Færslur: Ólafur Bogason

Hringur á fingri framlenging á rödd
„Hringurinn fylgir hreyfingunum mínum og býr bæði til effekta á röddina og stjórnar hljóðum; hvernig það breytist, hvort það kemur inn eða út eða hækkar og lækkar. Það hentar mér vel af því að ég er mjög mikið á iði.“ Þannig lýsir Ásta Fanney Sigurðardóttir listamaður tækninýjunginni Wave, sem er völundarsmíð íslenskra sérfræðinga hjá fyrirtækinu Genki Instruments.