Færslur: öldrunarheimili

Ólík sýn á vægi heimahjúkrunar og -þjónustu
Valbjörn Steingrímsson fyrrverandi forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi segir engar sannanir fyrir því að alltaf sé betra að sinna öldruðu fólki á heimilum þess en að það flytji á öldrunarheimili, ef vilji og heilsubrestur kalli á það.
Myndskeið
Segja óvissuna það versta við bið eftir hjúkrunarrými
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengdust um 150% á árunum 2011 til 2019. Hjón á Húsavík segja ósanngjarnt að þurfa að bíða eftir því að komast í hjúkrunarrými en óvissan sé það versta við biðina. Dóttir þeirra segir að biðin geti tekið á aðstandendur.
Segir hjúkrunarheimili ekki fengið krónu bætta
Hjúkrunarheimili sjá fram á mörghundruð milljóna króna kostnað vegna COVID-19. Framkvæmdastjóri gagnrýnir stjórnvöld fyrir að koma ekki til móts við heimilin.
28.10.2020 - 08:48
Sömu aðilar reka Sóltún og Oddsson
Fyrirtækið Sóltún hefur boðist til þess að taka við 77 sjúklingum af Landspítalanum og koma þeim fyrir á Oddsson hótelinu við Grensásveg. Stjórnarformaður fyrirtækisins hefur ekki áhyggjur af mönnunarmálum og á ekki von á því að fyrirtækið myndi hagnast fjárhagslega á verkefninu. Sömu aðilar reka Sóltún og Oddsson hótelið. Heilbrigðisráðuneytið hefur nokkur erindi til skoðunar, þar sem einkaaðilar bjóðast til að taka við sjúklingum af Landspítalanum.
20.10.2020 - 13:50
Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð síðan 1869
Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra. Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor. Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við.
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Sveitarfélög segja sig frá rekstri öldrunarheimila
Akureyrarbær ætlar ekki að framlengja samning um rekstur öldrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands. Framkvæmdastjóri segir þónokkur sveitarfélög í svipuðum hugleiðingum. Kröfur til hjúkrunarheimila aukist en dregið sé úr fjárveitingum.
Akureyrarbær íhugar að skila rekstri öldrunarheimila
Akureyrarbær hótar að skila rekstri öldrunarheimila aftur til ríkisins náist ekki betri samningar. Sveitarfélagið hefur greitt ríflega 1,5 milljarð með rekstrinum síðustu fimm ár.
Bið eftir hjúkrunarrýmum á Akureyri styttist
Fjörutíu og þrjú eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á Akureyri. Framkvæmdastjóri segir ástæðu fyrir styttri biðlista sennilega vera aukna þjónusta í dagþjálfun. Íbúðir fyrir allt að 60 manns munu rísa á Akureyri og vonast er til að framkvæmdir hefjist síðla árs.
14.01.2020 - 15:39