Færslur: Ölvunarakstur

Handtekinn eftir bílveltu á Hringbraut
Bíll valt undir mislægum gatnamótum Hringbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík í nótt. Ökumaður og farþegi voru flutt á Bráðadeild til aðhlynningar.
Ók á vitlausum vegarhelmingi við eftirför lögreglu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan tvö í dag tilkynning um ökumann í annarlegu ástandi sem hafði lent í árekstri í Hafnarfirði en flúið af vettvangi.
Sjónvarpsfrétt
Umferð stöðvuð á Hringbraut í átaki gegn ölvunarakstri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp vegartálma á Hringbraut í Reykjavík í kvöld, þar sem hver einasti ökumaður var prófaður með áfengismæli. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að því miður hefðu aðeins liðið nokkrar mínútur þar fyrsti ökumaðurinn mældist ölvaður undir stýri.
Mikið um ölvunarakstur í borginni í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði yfir tíu ökumenn í borginni í nótt, vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Þá var eitt þeirra mála tilkynnt barnaverndaryfirvöldum vegna aldurs ökumannsins. Lögregla gerði að auki foreldrum hans grein fyrir málinu.
Nítján teknir fyrir ölvunarakstur í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nítján ökumenn í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Átta voru gripnir við skipulagt eftirlit á Bústaðavegi, en aðrir á víð og dreif um borgina.
Bílum ætlað að stöðva bandarískar byttur
Ný lög í Bandaríkjunum skylda þarlenda bílaframleiðendur á næstu árum til að búa framleiðsluvöru sína búnaði til að greina áfengismagn í blóði ökumanna. Bílarnir væru þá búnir nemum sem greina áfengisgufur í andardrætti og skynjurum í stýri og ræsirofa.
Útköll vegna ölvunar, hávaða og ólöglegra vopna
Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tíu í gærkvöld vegna umferðaróhapps í Hlíðahverfi í Reykjavík, kemur fram í dagbók lögreglu. Maður var í framhaldi handtekinn grunaður um að hafa valdið tjóni á tveimur bifreiðum undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess að hafa fíkniefni í fórum sér. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Gekk drukkinn í veg fyrir bíla og reyndi að komast inn
Drukkinn maður gekk í veg fyrir bifreiðar á ferð í Efra-Breiðholti í gærkvöldi og reyndi að komast inn í þær. Lögreglu var tilkynnt um athæfið, maðurinn var handekinn og vistaður í fangaklefa vegna ölvunarástands síns.
Líkamsárásir, þjófnaðir og akstur undir áhrifum
Allnokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórum sinnum bárust tilkynningar um líkamsárásir og þremur tilfellum urðu konur fyrir barðinu á árásarmönnum.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Reyndi að bíta lögreglumenn við handtöku
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í nótt sem er sagður hafa ógnað ungmennum. Maðurinn reyndi þá að bíta lögreglumenn við handtökuna og var hann vistaður í fangageymslu.
Konu hrint niður stiga á veitingahúsi
Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöld, þar sem konu var hrint niður stiga. Hún hlaut höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Konan var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað meira um líðan konunnar að svo stöddu.