Færslur: Olía

Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Gagnrýni
Sex höfundar, sex persónur, sex sjónarhorn
Olía er fyrsta skáldsaga höfundahópsins Svikaskálda. Bókin er nokkuð óvenjuleg tilraun sem rífur í margar tilfinningar og hugmyndir okkar um samtímann, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
30.11.2021 - 14:14
Kínverjar ásakaðir um atlögu að flutningaskipum
Stjórnvöld á Filippseyjum saka kínversku strandgæsluna um að hafa sprautað vatni á fley sem flytja vistir til hermanna á Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Ríki deila mjög um yfirráð á hafsvæðinu.
Olíu- og kolaframleiðendur óhræddir eftir COP26
Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow um helgina virðist hafa lítil áhrif á orkugeirann og stórfyrirtæki í orkugeiranum virðast óhrædd við niðurstöðuna. Virði hlutabréfa í kínverskum kolafyrirtækjum hefur afar lítið lækkað og ríkisolíufélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna gerir ráð fyrir 600 milljarða dala fjárfestingum í olíugeiranum næsta áratuginn.
15.11.2021 - 14:27
Erlent · Asía · Stjórnmál · Umhverfismál · COP26 · Kol · Olía · jarðgas · Loftslagsmál
Fulltrúar olíufyrirtækja svara ásökunum þingnefndar
Fulltrúar stærstu olíufyrirtækjanna í Bandaríkjunum sitja nú eiðsvarnir undir spurningum eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin sakar fyrirtækin um að hafa leynt niðurstöðum yfir fjörutíu ára gamala rannsókna um áhrif notkunar jarðefnaeldsneytis á umhverfið. 
AGS ræður ríkisstjórnum frá því að niðurgreiða olíu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður ríkisstjórnum frá því að niðurgreiða eldsneyti til þess að bregðast við hækkandi verði. Sjóðurinn gaf það út í dag að frekar ætti að hjálpa þeim sem mest þyrftu á að halda og yrðu verst úti vegna verðhækkana. Almennar niðurgreiðslur á orku væru óhagkvæmar og nýttust ekki síst þeim sem síst þyrftu.
13.10.2021 - 15:19
Innlent · Olía · Orka · verðlag
Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.
Olíubrák frá Sýrlandi stefnir að ströndum Kýpur
Stjórnvöld á Kýpur fylgjast nú grannt með allstórum olíuflekki sem stefnir hraðbyri að norðurströnd eyjarinnar. Olían barst frá orkuveri á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands í síðustu viku eftir að leki kom að olíutanki.
01.09.2021 - 02:12
Ákærður fyrir að selja olíu til Norður Kóreu á laun
Alríkisdómari í New York heimilaði Bandaríkjastjórn að gera olíuskipið M/T Courageous upptækt. Eigandi þess er ákærður fyrir að laumast framhjá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu í hagnaðarskyni.
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
OPEC-ríkin ákveða hve mikið verði framleitt af olíu
Fulltrúar Samtaka olíuframleiðsluríkja og samstarfsríkja þeirra funda á mánudaginn til að ákveða hve mikið skulu framleiða af olíu í febrúar. Vonir standa til að eftirspurn eftir olíu fari vaxandi eftir mikinn samdrátt á síðasta ári.
02.01.2021 - 06:29
Hækkun hrávöru merki um að botni kórónukreppu sé náð
Sérfræðingar álíta að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki. Hækkandi hrávöruverð sé til marks um aukna bjartsýni eftir að greint var frá árangri við þróun þriggja bóluefna við kórónuveirunni.
24.11.2020 - 06:17
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.
Samþykktu að framlengja skerta olíuframleiðslu
Aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu í dag að framlengja það sem hefur verið kallað sögulegu samkomulagi um olíuframleiðslu og bíða með að ná fullri framleiðslugetu á ný.
06.06.2020 - 17:38
Efnahagsmál · Erlent · Asía · OPEC · Olía
Lestin
Dragdrottningin og olíuveldið
Hún er leikkona, söngkona, sjónvarpsþáttafrömuður og fyrirsæta. Hún er sköllóttur karlmaður og hárprúð drottning: dragmóðir heimsins sem berst ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og annarra undirokaðra hópa. En hún er líka olíubarón.
24.05.2020 - 16:50
Menningarefni · Vökvabrot · drag · dragmenning · RuPaul · Olía · Gas · RÚV núll
Trump vill kaupa 75 milljónir tunna af olíu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita sér fyrir því að alríkisstjórnin noti tækifærið nú þegar olíuverð er í sögulegu lágmarki og kaupi 75 milljónir tunna af olíu til að fylla á vara- og neyðarbirgðir sínar. „Við erum að bæta í varabirgðirnar okkar, neyðarbirgðirnar," sagði forsetinn á upplýsingafundi Hvíta hússins á mánudagskvöld. „Og við ætlum að bæta allt að 75 milljónum tunna í þær birgðir." Trump tók fram að þetta yrði því aðeins gert að fjárveiting fengist frá þinginu.
21.04.2020 - 00:37
Olíuframleiðsluríki náðu samkomulagi
Stærstu olíuframleiðsluríki heims náðu samkomulagi í dag sem ráðamenn segja sögulegt. Framleiðsla verður minnkuð tímabundið til þess að ýta upp verðinu á hráolíu sem hefur hríðfallið vegna minni eftirspurnar sökum kórónuveirufaraldursins og verðstríðs Rússa og Sádi Araba. 
12.04.2020 - 22:57
Efnahagsmál · Erlent · Olía · OPEC
Verðhrun skilar sér ekki að fullu til neytenda
Hröð lækkun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti hefur ekki skilað sér að fullu til íslenskra neytenda, að mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið áætlar að álagning olíufélaganna sé 14 krónum hærri á hvern lítra í dag en hún var í janúar og febrúar.
03.04.2020 - 13:26
Viðtal
Skellurinn nú mun léttbærari en árið 2008
Hlutabréf um allan heim hrundu í verði í dag vegna mikillar lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu og ótta fjárfesta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Gengi bréfa lækkaði í öllum skráðum félögum í íslensku kauphöllinni. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að þessi skellur nú verði mun styttri og léttbærari á Íslandi en sá sem dundi á í bankakreppunni árið 2008.
09.03.2020 - 19:54
Verðhrun á olíumörkuðum
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um nær þriðjung síðan viðræður Samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC) og Rússa um þak á olíuframleiðslu hinna síðarnefndu fóru út um þúfur á föstudag. Verðið á tunnu af Norðursjávarolíu var í kvöld 34,29 Bandaríkjadalir, samkvæmt bandarísku viðskiptafréttastöðinni CNBC.
08.03.2020 - 23:15
Viðskipti · Erlent · Asía · Evrópa · Olía
Myndskeið
Þrettánda bensínstöðin opnuð á Akureyri
Bæjarfulltrúi á Akureyri vill að bæjarstjórn beiti sér fyrir fækkun bensínstöðva í bænum. Verið er að byggja þrettándu bensínstöðina á Akureyri.
05.11.2019 - 17:44
Spegillinn
Eina olíukynta húsið á höfuðborgarsvæðinu
Ársæll Árnason býr í eina húsinu á höfuðborgarsvæðinu sem kynt er með olíu. Húsið stendur í miðri Reykjavík. Húsið er líka líklega það eina þar sem rafmagnið er tengt úr rafmagnsstaur sem stendur fyrir utan húsið. Hann segir að borgin vilji rífa húsið og neitar honum um heitaveitu
03.10.2019 - 16:00
 · Innlent · Olía · Hitaveita
Spegillinn
Þrír staðir alfarið háðir olíu
Aðeins örfá heimili á Íslandi nota olíu til kyndingar. Olía er alfarið notuð á þremur stöðum, í Flatey á Breiðafirði, í Grímsey og á Grímsstöðum á Fjöllum. Líklegt er að orkuskiptin hafi lítil áhrif á þessa staði og að olía verði notuð áfram um ókoma tíð.
02.10.2019 - 16:30
 · Innlent · Olía · Umhverfismál
Útkall vegna árekstrar og olíuleka
Fimm bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í dag. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og þurfti meðal annars að hreinsa olíu sem lak á veginn.
Erfitt að spá um hver áhrifin verða
Sérfræðingur í eldsneytismálum segir erfitt að spá fyrir um hver áhrif olíuverðshækkana verða vegna drónaárásarinnar í Sádi-Arabíu. Vari ástandið áfram geti það haft talsverð efnahagsleg áhrif.
17.09.2019 - 17:00
 · Innlent · Erlent · Olía