Færslur: Ölgerðin

Fremur róleg frumraun hjá Ölgerðinni
Fyrsti viðskiptadagur Ölgerðarinnar á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var fremur rólegur. Gengi hlutabréfa félagsins stóð í 10,04 krónum á hlut við opnun markaða í morgun en lækkaði lítillega í viðskiptum dagsins og stóð í 9,99 krónum við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta með hlutabréf félagsins nam 299 milljónum króna.
09.06.2022 - 16:55
Fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar
Rúmlega fjórföld eftirspurn var í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk klukkan 16 í gær. Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna.
28.05.2022 - 16:12
30% hlutur í Ölgerðinni seldur í hlutafjárútboði
29,5% hlutur í Ölgerðinni verður seldur í almennu hlutafjárútboði. Útboðið er undanfari skráningar félagsins á Aðalmarkað kauphallar Nasdaq á Íslandi og hefst klukkan 10 á mánudaginn í næstu viku. Því lýkur kl. 16 föstudaginn 27. maí. Fyrsti viðskiptadagur verður fimmtudagurinn 9. júní.
16.05.2022 - 20:38
Sjónvarpsfrétt
Ölgerðin gefur starfsfólki hlutabréf
Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.
Greiða stjórnvaldssekt vegna drykkjauppstillinga
Gosdrykkjaframleiðendurnir Ölgerðin og Coca-Cola hafa undirgengist sátt við Samkeppniseftirlitið sem eiga að koma í veg fyrir samkeppnishamlandi háttsemi á drykkjarvörumarkaði.
18.07.2020 - 17:33
Spegillinn
Innflutningur raskast minna en ætla mætti
Stærstu flutningsfyrirtækin á Íslandi, hafa fækkað skipum í rekstri og breytt flutningsleiðum vegna COVID-19. Heildsalar segjast ekki verða varir við skort eða truflanir í innflutningi, hingað komi öll aðföng og matvæli sem hafi verið pöntuð, einu hnökrarnir tengist kannski klósettpappír - en það skrifast ekki á skort heldur aukna eftirspurn. 
08.04.2020 - 15:01
Viðtal
Umhugað um kolefnisspor gosdósa
Innflutningur á bragðbættu vatni, gosdrykkjum og óáfengu öli hefur aukist mikið á síðustu tveimur árum. Stærstu drykkjarframleiðendurnir á Íslandi, Ölgerðin og CCEP, áður Vífilfell, fara ólíkar leiðir í innflutningi og framleiðslu.
25.09.2019 - 16:26