Færslur: Olíumengun

Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Búið að hreinsa upp eftir olíuleka á Suðureyri
Búið er að hreinsa dísilolíu, sem lak úr tanki Orkubús Vestfjarða, upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri í Súgandafirði. Fylgst verður með hvort mengunar gætir aftur þegar snjóa leysir.
21.03.2022 - 18:00
Dagar og jafnvel vikur af hreinsunarstörfum framundan
Vel gengur að hreinsa díselolíu sem lak úr olíutanki Orkubús Vestfjarða upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri. Minni jarðvegsmengun varð af lekanum en leit út fyrir.
10.03.2022 - 20:18
Um 9.200 lítrar af olíu láku út í sjó á Suðureyri
​​​​​​​Alls láku um 9.200 lítrar af olíu frá kyndistöð Orkubús Vestfjarða á Suðureyri út í sjó í lok síðustu viku, samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Það er níu sinnum meira en fyrst var talið að hefði farið út í sjó.  
09.03.2022 - 11:06
Steypt í sprungur El Grillo og flotkvíar settar upp
Fimmtíu milljónum króna verður varið til aðgerða vegna olíuleka frá hinu sokkna skipi El Grillo í Seyðisfirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Keyptar verða flotkvíar til að fanga olíubrák frá El Grillo ef olía berst áfram upp á yfirborðið. Þá verður þess freistað í sumar að steypa í sprungur á tveimur tönkum skipsins til að stoppa olíulekann.
Sjónvarpsfrétt
Hreinsunarbúnaður settur í jörð og hús á Hofsósi
Umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir á Hofsósi, í þeim tilgangi að hreinsa bensínmengun úr jarðvegi í þorpinu. Sérstakur hreinsibúnaður verður settur ofan í jörðina og inn í hús. Á þriðja ár eru síðan mörg þúsund lítrar láku úr birgðatanki bensínstöðvar N1 á Hofsósi.
Sveitarstjórn Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur sent frá sér fyrirmæli um úrbætur vegna bensínmengunar á Hofsósi. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir það valda vonbrigðum að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda sveitarfélagsins.
30.11.2021 - 12:34
Hreinsun á Hofsósi gæti tekið um 2 ár
Verkís hefur skilað inn úrbótaáætlun vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Þar eru lagðar til umtalsverðar aðgerðir og er gert ráð fyrir að hreinsunarstarf taki allt að tvö ár.
13.10.2021 - 13:34
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Enn olíumengun á Hofsósi
Enn hefur ekki verið bundinn endi á olíumengunina frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Fyrirtækið hefur lagt fram drög að úrbótaáætlun til Umhverfisstofnunar en ekki verður farið af stað í framkvæmdir fyrr en skýr áætlun er tilbúin.
06.09.2021 - 10:29
Glíma við olíumengun í Mexíkóflóa
Starfsmenn olíu- og gasvinnslufyrirtækisins Talos Energy keppast nú við að ná böndum yfir allstóran, ílangan olíuflekk í Mexíkó-flóa. Olían virðist streyma úr leiðslum neðansjávar.
06.09.2021 - 04:06
Olíubrák frá Sýrlandi stefnir að ströndum Kýpur
Stjórnvöld á Kýpur fylgjast nú grannt með allstórum olíuflekki sem stefnir hraðbyri að norðurströnd eyjarinnar. Olían barst frá orkuveri á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands í síðustu viku eftir að leki kom að olíutanki.
01.09.2021 - 02:12
Olíumengun í höfninni á Siglufirði
Olía barst í höfnina á Siglufirði í gær og varð af henni nokkur mengun. Stóran olíuflekk rak inn eftir innsiglingunni og endaði við flotbryggjur í innri höfninni.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að flakið ryðgi í sundur
Enn lekur olía úr flaki El Grillo í Seyðisfirði þrátt fyrir umfangsmiklar og dýrar aðgerðir í fyrrasumar til að koma í veg fyrir leka. Talið er að enn séu 10-15 tonn af olíu í skipinu.
17.08.2021 - 10:30
Shell greiðir skaðabætur fyrir leka í Nígeríu
Olíurisinn Shell greiðir Ejama-Ebubu þjóðflokknum í Nígeríu 111 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna, í skaðabætur vegna ríflega hálfrar aldar olíumengunarslyss. Mikil olía lak úr leiðslum fyrirtækisins á tíma Bíafra-stríðsins á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. 
12.08.2021 - 05:15
Myndskeið
Vilja dómsúrskurð til að hreinsa lóð bílapartasölu
Svalbarðsstrandarhreppur hefur farið fram á dómsúrskurð til að hefja hreinsun með valdboði á lóð bílapartasölunnar Auto við Svalbarðsströnd. Eigandi fyrirtækisins segir engar líkur á að til þess komi. Hreinsun sé langt komin.
24.11.2020 - 19:56
Talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja það að slíkur búnaður virki sem skildi, eftir að talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum fyrir helgi.
Skriður að komast á rannsókn olíumengunar á Hofsósi
Í dag leggur Umhverfisstofnun mat á þær hreinsunaraðgerðir sem gripið hefur verið til vegna olíumengunar á Hofsósi og hvaða ráðstafana er þörf til viðbótar. Sveitarstjórinn í Skagafirði gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og hefur sveitarfélagið ákveðið að hefja sjálfstæða rannsókn.
Myndskeið
Dómkvaddur matsmaður meti mengunartjón á Hofsósi
Eigendur veitingastaðar á Hofsósi hafa óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður meti tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna olíumengunar frá bensínstöð N1. Staðurinn hefur verið lokaður í átta mánuði og þau vilja kanna hvort grundvöllur sé fyrir dómsmáli.
30.09.2020 - 20:26
Rannsaka hvort holræsakerfið á Hofsósi er olíumengað
Sveitarfélagið Skagafjörður undirbýr nú rannsókn á því hvort olíumengun hafi borist í holræsakerfið á Hofsósi. Jarðvegur í þorpinu er mengaður eftir olíuleka frá bensínstöð N1. Þá vill sveitarfélagið að Umhverfisstofnun geri úttekt á því hversu útbreidd mengunin er.
Olíumengun í Siglufjarðarhöfn
Nokkur olíumengun er í Siglufjarðarhöfn og fjörum í kringum bæinn.
30.08.2020 - 13:15
Umfang mengunar enn óráðið
Enn er verið að meta umfang jarðvegsmengunar þar sem olíutankur við afgreiðslustöð N1 á Hofsósi lak. Rúmlega hálft ár er síðan fjölskylda þurfti að flýja að heiman vegna mengunarinnar.
24.06.2020 - 13:18
Myndskeið
Húsið dæmt óíbúðarhæft eftir bensínlekann á Hofsósi
Hús fimm manna fjölskyldu á Hofsósi var í síðasta mánuði dæmt óíbúðarhæft vegna leka í olíutanki handan götunnar. Þau þakka fyrir að hafa ákveðið að flytja strax út í desember.
18.06.2020 - 16:01
Myndskeið
Þrjátíu bílhlöss af mengun
Þrjátíu bílfarmar af olíumenguðum jarðvegi reyndust vera við Elliðaárnar í Reykjavík. Talið er að sökudólgurinn sé olíutankur, sem rifinn var fyrir þrjátíu árum. Heilbrigðisfulltrúi segir vanta stað fyrir úrgang af þessu tagi. 
18.05.2020 - 19:37