Færslur: Ölvun

Ógnaði konu með hnífi og rændi farsíma hennar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í allmörg horn að líta í gærkvöld og í nótt, eitthvað var um ölvun, slys, innbrot og gripdeildir. Einn gistir fangageymslur eftir hópslagsmál í miðborginni og lögreglan handtók mann sem hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni farsíma.
Í mörg horn að líta hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu
Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fjölmargar tilkynningar bárust lögreglunni um ofurölvi fólk sem var sjálfu sér og öðrum til vandræða eða algerlega ósjálfbjarga svo lögregla þurfti að koma því til aðstoðar.
Reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna á Mallorca
Fjöldi veitingahúsa á spænsku eyjunni Mallorca hefur tekið upp strangar reglur um klæðaburð viðskiptavina, til þess reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna.
21.06.2022 - 03:38
Braut rúðu á bráðamóttökunni í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í nótt sem hafði brotið rúðu á bráðamóttökunni. Maðurinn var í annarlegu ástandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. 
03.04.2022 - 08:41
Ölvaður átti bágt með að komast inn í eigið hús
Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Þrettán manns gista fangageymslur eftir nóttina. Hnífamaður gekk um borgina og ofurölvi maður átti í vandræðum með að komast inn í eigið hús.
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Gekk drukkinn í veg fyrir bíla og reyndi að komast inn
Drukkinn maður gekk í veg fyrir bifreiðar á ferð í Efra-Breiðholti í gærkvöldi og reyndi að komast inn í þær. Lögreglu var tilkynnt um athæfið, maðurinn var handekinn og vistaður í fangaklefa vegna ölvunarástands síns.
Of margir barir á kostnað verslana
Fjölgun bara og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur á kostnað verslana er ein ástæða ölvunar og ofbeldis um helgar segir borgarfulltrúi minnihlutans. Fulltrúi meirihlutans segir opnunartímann bundinn aðalskipulagi og verði ekki breytt með skömmum fyrirvara.