Færslur: Öldrunarheimili Akureyrar

Bjóða þrjá milljarða í húsnæði hjúkrunarheimilanna
Félagið Heilsuvernd ehf., sem tók við rekstri hjúkrunarheimilanna á Akureyri fyrr á árinu, vill kaupa fasteignirnar þar sem heimilin eru rekin. Byggingarnar eru í eigu Akureyrarbæjar og ríkisins. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á þrjá milljarða og rennur út á morgun.
25.11.2021 - 13:36
Sjónvarpsfrétt
„Þið eruð gömul, þið eruð ekki arðsöm“
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir dapurlegt að Akureyrarbær segi sig frá málefnum eldra fólks á þeim grundvelli að reksturinn sé ekki arðsamur. Bæjarfulltrúi á Akureyri óttast að þjónustan versni.
21.06.2021 - 20:26
Þrettán sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð
Heilsuvernd sagði í gær upp 13 starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Forseti ASÍ óttast að yfirtaka fyritækisins á rekstrinum sé upphafið að einkavæðingarhrinu hjúkrunarheimilanna. Hún vill láta reyna á hvort uppsagnirnar standist lög. 
Vonast eftir ásættanlegum samningi við Heilsuvernd
Nýr starfsmaður sem hefur störf hjá Öldrunarheimilum Akureyrar eftir fyrsta júní fær mun lægri laun en núverandi starfsmenn, ef farið er eftir kjarasamningum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þar getur munað 50 þúsund krónum á mánuði.
Myndskeið
Hjúkrunarheimilabúar fá ekki þjónustu sem skyldi
Þjónusta við íbúa á hjúkrunarheimilum er ekki eins og skyldi. Þetta segir formaður Öldrunarráðs Íslands. Háskólakennari í öldrunarfræðum segir að peningum sé sóað í þjónustu við aldraða af því að samvinnu skorti.
„Við stefnum ekki á taprekstur, það er alveg klárt“
Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar sem tekur brátt við rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri segir að engin kúvending verði í rekstrinum. Hann segir fyrirtækið hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig bæta megi reksturinn. Þær hugmyndir verði kynntar síðar. Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum vegna margra ára taps.
21.04.2021 - 15:49
Heilsuvernd tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
Bæjarstjórinn á Akureyri gleðst yfir því að samningar um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar séu nú loks í höfn. Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót.
Væntir þess að yfirtökunni á ÖA ljúki í tæka tíð
Bæjarstjórinn á Akureyri segir allt benda til að samningar um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar náist í tæka tíð. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að niðurstaða eigi að liggja fyrir innan skamms.
Aukin bjartsýni eftir fund með Sjúkratryggingum
Formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að loks sé að komast skriður á yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila eftir að fjögur sveitarfélög sögðu samningunum upp á síðasta ári. Málin hafi skýrst nokkuð á fundi með Sjúkratryggingum Íslands í morgun.
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Akureyri framlengir samning um rekstur öldrunarheimila
Samningur Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga um rekstur öldrunarheimila hefur verið framlengdur um fjóra mánuði. Bærinn sagði samningnum upp fyrr á árinu og ríkið átti að óbreyttu að taka við rekstrinum um ármót.
Þurfum að gera eldra fólki kleift að búa lengur heima
Það þarf að stórefla heimaþjónustu fyrir aldraða á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Hugarfarsbreyting sé nauðsynleg og það eigi að vera sjálfsagt fyrir eldra fólk að búa sem lengst heima.
Aðalheiður hjólaði 832 kílómetra á 20 dögum
Aðalheiður Einarsdóttir, 96 ára íbúi á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri afrekaði það að hjóla 832 kílómetra á 20 dögum. Aðalheiður er hluti af liði Hlíðar í alþjóðlegri hjólakeppni eldri borgara, Road Worlds for Seniors.
09.10.2020 - 10:28
Segir hjúkrunarheimili alltaf þung í rekstri
Forstjóri heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir hjúkrunarheimili alltaf þung í rekstri, þau falli hins vegar ágætlega að starfsemi stofnunarinnar. HSN mun reka Öldrunarheimili Akureyrar frá áramótum og forstjórinn er vongóður um að úttekt á rekstri öldrunarheimila skili auknu fjármagni.
Ríkið tekur yfir rekstur öldrunarheimila Akureyrar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að Heilbrigðisstofnun Norðurlands taki tímabundið við rekstri öldrunarheimila Akureyrar frá og með næstu áramótum. Á þriðja hundrað starfsmenn færast þá frá Akureyrarbæ til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Akureyrarbær framlengir ekki samning um öldrunarheimili
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar verður ekki framlengdur. Óskað er eftir viðræðum um framtíðarrekstur innan mánaðar.
Akureyrarbær íhugar að skila rekstri öldrunarheimila
Akureyrarbær hótar að skila rekstri öldrunarheimila aftur til ríkisins náist ekki betri samningar. Sveitarfélagið hefur greitt ríflega 1,5 milljarð með rekstrinum síðustu fimm ár.
Auka skilning fólks á heilabilun
Akureyrarbær ætlar, fyrstur íslenskra sveitarfélaga, að verða styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Heilavinir hljóta fræðslu um sjúkdóminn og læra að bregðast rétt við ef einhver er í neyð.