Færslur: olíuleki

„Það þýðir ekkert að drepa heilan fjörð af fuglum“
Samtök um náttúru-, umhverfis- og dýravernd krefjast rannsóknar á mengunarslysi á Suðureyri sem olli dauða 208 æðarfugla. Starfsfólk Náttúrustofu Vestfjarða hefur fundið 140 æðarfuglshræ við Súgandafjörð og hafa 68 fuglar verið aflífaðir.
Dagar og jafnvel vikur af hreinsunarstörfum framundan
Vel gengur að hreinsa díselolíu sem lak úr olíutanki Orkubús Vestfjarða upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri. Minni jarðvegsmengun varð af lekanum en leit út fyrir.
10.03.2022 - 20:18
Martraðakennd aðkoma eftir olíuleka á Suðureyri
Súgfirðingar hafa staðið í ströngu við að bjarga æðarfugli eftir að um níu þúsund lítrar af olíu fóru þar í sjóinn úr olíutanki Orkubús Vestfjarða. Orkubússtjóri segir augljóslega hafa verið pottur brotinn hjá fyrirtækinu.
09.03.2022 - 19:57
Steypt í sprungur El Grillo og flotkvíar settar upp
Fimmtíu milljónum króna verður varið til aðgerða vegna olíuleka frá hinu sokkna skipi El Grillo í Seyðisfirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Keyptar verða flotkvíar til að fanga olíubrák frá El Grillo ef olía berst áfram upp á yfirborðið. Þá verður þess freistað í sumar að steypa í sprungur á tveimur tönkum skipsins til að stoppa olíulekann.
Myndskeið
Flutningaskip strandaði við Japan og brotnaði í tvennt
Mannbjörg varð þegar timburflutningaskipið Crimson Polaris sem siglir undir fána Panama strandaði í dag nærri hafnarborginni Aomori norðanvert í Japan. Við strandið brotnaði skipið í tvennt, skuturinn lyftist upp og olía streymdi í hafið.
12.08.2021 - 14:18