Færslur: Öldrunarlækningar

Ólíklegra að hópsmit verði á LSH vegna bólusetninga
Smit hafa greinst bæði á geðdeildinni á Kleppi og á bráðaöldrunarlækningadeild Landspítala síðan í gær. Hildur Helgadóttir, verkefnisstjóri farsóttarnefndar segir að strangar sóttvarnarreglur og góð þátttaka í bólusetningum hefti útbreiðslu smita innan spítalans.
Tímamót í viðureigninni við alzheimer-sjúkdóminn
Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað. 
Spegillinn
Hjúkrunarheimili: Núverandi stefna gjaldþrota
Kostnaður við uppbyggingu hjúkrunarheimila hljómar eins og gjaldþrota stefna segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans. Hann leggur til ýmsar breytingar á heilbrigðisþjónustu við eldra fólk, meðal annars að öldrunargeðdeild verði komið á fót og að heilsugæslan verði gerð að vöggu öldrunarþjónustunnar.
Kastljós
Eldri sjúklingar hornreka í kerfinu
Ólafur Samúelsson, formaður félags íslenskra öldrunarlækna, segir hópsmitið á Landakoti sýna að eldri sjúklingar hafi orðið hornreka í heilbrigðiskerfinu. „Aðstaðan sem boðið er upp á þjónar ekki þeim þörfum sem þessi hópur hefur,“ segir hann. Ólafur var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins.
17.11.2020 - 20:51