Færslur: Olíuverð

Verðbólguþrýstingur meiri en búist var við
Seðlabankinn birtir nýja verðbólguspá um miðjan nóvember. Hagfræðingur Seðlabankans segir verðbólguþrýsting hafa verið meiri en búist var við. Engu að síður geri Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga fari niður í 2,5 prósent á seinni hluta næsta árs.
17.10.2021 - 17:41
Aðgerða þörf vegna dýrtíðar og bensínverðs
Stjórnvöld hafa tæki í hendi til að tryggja að verðbólga komi ekki hart niður á þeim sem síst skyldi. Lækkun á olíugjaldi og öðrum lífsnauðsynjum er þar á meðal segir forseti ASÍ. Forseti ASÍ segir stjórnvöld þurfa að llíta á álögur á lífsnauðsynjar og þar með talið olíu og grípa til aðgerða til að aukin dýrtíð komi ekki niður á þeim sem síst skyldi.  
17.10.2021 - 10:19
Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.
Bensínlítri hefur hækkað um nærri 11 krónur undanfarið
Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um allt að 11 krónur síðustu vikur og dísilolía um 9 krónur lítrinn. Þetta kemur fram á vef FÍB. Skýringa er að leita á hráolíumarkaðinum en verð á Brent hráolíu var í upphafi vikunnar það hæsta sem sést hefur í meira en eitt ár.
17.02.2021 - 09:15
Erlent · Innlent · Neytendamál · Bensín · eldsneytisverð · FÍB · Jemen · Sádi Arabía · Íran · OPEC · Olíuverð · umferð