Færslur: Olía
Snörp lækkun olíuverðs á heimsmarkaði
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert undanfarna daga. Verð á dælunni hér heima hefur ekki fylgt þeirri þróun enn sem komið er, en neytendur ættu að búast við lækkun á næstu dögum.
23.06.2022 - 13:16
Ný atlaga að Kyiv gæti verið yfirvofandi
Ráðamenn í Kreml eru sagðir ráðgera nýja atlögu gegn Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þrátt fyrir að sú fyrsta hafi runnið algerlega út í sandinn. Háttsettir menn innan stjórnarflokks Rússlands eru sigurvissir.
28.05.2022 - 03:50
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar.
19.05.2022 - 10:06
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
19.05.2022 - 04:20
Segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg með þvingunum sem beint er að rússneska orkugeiranum. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessum orðum forsetans á vef sínum.
18.05.2022 - 02:00
Þjóðverjar ætla að hætta olíuinnflutningi frá Rússlandi
Þýsk stjórnvöld hyggjast stöðva allan innflutning rússneskrar olíu til Þýskalands fyrir árslok, hvort sem samskomulag næst um innflutingsbann í Evrópusambandinu eða ekki. Úkraínuforseti hvetur Evrópuríki til að hætta að kaupa olíu af Rússum.
16.05.2022 - 06:31
Olíufyrirtæki sádí-arabíska ríkisins malar gull
Hagnaður olíufyrirtækisins Saudi Aramco, sem er nær alfarið í eigu sádí-arabíska ríkisins, jókst um 82% á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs ef miðað er við sama ársfjórðung í fyrra.
15.05.2022 - 10:18
Olían trompar tæknina: Aramco verðmætara en Apple
Sádi-arabíski olíurisinn Aramco er verðmætasta fyrirtæki heims, miðað sölugengi hlutabréfa í lok viðskipta í gær, miðvikdag, og hefur þar með tekið fram út rafeindarisanum Apple. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi fyrirtæki hafa sætaskipti á toppi listans yfir verðmætustu fyrirtæki heims, því þetta gerðist líka árið 2020.
12.05.2022 - 06:26
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árás nærri Súez-skurði
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árás sem gerð var á vatnsdælustöð austan við Súez-skurð. Að minnsta kosti ellefu egypskir hermenn féllu í árásinni.
09.05.2022 - 02:10
Salman konungur Sádí Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu var lagður inn á sjúkrahús í gær af ótilgreindum ástæðum. Ríkisfréttamiðill konungdæmisins greindi frá þessu í morgun en allt kapp hefur verið lagt að þagga niður vangaveltur um bága heilsu konungsins sem tekinn er að reskjast.
08.05.2022 - 08:07
Pólland og Eystrasaltsríkin vígja nýja gastengistöð
Pólland og Eystrasaltsríkin vígðu í gær nýja tengistöð við gasleiðslu sem tengir ríkin í norðaustanverðum hluta Evrópusambandsins við aðra hluta þess. Það er mikilvægur liður í að draga úr þörfinni fyrir rússneskt jarðgas.
06.05.2022 - 05:10
Rússar nær tvöfalda tekjurnar af eldsneytisútflutningi
Tekjur Rússa af sölu jarðefnaeldsneytis til Evrópusambandsríkja hafa nær tvöfaldast á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að þeir réðust inn í Úkraínu. Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu. Meginástæða þessa er feiknarleg hækkun á eldsneytisverði, sem er bein afleiðing stríðsins. Sú verðhækkun gerir meira en að vega upp á móti minnkandi útflutningi.
28.04.2022 - 07:12
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.
21.04.2022 - 06:40
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands ætla að hittast á fjarfundi í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Innrásin í Úkraínu verður ofarlega á baugi í samtali þeirra.
11.04.2022 - 05:35
Ræða leiðir til að hætta kaupum á rússnesku gasi
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands ætla að ræða hvernig liðsinna megi ríkjum Evrópu við að draga úr þörf fyrir jarðgas frá Rússlandi. Þeir hittast í Lundúnum á morgun, föstudag.
08.04.2022 - 03:10
Sakar Þjóðverja og Frakka um of náin tengsl við Rússa
Jaroslaw Kaczynski, varaforsætisráðherra Póllands sakar Þjóðverja og Frakka um að vera of halla undir málstað Rússa. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann sem fordæmir framferði þýskra stjórnvalda í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu.
03.04.2022 - 03:00
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
14.03.2022 - 04:45
Hlé á viðræðum um kjarnorkusamning við Írani
Hlé hefur verið gert á samningaviðræðum um kjarnorkusamning við Írani vegna utanaðkomandi ástæðna. Samningur er þó nánast tilbúinn að sögn Joseps Borrell utanríkismálastjóra Evrópusambandsins.
11.03.2022 - 23:45
Peningar flæða í olíusjóð Norðmanna
Stríðið í Úkraínu hefur valdið verulegri hækkun á olíu og gasi.Norðmenn hafa áhyggjur. Óvæntir peningar velta inn í sjóði landsmanna, og enginn veit hvað á að gera við þá. Tekjur ríkissjóðs af orkusölu gætu sexfaldast.
11.03.2022 - 14:07
Tveimur Bandaríkjamönnum sleppt frá Venesúela
Tveir Bandaríkjamenn voru látnir lausir úr fangelsi í Venesúela í gær, nokkrum dögum eftir heimsókn bandarískra embættismanna til Nicolasar Maduro forseta. Tilgangur heimsóknarinnar var að semja um olíukaup.
09.03.2022 - 06:10
Bandaríkin banna innflutning á rússneskri olíu
Bandaríkjamenn ætla að banna innflutning á rússneskri olíu. Fréttaveiturnar Bloomberg og AP greindu frá þessu nú laust eftir hádegið. Líklegt er að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni um bannið síðar í dag.
08.03.2022 - 14:36
Gull og olía hækka en verðbréf lækka
Verð á olíu og gulli hækkar hratt en verðbréf lækka vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
07.03.2022 - 03:23
Verðlækkun á hlutabréfamörkuðum
Verð á hlutabréfamörkuðum í Asíu lækkaði í dag eftir að eldur kviknaði í Saporisjsjia-kjarnorkuverinu í Úkraínu en það er stærsta kjarnorkuverið í Evrópu. Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að japanska Nikkei-vísitalan hafi lækkað um 2,5% og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 2,6%. Þá hækkaði verð á hráolíu.
04.03.2022 - 08:35
Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum
Tvær gríðarmiklar sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld og næturhimininn yfir borginni er sveipaður rauðgulum bjarma. Fregnir herma að olíubirgðastöð nærri bænum Vasylkiv suður af Kænugarði standi í ljósum logum eftir eldflaugaárás. Rússar gera nú harða atlögu að næststærstu borg Úkraínu, Kharkiv í austurhluta landsins.
27.02.2022 - 00:52
Olía og sjálfstæði Grænlands í nýjum Borgen-þáttum
Á sunnudagskvöld hóf danska ríkissjónvarpið útsendingar á fjórðu þáttaröðinni af Borgen (Höllinni), sem fjallar um dönsk stjórnmál og Birgitte Nyborg, sem var forsætisráðherra Danmerkur í fyrri seríum. Nú er hún utanríkisráðherra og stendur frammi fyrir vandamálum þegar auðugar olíulindir finnast á Grænlandi. Nýja þáttaröðin fjallar að miklu leyti um sjálfstæði Grænlands, umhverfismál og áhuga stórvelda á norðurslóðum. Fyrsta þættinum hefur verið vel tekið.
18.02.2022 - 06:30