Færslur: Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara, ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.
03.12.2020 - 03:28
Kannast ekki við uppákomu á lögreglustöðinni
„Þetta er fullkomlega rangt. Það var engin uppákoma,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um fréttir þess efnis að vísa ætti honum með valdi af lögreglustöðinni.
21.08.2020 - 15:26
Ánægður með traust frá dómsmálaráðherra
Ólafur Helgi Kjartansson, sem lætur af starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum um næstu mánaðamót, segist ánægður með það traust sem dómsmálaráðherra sýnir honum. Ólafur verður sérfræðingur í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu.
19.08.2020 - 13:20
Ólafur Helgi hættir sem lögreglustjóri
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, hefur verið settur tímabundið í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, frá 1. september til 1. nóvember næstkomandi.
19.08.2020 - 11:06
Ólafur Helgi: „Ekki kunnugt um neinar breytingar“
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vita til þess að til standi að gera neinar breytingar á stöðu sinni, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrir um þremur vikum síðan að mál Ólafs væru til skoðunar innan ráðuneytisins eftir að hafa boðið Ólafi flutning í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.
16.08.2020 - 17:57
Óstjórn og flokkadrættir á Suðurnesjum
Óstjórn og flokkadrættir hafa viðgengist hjá lögreglunni á Suðurnesjum um langt skeið. Starfsmenn kvarta undan kynferðislegri áreitni, óeðlilegum ráðningum og hótunum um brottrekstur.
25.07.2020 - 18:37
Klúr texti í prentara kveikti ófriðarbál á Suðurnesjum
Ósæmilegur texti sem lögreglustjóri prentaði út í sameiginlegum prentara á lögreglustöðinni varð til þess að upp úr sauð hjá lögreglunni á Suðurnesjum í byrjun maí. Þetta herma heimildir fréttastofu.
24.07.2020 - 17:46
Tjáir sig ekki um starfsmannamál Suðurnesjalögreglunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að í ráðuneytinu sé nú til meðferðar starfsmannamál tengt embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti.
24.07.2020 - 14:11
Lögreglustjórinn og Stones, Ace og Guns
Gestur Füzz í kvöld er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum
27.04.2018 - 15:21