Færslur: Ólöglegt atvinnuhúsnæði

Telja að um 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði
Um fjögur þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kom í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, á Alþingi í dag, við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen, þingflokksformanns Vinstri grænna.
Yfir þúsund með lögheimili í iðnaðarhúsnæði
Á höfuðborgarsvæðinu eru tæplega hundrað börn skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði. Ný athugun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sýnir að óleyfisbúseta hefur færst mjög í aukana. Í flestum tilvikum eru brunavarnir í lagi en það eru líka dæmi um að eigendur húsnæðis sýni skoðunarmönnum ógnandi tilburði og geri slökkviliðinu erfitt fyrir að tryggja öryggi íbúa.