Færslur: Olíusjóðurinn

Spegillinn
Olía, kvótakerfið og þjóðarsjóður
Alveg frá því á sjöunda áratugnum að hyllti í norska olíuævintýrið var það viðmiðun að olían væri þjóðarauðlind sem ætti að koma allri þjóðinni til góða. Liður í þessu var stofnun þjóðarsjóðs fyrir um þrjátíu árum. Á Íslandi hefur einnig verið rætt um auðlinda- eða þjóðarsjóð, hugmyndir sem hafa flækst saman við hvað ætti að telja auðlind í þjóðareign.
20.01.2021 - 11:06
Olíusjóðurinn tapar þrátt fyrir öflugan ársfjórðung
Norski olíusjóðurinn tapaði 188 milljörðum norskra króna, jafnvirði tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Tapið er mikið þrátt fyrir að annar ársfjórðungur sé sá öflugasti í sögu sjóðsins þegar hagnaður nam 1162 milljörðum norskra króna, tæpum 18 þúsund milljörðum íslenskra króna.
18.08.2020 - 10:39
Strangar reglur gilda um olíusjóð Norðmanna
Eftirlaunasjóður norska ríkisins, Statens pensjonfond utland, oftast nefndur olíusjóðurinn, er öflugasti ríkisfjárfestingasjóður veraldar. Sjóðurinn var stofnaður 1990 og síðan þá hafa safnast í hann upphæðir sem eru óskiljanlegar fyrir allt venjulegt fólk.
27.02.2018 - 14:14