Færslur: Ólafur Jóhann Ólafsson

Gagnrýni
„Ólafur Jóhann skrifar aðeins of fallegt tungumál“
Innflytjandinn, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er spegilslétt og léttvæg glæpasaga með áhugaverðum persónum, að mati gagnrýnenda Kiljunnar.
Gagnrýni
Tilþrifalítil saga fléttuð upp úr sakamálafréttum
Nýjasta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar minnir óþægilega á nýlegt íslenskt sakamál segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Viðtal
„Hefði verið sprautaður með rítalíni daglega“
Foreldrar Ólafs Jóhanns Ólafssonar voru tíðir gestir á skrifstofu skólastjóra þegar Ólafur var að alast upp enda voru skammarstrik daglegt brauð hjá honum. Ólafur býr í New York þar sem hann hefur látið til sín taka í bandarísku viðskiptalífi ásamt því að senda frá sér 14 bækur. Hann er staddur á Íslandi til að fylgja nýrri skáldsögu úr hlaði.
05.11.2019 - 15:36
Fallist á samruna AT&T og Time Warner
Fátt getur komið í veg fyrir samruna fjarskiptafyrirtækisins AT&T og fjölmiðlarisans Time Warner eftir að áfrýjunardómstóll í Washington hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að samruninn standist ekki samkeppnislög. Ráðuneytið ætlar ekki að áfrýja og því getur Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Time Warner síðustu ár, hætt en hann ætlaði að láta af störfum þegar af samrunanum yrði.
28.02.2019 - 10:41
Myndskeið
„Við verðum að styrkja listamenn“
Ólafur Jóhann Ólafsson hefur átt áratuga farsælan feril í bandarísku viðskiptalífi og álíka langan rithöfundaferil, sem hefur getið af sér vel á annan tug verka. Í viðtalsþætti Þóru Arnórsdóttur segist hann ekki velkjast í vafa um hvar ræturnar liggja. Þátturinn var tekinn upp á tímamótum í lífi Ólafs og verður sýndur í kvöld á RÚV.
29.03.2018 - 12:06
Gagnrýni
Snjöll glæpasaga um þöggun sem viðheldur valdi
Í sinni nýjustu bók, Sakramentinu, leitast Ólafur Jóhann Ólafsson –undir sléttu yfirborði glæpasögunnar– við það að skoða hvernig valdi er viðhaldið með því að fela það sem ekki þolir dagsljósið.
Gagnrýni
Fantagóð bók frá Ólafi Jóhanni
Nýjasta bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Sakramentið, hverfist í kringum atburði sem áttu sér stað í Landakotsskóla, þar sem starfsmenn kaþólsku kirkjunnar beittu nemendur kynferðislegu ofbeldi.
Amazon og BBC ánægð með Ólaf Jóhann
Endurkoman, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, kemur út í Bandaríkjunum þann 5. desember. „One Station Away“ heitir hún í enskri þýðingu, en gagnrýnendur og menningarspekúlantar vestanhafs keppast um að ausa hana lofi.
02.12.2017 - 15:54
Ekki til neins að fara á skjön við söguna
Ólafur Jóhann Ólafsson fjallar um atburði sem áttu sér stað í Landakotsskóla í nýjustu skáldsögu sinni, Sakramentið, þar sem starfsmenn kaþólsku kirkjunnar beittu nemendur kynferðislegu ofbeldi. „Þetta eru hlutir sem að gerðust hér á Íslandi,“ segir Ólafur. „Stundum gleymum við því að miður skemmtilegir hlutir geta gerst á Íslandi sem gerast líka í útlöndum.“
Eins og dópisti sem þarf á fixinu að halda
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og aðstoðarforstjóri TIME var að senda frá sér nýja skáldsögu, Sakramentið. Bókin fjallar um franska nunnu sem kemur til Íslands að rannsaka ásakanir tengdar Landskotsskóla og Kaþólsku kirkjunni.
Vítisvist fólks sem læst er í eigin líkama
Ólafur Jóhann Ólafsson þræðir saman tónlist, vísindum og ástum í nýjustu bók sinni, Endurkoman. Aðalsöguhetjan er hálfíslenskur læknir sem býr í New York og fæst við rannsóknir á sjúklingum sem kunna að vera með meðvitund en geta ekkert tjáð sig — sjúklingar sem eru líkt og læstir inn í líkama sínum, sem Ólafur telur að komist næst vítisvist.
05.11.2015 - 11:07