Færslur: Olíuvinnsla

Átján ríki Bandaríkjanna í mál við Joe Biden
Stjórnvöld í Texas og 17 öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa höfðað mál á hendur Joe Biden, Bandaríkjaforseta, vegna tilskipunar hans um að afturkalla heimild fyrir lagningu fjórða áfanga hinnar umdeildu Keystone XL-olíuleiðslu. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, sendi frá sér tilkynningu þessa efnis síðla dags í gær. Í kærunni er því haldið fram að Biden hafi ekki lagalega heimild til að breyta einhliða orkulöggjöf, sem þingið hafi samþykkt.
18.03.2021 - 02:15
Ratcliffe sagður mæta andófi íslenskra bænda
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. Auðkýfingurinn breski hefur keypt víðfeðm víðerni á Íslandi, til verndar og viðhaldi laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
17.01.2021 - 16:04
OPEC-ríkin ákveða hve mikið verði framleitt af olíu
Fulltrúar Samtaka olíuframleiðsluríkja og samstarfsríkja þeirra funda á mánudaginn til að ákveða hve mikið skulu framleiða af olíu í febrúar. Vonir standa til að eftirspurn eftir olíu fari vaxandi eftir mikinn samdrátt á síðasta ári.
02.01.2021 - 06:29
Danir ákveða að hætta olíuvinnslu
Danir ætla ekki að veita frekari leyfi til olíuleitar og hætta olíuvinnslu í Norðursjó árið 2050. Samkomulag tókst um þetta á danska þinginu í gærkvöld. Samkomulaginu er fagnað og Danir telja sig vera að gefa öðrum þjóðum fordæmi til eftirbreytni.
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.