Færslur: Ölfus

Tjónaskýrsla af Ingólfsfjalli verður send lögreglu
Töluverð náttúruspjöll voru unnin á Ingólfsfjalli í Ölfusi á mánudag. Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir jákvætt að almenningur sé orðinn meðvitaðri um slíkt.  
20.04.2022 - 20:30
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði
Tíu mínútum fyrir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 3,15 á Hellisheiði. Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Ölfusi.
Elliði í sóttkví en sér fyrir endann á hópsýkingu
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, er kominn í sóttkví vegna smits sem kom upp í framhaldsskólanum á Selfossi. Mörg smit hafa einnig komið upp í Þorlákshöfn, en víðtæk skimun hefur farið fram í sveitarfélaginu.
30.04.2021 - 09:47
Áfram fjölgar smitum í Þorlákshöfn
Að minnsta kosti eitt kórónuveirusmit hefur greinst til viðbótar í Þorlákshöfn. Þar voru 200 skimaðir í dag eftir að grunskólanemandi í bænum greindist með COVID-19. Enn hefur ekki verið lokið við að greina öll sýnin. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segist telja að smitið tengist hópsýkingunni í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Ramma. Staðfest smit í bæjarfélaginu eru nú 14 og Elliði telur að þau tengist öll sömu hópsýkingunni. 
28.04.2021 - 22:12
„Við erum búin að hægja mjög á öllu í samfélaginu“
Öll starfsemi í Þorlákshöfn er í hægagangi vegna fjölda smita sem hafa komið þar upp síðustu daga. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Á vef HSU eru tveimur fleiri skráðir í einangrun í dag en í gær, og því eru staðfest smit í sveitarfélaginu orðin 13.
Hópsmit virðist komið upp í Þorlákshöfn
Hópsmit virðist komið upp í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segir þó að ekki sé um stóran hóp að ræða og vonast sé til að nægilega snemma hafi verið gripið inn í til að komast hjá frekari útbreiðslu veirunnar.
26.04.2021 - 04:56
Myndskeið
58 lóðir í Þorlákshöfn fóru á tveimur dögum
Umframeftirspurn er eftir lóðum í Þorlákshöfn. 58 lóðir sem auglýstar voru fóru á aðeins tveimur dögum. Bæjarstjórinn segir að draga þurfi um lóðir og því sitji einhverjir eftir með sárt ennið.
Stórhuga áform um fiskeldi og orkuframleiðslu
Stórhuga áform eru uppi um mikla uppbyggingu fiskeldis á landi í og við Þorlákshöfn. Stefnt er á svo mikla framleiðslu á eldisfiski að sveitarfélagið Ölfus er farið að huga að stofnun nýs orkufyrirtækis til að mæta orkuþörfinni sem af því skapast.
15.04.2021 - 07:00
Ekki allir ferðalangar sem virða lokun Reykjadals
Dæmi eru um að ferðalangar fari framhjá lokunarskiltum í Reykjadal í Ölfusi, en dalurinn hefur verið lokaður fyrir göngufólki af öryggisástæðum og til að hlífa gróðri síðan um miðjan apríl. Vonast er til að hægt verði að opna dalinn sem fyrst.
11.05.2020 - 13:17
Reykjadalur lokaður vegna aðstæðna
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að búið er að loka gönguleiðinni um Reykjadal í Ölfusi, sem er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Annars vegar er það gert af öryggisástæðum og hins vegar til að hlífa gróðri í dalnum.
21.04.2020 - 10:48
Mikið tjón í óveðrinu: „Það er allt á kafi í snjó inni“
„Þegar ég kem og sé inn um dyrnar sé ég að það er allt á kafi í snjó inni. Og þegar ég fer inn um dyrnar sé ég að það skefur bara langt inn í hús.“ Þannig lýsir Már Guðmundsson, garðyrkjumaður í starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, aðkomunni að gróðurhúsum og garðskála skólans rétt fyrir ofan Hveragerði í morgun. Þar varð mikið tjón í aftakaveðri í morgun. Þak fauk af rúmlega 1.000 fermetra garðskála skólans og rúður brotnuðu í honum og öllum gróðurhúsum á svæðinu.
05.04.2020 - 16:51
Innlent · Veður · Óveður · Hamfarir · Ölfus · Suðurland
Rafmagn komið á í Hveragerði og Ölfusi
Fólk og fyrirtæki í Hveragerði og Ölfusi hafa haft aðgang að rafmagni í nótt, en í takmörkuðu magni þó. Búið er að sækja og tengja þrjár dísilrafstöðvar sem eiga að duga til að tryggja öllum rafmagn í dag. Allt rafmagn fór af Hveragerði og stórum hluta Ölfuss um nónbil í gær, er alvarleg bilun varð í aðveitustöð Rarik í Hveragerði. Nokkru fyrir miðnætti hafði tekist að leiða nóg rafmagn frá Selfossi og Þorlákshöfn inn á kerfið til að tryggja öllum straum sem þurftu yfir blánóttina.
08.08.2018 - 06:20