Færslur: Olíuverð

Viðtal
Ekki rætt um aðgerðir vegna hækkandi olíuverðs
Ríkisstjórnin hefur enn sem komið er ekki haft til skoðunar að grípa til sérstakra aðgerða vegna síhækkandi olíuverðs að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann bendir á að eins og staðan sé í dag standi ríkisstjórnin fyrir tugmilljarða ívilnunum fyrir vistvæna bíla.
03.06.2022 - 12:57
Olíuverð lækkaði á mörkuðum í dag
Olíuverð lækkaði um yfir fimm prósent á mörkuðum í dag. Ástæður lækkunarinnar eru meðal annars raktar til minnkandi eftirspurnar vegna viðbragða helstu banka ýmissa ríkja við vaxandi verðbólgu. Eins hafa nokkur ríki tilkynnt um að gripið verði til varabirgða olíu.
07.04.2022 - 00:35
Hefði viljað meiri festu í viðbrögðum stjórnvalda
Samgönguútgjöld hafa hækkað um 20% á undanförnum tólf mánuðum samkvæmt nýrri úttekt. Formaður Neytendasamtakanna hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast við hækkandi eldsneytisverði af meiri festu.
22.03.2022 - 22:06
Óttast að hátt matvælaverð auki á matarskort í heiminum
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna óttast að hátt orkuverð og mikil verðhækkun á hvers kyns matvöru, sem hvort tveggja má að miklu leyti rekja má til innrásar Rússa í Úkraínu, geti valdið matarskorti um allan heim.
Enn beita Kínverjar útgöngubanni í baráttu við veiruna
Næstum þrjátíu milljónir Kínverja sæta nú útgöngubanni um gjörvallt landið. Mikil fjölgun smita hefur leitt af sér upptöku fjöldasýnataka og sjá má heilbrigðisstarfsfólk í hlífðarbúningum á strætum stórborga.
15.03.2022 - 05:54
Hráolíuverð komið niður fyrir 100 dali tunnan
WTI Hráolíuverð er komið niður fyrir 100 Bandaríkjadali fyrir tunnuna. Meðal ástæðna er minnkandi eftirspurn í Kína og bjartsýni um að friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna skili árangri.
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Stuðningur við aukna olíuframleiðslu lækkar verð
Olíuverð hefur lækkað nokkuð eftir að Sameinuðu arabísku furstadæmin greindu frá stuðningi sínum við að framleiðsla verði aukin. Verð á Brent hráolíu féll um 17 af hundraði um tíma eftir yfirlýsingu furstadæmanna.
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Verðbólguþrýstingur meiri en búist var við
Seðlabankinn birtir nýja verðbólguspá um miðjan nóvember. Hagfræðingur Seðlabankans segir verðbólguþrýsting hafa verið meiri en búist var við. Engu að síður geri Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga fari niður í 2,5 prósent á seinni hluta næsta árs.
17.10.2021 - 17:41
Aðgerða þörf vegna dýrtíðar og bensínverðs
Stjórnvöld hafa tæki í hendi til að tryggja að verðbólga komi ekki hart niður á þeim sem síst skyldi. Lækkun á olíugjaldi og öðrum lífsnauðsynjum er þar á meðal segir forseti ASÍ. Forseti ASÍ segir stjórnvöld þurfa að llíta á álögur á lífsnauðsynjar og þar með talið olíu og grípa til aðgerða til að aukin dýrtíð komi ekki niður á þeim sem síst skyldi.  
17.10.2021 - 10:19
Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.
Bensínlítri hefur hækkað um nærri 11 krónur undanfarið
Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um allt að 11 krónur síðustu vikur og dísilolía um 9 krónur lítrinn. Þetta kemur fram á vef FÍB. Skýringa er að leita á hráolíumarkaðinum en verð á Brent hráolíu var í upphafi vikunnar það hæsta sem sést hefur í meira en eitt ár.
17.02.2021 - 09:15
Erlent · Innlent · Neytendamál · Bensín · eldsneytisverð · FÍB · Jemen · Sádi Arabía · Íran · OPEC · Olíuverð · umferð