Færslur: Ölfusá

Eigandi bakpokans kominn í leitirnar
Flokkur björgunarsveitarmanna frá björgunarsveitinni Árborg var kallaður út að svæði neðan Ölfusárbrúar í kvöld til leitar í ánni.
09.08.2021 - 22:29
Gabbið óvenjulegt en ekki einsdæmi
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti um að hann hefði séð mann, sem hann nafngreindi, falla í Ölfusá. Í ljós kom að maðurinn nafgreindi sjálfan sig og fylgdist með leitinni frá árbakkanum. Hann á yfir höfði sér sekt eða ákæru, að sögn yfirlögregluþjóns. Málið sé óvenjulegt en ekki einsdæmi.
27.05.2020 - 15:53
Laus úr haldi lögreglu eftir útkall að Ölfusá
Rúmlega tvítugur karlmaður sem var handtekinn í nótt vegna útkalls að Ölfusá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Samkvæmt tilkynningu til lögreglu í nótt féll maður í Ölfusá. Það reyndist ekki rétt. Maðurinn viðurkenndi að hafa hringt eftir aðstoð lögreglu vegna málsins og gaf sínar skýringar á því, að því er segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Faldi sig í runna við Ölfusá á meðan leitað var
Rannsókn stendur yfir á tilkynningu í nótt um að maður hafi fallið í Ölfusá. Tilkynningin reyndist vera gabb. Björgunarsveitir, lögregla, sjúkraflutningalið og slökkvilið voru kölluð út og stóð leitin í um tvo tíma. Sá sem tilkynnti um málið hafði falið sig í runna við ána. Samkvæmt tilkynningunni var það hann sjálfur sem hafði farið í ána.
Tilkynning reyndist gabb
Lögreglu tók fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi tilkynningu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt.
27.05.2020 - 04:03
Leit hafin að nýju við Ölfusá
Lögregla og björgunarsveitir eru byrjaðar að nýju leit að manni sem ók bíl sínum í Ölfusá á móts við Hótel Selfoss seint í gærkvöld. Leitað var árangurslaust langt fram á nótt, en hlé var gert seint í nótt og fram að birtingu.
26.02.2019 - 10:07
Bann við netaveiði úrskurðað ólögmætt
Félagsmönnum í Veiðifélagi Árnesinga var ekki heimilt að samþykkja bann við netaveiði í Ölfusá og Hvítá. Þetta er niðurstaða Fiskistofu. Hluti félagsmanna tók í vor aðalfund félagsins yfir og knúði fram bann, þeir sem voru ósáttir kærðu. 
„Þurfum meira heitt vatn fyrir fleira fólk“
"Það fjölgar hratt í Árborg og við þurfum að bregðast við því. Afkastageta svæðanna tveggja þar sem við tökum heitt vatn er fullnýtt. Við þurfum að finna nýtt orkuöflunarsvæði. Að bora og koma holu í nothæft stand tekur tíma, svo það er ekki eftir neinu að bíða“, segir Gunnar Egilsson formaður Bæjarráðs í Árborg. Selfossveitur standa nú fyrir tilraunaborunum við Ölfusá.
22.01.2016 - 17:12