Færslur: Óleyfisbúseta

1.868 búa í atvinnuhúsum - Aðbúnaður Íslendinga skárri
Alls búa 1.868 manns í atvinnuhúsnæði á Íslandi, samkvæmt nýrri samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar af eru 19 börn. Margir þeirra búa við óviðunandi brunavarnir.
Viðtal
Óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði færri og skárri
Minna er um búsetu í óleyfisíbúðum í atvinnuhúsnæði og ástand þess er skrárra en starfsmenn Alþýðusambandsins óttuðust. Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Í fyrrinótt kviknaði eldur í iðnaðarhúsnæði þar sem fjórtán manns voru inni í íbúðum. Engan sakaði. Drífa segir að tíu manna teymi hafi farið í vettvangsverðir í ósamþykktar íbúðir í atvinnuhúsnæði til að kanna aðbúnað, brunavarnir og ræða við íbúa. 
Sjónvarpsfrétt
Ætla hús úr húsi til að telja íbúa í atvinnuhúsnæði
Farið verður hús úr húsi til að kortleggja hversu margir búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er gert til að huga að brunavörnum og tryggja öryggi íbúanna ekki til að reka fólk út á götu, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins leggur ríka áherslu á það. 
„Menn voru með góðan ásetning um að kveikja í húsinu“
Fagstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að það hafi markað tímamót þegar héraðsdómur sakfelldi forráðamann óleyfishúsnæðis á grundvelli hegningarlaga í júní. Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa í gróðaskyni lagt líf og heilsu á fjórða tug erlendra verkamanna í hættu. Mennirnir sváfu í fjögurra fermetra svefnkössum úr timbri og brunavarnir voru svo til engar.
Spegillinn
Ekki fasteignasala að skipta sér af óleyfisbúsetu
Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir meðal annars íbúðir í atvinnuhúsnæði telur að það væri skref í rétta átt. Staða fólks sem leigir atvinnuhúsnæði sé oft erfið.
Allt að sjö þúsund búa í óleyfisíbúðum
Áætlað er að um fimm til sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi, húsnæði sem er skipulagt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt vinnuhóps sem skipaður var, í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna, til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og leiðir til þess að fá eigendur óskráðra íbúða til að skrá þær opinberlega.