Færslur: Olís deild karla

Fram vann botnslaginn í Safamýrinni
Fram hafði betur gegn ÍR 27-24 í botnslagnum í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. ÍR er enn án stiga eftir fjóra leiki.
03.10.2020 - 20:17
Ótrúlegur endasprettur tryggði Selfyssingum stig
Magnaður endasprettur tryggði Selfyssingum stig gegn KA í kvöld. KA var með fimm marka forystu þegar aðeins átta mínútur voru til leiksloka en Selfyssingar gáfust ekki upp og tryggðu sér jafntefli með marki á lokasekúndum leiksins.
18.09.2020 - 21:10
Ótrúlegur 19 marka sigur Vals
Valur er með fullt hús stiga í Olís-deild karla en liðið vann ÍR í kvöld með 19 marka mun. ÍR-ingar hafa nú tapað báðum leikjum sínum í deildinni og eru því án stiga.
18.09.2020 - 19:13
Mikilvægir sigrar HK og Stjörnunnar
18. umferð Olísdeildar karla í handbolta hófst í dag þar sem tveir leikir voru á dagskrá. Báðir voru þeir mikilvægir í neðri helmingi deildarinnar.
15.02.2020 - 19:45
FH blandar sér í toppbaráttu með sigri á Fjölni
FH vann góðan fimm marka sigur á botnliði Fjölnis í Dalhúsum í Olísdeild karla í handbolta í dag. Markvörður FH átti stórleik og varði yfir helming þeirra skota sem hann fékk á sig.
09.02.2020 - 19:46
Mikilvægur sigur Eyjamanna í Mosfellsbæ
ÍBV sigraði Aftureldingu í Mosfellsbæ í Olísdeild karla í handbolta í dag. ÍBV sigraði með sex stiga mun, 26-32, í miklum baráttuleik þar sem nóg var um brottvísanir og vítaköst
09.02.2020 - 18:40
Olísdeild karla: Selfoss og Stjarnan með góða sigra
Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í handbolta í dag. Selfoss vann KA með fimm marka mun 31-26 á Akureyri en Grímur Helgason, þjálfari Selfoss, hættir með liðið eftir tímabilið. Þá tapaði HK á heimavelli fyrir Stjörnunni með fimm marka mun.
08.02.2020 - 19:50
Olísdeild karla hefst í kvöld eftir 44 daga hlé
Sex leikir fara fram í Olísdeild karla í handbolta í kvöld þegar deildin hefst aftur eftir 44 daga hlé.
28.01.2020 - 10:51
Haukar og Akureyri með sigra í dag
Tveimur af fjórum í Olís deild karla í handbolta sem fram fara í dag er nú lokið. Haukar unnu góðan sigur á Fram í Hafnafirði, 34-28 en þeir hafa nú unnið báða leiki sína eftir að hafa fengið skell gegn KA. Þá lagði Akureyri topplið Aftureldingar á heimavelli, lokatölur 25-22.
07.10.2018 - 18:12
Kristófer Fannar til liðs við FH
Markvörður­inn Kristó­fer Fann­ar Guðmunds­son er geng­inn til liðs við FH og mun hann leika með félaginu í Olís-deild karla út leiktíðina. Kristófer sem er 27 ára gamall lék ekkert á síðustu leiktíð vegna meiðsla en þar áður lék hann með Aftureldingu. Hann á að baki einn A-landsleik fyrir Íslands hönd.
06.10.2018 - 08:00
ÍR og Haukar komin á blað - Fram vann KA
Þrír leikir fóru fram í Olís deild karla í dag. ÍR vann frábæran sigur á Íslands- og bikarmeisturum ÍBV í Breiðholtinu, 31-27 lokatölur. Fram vann góðan sigur á nýliðum KA í Safamýri, 26-21 og þá unnu Haukar fimm marka sigur á Akureyri, 31-26.
22.09.2018 - 19:49
Selfoss og Afturelding með fullt hús stiga
Tveir leikir fóru fram í Olísdeild karla í handbolta í kvöld og lauk þar með 2. umferð deildarinnar. Selfoss vann góðan sigur á Akureyri á útivelli og þá vann Afturelding eins marks sigur á ÍR í Mosfellsbæ í hádramatískum leik. Lokatölur á Akureyri 30-36 og 28-27 í Mosfellsbænum.
17.09.2018 - 21:47
Dramatík í Safamýri - Afturelding sigraði
Öllum þremur leikjum Olís deildar karla í handbolta í dag er nú lokið. Mikil dramatík var í leik Fram og Vals en honum lauk með jafntefli, lokatölur í Safamýri 25-25. Í Garðabænum vann Afturelding góðan sigur á Stjörnunni, lokatölur 27-22 Mosfellingum í vil.
09.09.2018 - 20:38
ÍBV kom til baka og náði í stig gegn Gróttu
Olís deild karla í handbolta hófst með látum í dag þegar ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar ÍBV komu til baka gegn Gróttu eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik. Lokatölur 30-30 í Vestmannaeyjum í dag.
09.09.2018 - 17:37
Íslenski handboltinn fer af stað í dag
Olís deild karla í handbolta hefst í dag með þremur leikjum. Má segja að íslenska handbolta tímabilið fari opinberlega af stað þegar ÍBV fær Gróttu í heimsókn til Vestmannaeyja klukkan 16:00. Klukkan 18:00 er Reykjavikurslagur milli Fram og Vals. Þá mætast Stjarnan og Afturelding klukkan 19:30 í Garðabænum.
09.09.2018 - 14:15
Selfoss og Ester báru af á lokahófi HSÍ
Lokahóf HSÍ fór fram í gærkvöld þar sem tilkynnt var um val á bestu, mikilvægustu og efnilegustu leikmönnum í Olís deildum karla og kvenna. Þá voru þjálfarar ársins einnig tilkynntir. Öll verðlaun gærkvöldsins má sjá hér að neðan.
26.05.2018 - 11:19
FH aðhefst ekki frekar í máli Gísla
Handknattleiksdeild FH hefur gefið frá sér tilkynningu þess efnis að félagið muni ekki aðhafast meira í máli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Andra Heimis Friðrikssonar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.
18.05.2018 - 19:11
ÍBV stakk af í lokin - Staðan 1-0 í einvíginu
Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi ÍBV og FH um Íslandsmeistaratitilinn fór fram í Eyjum í dag. Fór það svo að heimamenn unnu á endanum sex marka sigur, lokatölur 32-26. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
12.05.2018 - 19:28
FH tryggði sér oddaleik
FH lagði Selfoss með þremur mörkum í framlengdum leik í kvöld og tryggði sér þar með oddaleik sem sker úr um hvort liðið mætir ÍBV í úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Lokatölur í Hafnafirði 41-38 FH í vil.
05.05.2018 - 21:37
ÍBV komið í úrslit eftir að hafa sópað Haukum
ÍBV gerði sér lítið fyrir og sendi Hauka í sumarfrí er liðið vann þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Lokatölur 27-25 og ÍBV komið í úrslit þar sem liðið mætir FH eða Selfossi.
05.05.2018 - 18:50
Selfoss lagði FH í framlengdum leik
Selfoss og FH léku fyrsta leik sinn í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld. Liðin urðu jöfn að stigum í deildarkeppninni en Selfyssingar unnu báða leiki þeirra í vetur og nutu auk þess heimavallarins. Eftir framlengdan leik voru það Selfyssingar sem fóru með tveggja marka sigur af hólmi. Lokatölur 36-34 og heimamenn því komnir 1-0 yfir í einvíginu.
25.04.2018 - 21:37
Atli Már mögulega ekki meira með Haukum
Atli Már Báruson, leikmaður Hauka í úrvalsdeild karla í handbolta, meiddist á æfingu fyrir leik liðsins gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins og er óvíst með þáttöku hans í komandi leikjum. Atli Már gat lítið beitt sér í leik liðanna í gær en ÍBV fór með tveggja marka sigur af hólmi, 24-22, og leiða þeir því 1-0 í einvíginu.
25.04.2018 - 17:42
Viðtöl
Haukar og Selfoss í undanúrslit
Haukar gerðu sér lítið fyrir og sendu ríkjandi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí er liðið vann öruggan 10 marka sigur í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta, lokatölur 29-19. Þá kom Selfoss til baka gegn Stjörnunni en Selfyssingar unnu leikinn með tveggja marka mun, lokatölur 30-28.
16.04.2018 - 21:46
ÍBV og FH komin í undanúrslit
ÍBV og FH komust í dag í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta. ÍBV vann ÍR með fjögurra marka mun í Breiðholti, lokatölur 30-26. FH vann svo Aftureldingu í Mosfellsbæ, lokatölur 27-23 Hafnfirðingum í vil.
15.04.2018 - 18:19
Haukar komnir 1-0 yfir gegn Val
Stórbrotinn síðari hálfleikur Hauka gegn Val að Hlíðarenda í dag þýðir að liðið er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta. Haukar unnu leikinn með tveggja marka mun, 22-20, en Valur hafði verið fimm mörkum yfir í hálfleik.
14.04.2018 - 20:07