Færslur: Ólympíukvöld

Myndskeið
Fyrsti Ólympíumótsmeistari Íslands segir frá einelti
Þáttaröðin Ólympíukvöld fatlaðra hefur göngu sína á RÚV í kvöld. Farið verður yfir Ólympíumót fatlaðra frá upphafi til ársins 2016. Rifjuð verða upp ógleymanleg augnablik með keppendum, þjálfurum og íþróttafréttamönnum sem voru á staðnum.
15.11.2020 - 09:00
Ólympíukvöld
„Á hvaða tíðni er hennar taugakerfi stillt?“
Ellefti og síðasti þáttur Ólympíukvölds er á dagskrá í kvöld. Í þættinum verður það helsta frá síðustu sumarólympíuleikum rifjað upp. Það eru leikarnir í Ríó de Janeiro í Brasilíu 2016.
07.08.2020 - 08:52
Ólympíukvöld
„Ég skildi ekki orð af þessu“
Tíundi og næst síðasti þáttur Ólympíukvölds er á dagskrá RÚV kl. 19:40 í kvöld en þar verða Ólympíuleikarnir í London 2012 til umfjöllunar. Ólafur Stefánsson handboltamaður er gestur þáttarins, líkt og þeir Einar Örn Jónsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson.
06.08.2020 - 13:23
Myndskeið
„Og fyrirskipaði ráðherra að nú skyldi kampavínið sótt“
Ólympíuleikarnir 2008 í Peking eru til umfjöllunar í níunda þætti Ólympíukvölds á RÚV í kvöld kl. 19:40. Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þá til silfurverðlauna.
05.08.2020 - 13:46
Ólympíukvöld
Fékk loksins þá viðurkenningu sem hún átti skilið
Ólympíuleikarnir árið 2000 í Sydney í Ástralíu verða til umfjöllunar í Ólympíukvöldi RÚV í kvöld. Þar unnu Íslendingar mörg frækin afrek. Vala Flosadóttir vann bronsverðlaun í stangarstökki, Örn Arnarson varð fjórði í 200 m baksundi og Guðrún Arnardóttir hljóp í úrslitum 400 m grindahlaups og varð sjöunda.
03.08.2020 - 10:28
„Úff, hvað er ég búinn að gera?“
Jón Arnar Magnússon, Ólympíufari, er meðal gesta í þættinum Ólympíukvöld á RÚV í kvöld. Í þættinum rifjar Jón Arnar meðal annars upp þegar hann skartaði skeggi í fánalitum Íslands á Ólympíuleikunum 1996 í Atlanta.
31.07.2020 - 09:14
Myndskeið
„Það vita allir um þennan mann“
Draumaliðið, bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum 1992, er meðal þess sem er til umfjöllunar í þættinum Ólympíukvöld á RÚV klukkan 19:40 í kvöld.
30.07.2020 - 13:52
Ólympíukvöld
Segir ýktar sögur að hann hafi haldið Jóni Páli föstum
Bjarni Friðriksson bronsverðlaunahafi í júdó frá Ólympíuleikunum í 1984 í Los Angeles verður meðal gesta í Ólympíukvöldi á RÚV í kvöld. Til umfjöllunar í þætti kvöldsins verða Ólympíuleikarnir 1980 í Moskvu og 1984 í Los Angeles þegar Kalda stríðið stóð sem hæst og fjölmargar þjóðir sniðgengu leikana á víxl í pólitískri andstöðu.
28.07.2020 - 09:10
Ólympíukvöld
Olga Korbut fékk Nixon til að gleyma Kalda stríðinu
Ólympíuleikarnir í Tókýó stæðu nú sem hæst yfir ef lífið hefði haldið áfram sinn vanagang. Þó svo að kórónaveiran hafi komið í veg fyrir Ólympíuleikana þetta sumarið verða Ólympíukvöld þó á dagskrá RÚV þó kvöld sem leikarnir hefðu orðið. Í stað þess að fara yfir það helsta frá keppni dagsins, eru minnistæð augnablik frá Ólympíuleikum í gegnum tíðina rifjuð upp.
27.07.2020 - 09:00