Færslur: Ólafur Ragnar Grímsson

Sagði stækkun NATO hafa leitt til stríðs í Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sagði í Silfrinu í dag að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til mestu styrjaldar í Evrópu, eða alla vega ekki komið í veg fyrir hana. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í þessum efnum verði að hafa söguna í huga. Ríkin sem losnuðu undan járnhæl kommúnismans hafi sótt mjög stíft að komast í NATO vegna þess að þau töldu sér ógnað af Rússlandi.
Silfrið
Þurfa að skoða nýjar aðferðir í samskiptum við Rússa
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, segir að ef til vill þurfi meira raunsæi en áður í samskiptum við Rússa. Sú stefna sem hafi orðið ofan á hjá Vesturlöndum gagnvart Rússum eftir lok kalda stríðsins hafi ekki náð að skapa stöðugleika eða frið í Evrópu. Hann segir að hvorki Rússar né Úkraínumenn geta staðið uppi sem sigurvegarar í stríðinu sem nú er háð, Vesturlönd verði að finna nýjar leiðir til að veita Rússum aðhald, aðferði sem leiði ekki til álíka hörmunga og nú dynja á Úkraínu.
Segir Ólaf Ragnar hafa skemmt gallaða stjórnarskrá
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi skemmt stjórnarskrá lýðveldisins með tveimur gjörðum sínum á forsetastóli. Hann vísar annars vegar til þess þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar 2004 og hins vegar til þess að hann hafi ekki orðið við þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 2016. Björn Leví segir að stjórnarskráin hafi verið gölluð en að gallarnir hafi opinberast þegar Ólafur Ragnar hafi látið á þá reyna.
Kiljan
Bað guð á hverju kvöldi að láta ekki móður sína deyja
Ólafur Ragnar Grímsson segir frá uppvaxtarárum sínum og veikindum móður sinnar í nýútkominni bók. „Það var nokkur þraut að upplifa þennan veruleika á ný í þessum skrifum og horfast í augu við sjálfan mig, móður mína og pabba.“
25.11.2021 - 07:30
Myndskeið
Norðurslóðir í brennidepli loftslagsbaráttunnar
„Þið eruð þátttakendur í tímamótaviðburði sem sendir skilaboð, ekki aðeins til norðurslóða heldur heimsins alls, að norðurslóðir hafi breyst. Þær eru ekki lengur einangraðar á hjara veraldar heldur leika lykilhlutverk í alþjóðastjórnmálum og loftslagsmálum.“
Hringborð Norðurslóða hefst í dag
Um 1.200 manns frá yfir 50 löndum sækja þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem hefst í Hörpu í dag. Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega samkoman í Evrópu síðan heimsfaraldurinn hófst.
Viðtal
Stjórnarmyndunarumboðið bara goðsögn
„Ég sit þarna og er að borða desertinn á hátíðarkvöldverðinum. Það kemur þjónn til mín og segir að það sé síminn fram í eldhúsi, þá er það Jóhanna [Sigurðardóttir] alveg á útopnu og tilkynnir mér það að hún muni ekki mæta á Bessastaði næsta morgun. Ég segi, þetta er þín ríkisstjórn, þú átt að verða forsætisráðherra, það er ekki hægt að halda ríkisráðsfundinn ef þú mætir ekki,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, í viðtali í kosningahlaðvarpi RÚV, X21.
Viðtal
„Trump er ekki sjúkdómurinn, hann er sjúkdómseinkennið“
Það er misvísandi að skella allri skuldinni á Trump þó hann beri mikla ábyrgð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, um tildrög árásarinnar á þinghúsið í Washington í síðustu viku. Árásin hafi breytt stöðu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu.
Viðtal
Ólafur opinberar dagbækurnar: „Ekkert trúnaðarbrot“
Öll Icesave-samtöl og fundir Ólafs Ragnars Grímssonar með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur færði hann til bókar og það sama gildir um önnur samskipti og uppákomur í hans embættistíð. Í nýrri bók hans, Sögur handa Kára, sem tileinkaðar eru Kára Stefánssyni, má lesa um þekkt fólk um allan heim, fundi og einkasamtöl. Og Ólafur á nóg til.
Kindin klónaða hefði orðið 24 ára í dag
Sauðkindin Dollý hefði orðið 24 ára um þessar mundir hefði henni enst aldur. Ekki er endilega daglegt brauð að halda upp á afmæli kinda en hún Dollý heitin var engin venjuleg kind.
05.07.2020 - 13:32
Myndskeið
Ólafur og Samson keppast um ból Dorritar
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar hundurinn Samson fékk loks að hitta eigendur sína, Dorrit Moussaieff og Ólaf Ragnar Grímsson, á ný í morgun eftir langt ferðalag frá Ameríku.
04.07.2020 - 19:21
Samson er kominn heim til Dorritar og Ólafs
Hundurinn Samson, sem klónaður var úr erfðaefni forsetahundsins Sáms, er nú laus úr vistinni á einangrunarstöðinni í Reykjanesbæ. Þar hefur hann dvalið undanfarnar vikur eftir að hann kom frá Bandaríkjunum og er nú kominn til síns heima sem er heimili fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff.
04.07.2020 - 11:20
Síkvikt forsetaembætti
Fyrstu fjórum árum Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta svipar að mörgu leyti til tíma Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur í embætti. Almennt virðist vera litið á forsetann sem sameiningartákn, hann þykir alþýðlegur og hefur lagt sig í líma við að styðja við góð málefni.
Viðtal
Dorrit telur Samson geta þefað uppi fólk með Covid-19
Samson, klónaður hundur Dorritar Moussaieff, er kominn til landsins. Hann verður í sóttkví fyrst um sinn. Forsetafrúin fyrrverandi segir að Samson sé mun barnvænni en Sámur var. Þá segir hún að ofurnæmt lyktarskyn hans, og annarra hunda geti hjálpað til við að finna fólk sem er smitað af Kórónuveirunni.
Brjóstmynd af Ólafi Ragnari afhjúpuð
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhjúpaði í dag brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta, á Bessastöðum. Þar eru fyrir brjóstmyndir af öllum forsetum lýðveldisins.
04.03.2019 - 22:03
Líkindi með þróun kosninganna 1996
Fylgistap nýkjörins forseta í kosningabaráttunni endurspeglar að nokkru leyti gengi núverandi forseta þegar hann gaf fyrst kost á sér í forsetakjöri fyrir tuttugu árum. Báðir náðu miklu forskoti á aðra frambjóðendur snemma í baráttunni en síðan dró saman. Að lokum fögnuðu þeir þó báðir sigri eftir að hafa fengið meira en tíu prósentustigum fleiri atkvæði en næsti frambjóðandi.
Ólafur Ragnar óskar Guðna farsældar
Fráfarandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi hinum nýkjörna eftirmanni sínum, Guðna Th. Jóhannessyni, bréf í morgun. Þar óskar Ólafur honum hamingju með kjörið og árnar honum heilla í embættinu.
50 ára ferli að ljúka
Það verða 50 ár liðin frá upphafi stjórnmálaferils Ólafs Ragnars Grímssonar þegar hann lætur af embætti forseta í sumar. Á þeim tíma hefur hann verið forseti lengur en nokkur annar í Íslandssögunni, formaður stjórnmálaflokks og sett ný viðmið með því að synja lögum staðfestingar fyrstur forseta og verða ekki við þingrofsbeiðni forsætisráðherra.
Lítill munur á fylgi Ólafs Ragnars og Guðna
Ekki mælist marktækur munur á fylgi við Ólaf Ragnar Grímsson og Guðna Th. Jóhannesson, í könnun Frjálsrar verslunar sem birt var í morgun. Guðni mælist með 51,1% fylgi en Ólafur Ragnar með 48,9%. Óvissa er 4,6% og munurinn því ekki tölfræðilega marktækur.
Forseti þurfi að hafa djúpstæða þekkingu
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun hans um að bjóða sig fram aftur hafi ekkert að gera með bakgrunn þeirra sem eru í framboði og hvort þeir geti tekist á við aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu.