Færslur: Óleyfisbúseta

Spegillinn
Ekki fasteignasala að skipta sér af óleyfisbúsetu
Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir meðal annars íbúðir í atvinnuhúsnæði telur að það væri skref í rétta átt. Staða fólks sem leigir atvinnuhúsnæði sé oft erfið.
Allt að sjö þúsund búa í óleyfisíbúðum
Áætlað er að um fimm til sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi, húsnæði sem er skipulagt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt vinnuhóps sem skipaður var, í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna, til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og leiðir til þess að fá eigendur óskráðra íbúða til að skrá þær opinberlega.