 100 metra hlaupi kvenna
Elaine Thompson Herah frá Jamaíku sló 33 ára gamalt Ólympíumet þegar hún vann 100 metra hlaup kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún hljóp á 10,61 sekúndum.
Lærisveinar Vésteins náðu í Ólympíugull og silfur
Svíinn Daniel Ståhl vann gull í kringlukasti karla á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar hann kastaði 68,90 metra. Silfrið tók samlandi hans Simon Pettersson en Véstenn Hafsteinsson þjálfar þá báða.
Heimsmeistararnir slógu út Evrópumeistarana
Ríkjandi heimsmeistararar Bandaríkjanna unnu Evrópumeistara Hollands 2-4 í vítaspyrnukeppni eftir hörkuspennandi leik í átta liða úrslitum í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum.
Miedema sló met - átta mörk í tveimur leikjum
Vivianne Miedema, landsliðskona Hollands í fótbolta og leikmaður Arsenal, er búin að slá met á Ólympíuleikunum. Hún hefur skorað 8 mörk á 177 mínútum á leikunum.
27.07.2021 - 15:42
Viðtal
Anton Sveinn: „Gífurleg vonbrigði og mjög sárt“
Anton Sveinn McKee var töluvert frá sínu besta í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Hann komst ekki áfram og er því úr leik á leikunum.
27.07.2021 - 12:32
Keppni lokið á fjórða degi Ólympíuleikanna
Fjórði keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó var í dag. Sem fyrr var nóg um að vera á sjónvarpsrásum RÚV meðal annars fimleikar, sund og körfubolti.
Viðtal
„Skrítin tilfinning“ að synda á ÓL í fyrsta sinn
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi í frumraun sinni á Ólympíuleikunum í morgun. Hún segist ánægð með bætinguna og vonast til að mæta afslappaðri í 100 metra skriðsundið á miðvikudag.
26.07.2021 - 13:34
Fyrsti tapleikur Bandaríkjanna síðan 2004
Óvænt úrslit urðu í viðureign Frakklands og Bandaríkjanna í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eftir að hafa leitt mest allan leikinn misstu Bandaríkjamenn dampinn undir lok leiksins og töpuðu nokkuð óvænt fyrir sterku frönsku liði. Þetta er fyrsta tap Bandaríkjamanna í riðlakeppni síðan á Ólympíuleikunum árið 2004 í Aþenu.
Myndskeið
Dagur: „Rosalega erfið fæðing“
Japan fékk skell í fyrsta leik sínum í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eftir slæma byrjun náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar aðeins að sýna mátt sinn og megin en það dugði þó skammt og niðurstaðan 47-30. Dagur segir sína menn ekki vana því spila vel á heimavelli.
24.07.2021 - 17:11
Housszu rétt skreið inn í úrslit í 400 metra fjórsundi
Keppni í sundi hófst á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Litlu mátti muna að hin ungverska Katinka Housszu kæmist áfram í úrslit í 400 metra fjórsundi. Ljóst er að sundmenn USA eru ekki eins hraðir í lauginni eins og mátti búast við, stærstu stjörnur landsins eiga eftir að hefja keppni en ljóst að miklar væntingar eru á keppendum liðsins eins og ávallt á Ólympíuleikum.
24.07.2021 - 13:26
Osaka: „Stærsta afrekið á íþróttaferlinum“
Það var tennisstjarnan Naomi Osaka sem tendraði Ólympíueldinn í Tókýó í dag þegar leikarnir árið 2020 voru settir, ári síðar en þeir áttu upphaflega að hefjast. Osaka sem hefur unnið marga frækna sigra á tennisvellinum segir í færslu á Twitter eftir setningarhátíðina að þetta sé stærsta afrekið á hennar ferli.
23.07.2021 - 18:53
Snæfríður og Anton fánaberar á setningarhátíðinni
ÍSÍ tilkynnti í morgun fánabera Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó. Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee verða fánaberar Íslands á setningarhátíðinni sem fram fer á morgun, föstudaginn 23. júlí. Setningarhátíðin hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og mun RÚV sýna beint frá hátíðinni.
Þórir: „Eyðum ekki einni hugsun í þetta“
Handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson er sem stendur á fullu í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana ásamt norska kvennalandsliðinu í handbolta. Í samtali við Verdens Gang segir Þórir að liðið geti ekki verið að eyða tíma sínum í að hugsa um eitthvað sem gæti orðið, og á þá við möguleikann á því að Ólympíuleikunum gæti verið aflýst.
Útilokar ekki að Ólympíuleikunum verði aflýst
Þegar einungis þrír dagar eru í setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó, sem upphaflega áttu að fara fram síðasta sumar, koma fréttir frá skipulagsnefnd leikanna um að ekki sé ennþá útilokað að leikunum verði aflýst. Mörg kórónuveirusmit hafa greinst í tengslum við leikana undanfarið.
Þrír dagar í Ólympíuleikana - Yfir marklínuna með pabba
Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó á föstudaginn. Í aðdraganda leikanna rifjum við því upp nokkur eftirminnileg augnablik í sögu leikanna. Í dag förum við nokkuð aftur í tímann og rifjum upp afrek Bretans Derek Redmond og fallega sögu hans úr 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
Djokovic keppir í Tókýó
Stórfréttir bárust úr herbúðum serbneska tenniskappans Novak Djokovic í kvöld. Djokovic, sem nýverið sigraði Wimbledon mótið í tennis er búinn að bóka farmiða til Tókýó og kemur til með að taka þátt á Ólympíuleikunum sem hefjast í næstu viku.
Viðtal
Dagur: „Liðið í sínu besta standi síðan ég tók við“
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Japan í handbolta, segir ástandið í Tókýó nokkuð sérstakt, rúmri viku fyrir Ólympíuleika. Neyðarástand ríkir í borginni vegna Covid-19 og stemningin fyrir Ólympíuleikunum því frekar dempuð. Engu að síður hlakkar hann til að taka þátt á leikunum sem heimamaður að þessu sinni.