Færslur: Ölfus

Ekki allir ferðalangar sem virða lokun Reykjadals
Dæmi eru um að ferðalangar fari framhjá lokunarskiltum í Reykjadal í Ölfusi, en dalurinn hefur verið lokaður fyrir göngufólki af öryggisástæðum og til að hlífa gróðri síðan um miðjan apríl. Vonast er til að hægt verði að opna dalinn sem fyrst.
11.05.2020 - 13:17
Reykjadalur lokaður vegna aðstæðna
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að búið er að loka gönguleiðinni um Reykjadal í Ölfusi, sem er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Annars vegar er það gert af öryggisástæðum og hins vegar til að hlífa gróðri í dalnum.
21.04.2020 - 10:48
Mikið tjón í óveðrinu: „Það er allt á kafi í snjó inni“
„Þegar ég kem og sé inn um dyrnar sé ég að það er allt á kafi í snjó inni. Og þegar ég fer inn um dyrnar sé ég að það skefur bara langt inn í hús.“ Þannig lýsir Már Guðmundsson, garðyrkjumaður í starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, aðkomunni að gróðurhúsum og garðskála skólans rétt fyrir ofan Hveragerði í morgun. Þar varð mikið tjón í aftakaveðri í morgun. Þak fauk af rúmlega 1.000 fermetra garðskála skólans og rúður brotnuðu í honum og öllum gróðurhúsum á svæðinu.
05.04.2020 - 16:51
Innlent · Veður · Óveður · Hamfarir · Ölfus · Suðurland
Rafmagn komið á í Hveragerði og Ölfusi
Fólk og fyrirtæki í Hveragerði og Ölfusi hafa haft aðgang að rafmagni í nótt, en í takmörkuðu magni þó. Búið er að sækja og tengja þrjár dísilrafstöðvar sem eiga að duga til að tryggja öllum rafmagn í dag. Allt rafmagn fór af Hveragerði og stórum hluta Ölfuss um nónbil í gær, er alvarleg bilun varð í aðveitustöð Rarik í Hveragerði. Nokkru fyrir miðnætti hafði tekist að leiða nóg rafmagn frá Selfossi og Þorlákshöfn inn á kerfið til að tryggja öllum straum sem þurftu yfir blánóttina.
08.08.2018 - 06:20