Færslur: ólafsfjörður

Töluvert jarðsig við Brimnes í Ólafsfirði
Vegurinn við Brimnes á leið út úr Ólafsfirði í átt að Múlagöngum hefur sigið talsvert síðustu viku. Vegurinn hefur verið girtur af við skemmdirnar og eru vegfarendur beðnir að aka með gát.
20.05.2022 - 17:42
LED-væðing hefur sparað Fjallabyggð milljónir
Með því að LED-væða götulýsingu í Fjallabyggð hefur sveitarfélagið sparað milljónir króna árlega. Deildarstjóri tæknideildar segir sveitarfélög geta sparað umtalsverðar upphæðir við það eitt að skipta yfir í LED lýsingu.
16.03.2022 - 12:58
„Jólafsfirðingar“ minna sumarhúsaeigendur á að skreyta
Sveitarfélagið Fjallabyggð hvetur þá sem eiga frístundahús í bænum til að setja upp jólaseríur, jafnvel þó húsin standi tóm yfir jólin. Menningarfulltrúi Fjallabyggðar segir leitt að horfa upp á mörg dökk og óskreytt hús í skammdeginu.
13.12.2021 - 15:21
Tjón í Ólafsfirði fellur undir Náttúruhamfaratryggingar
Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa metið að vatnstjón, sem varð í allnokkrum húsum í Ólafsfirði um helgina, falli undir reglugerð tryggingasjóðsins. Það er metið út frá því að talið er að meginorsök vatnstjónsins sé vegna flóðsins í læknum sem gengur í gegnum bæinn.
Hafa dælt vatni í alla nótt og enn rignir linnulaust
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast á Ólafsfirði í nótt og búist er við að áfram rigni til hádegis. Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir að slökkviliðið skipti nú út þreyttum mannskap fyrir óþreyttan og að aðgerðum sé hvergi nærri lokið.
Árlegir vatnavextir í Ólafsfirði
Hlýindi síðustu viku á Norðurlandi hafa haft áhrif á flestar byggðir landshlutans. Í Ólafsfirði er Ólafsfjarðarvatn komið yfir öll mörk og íbúar hafa áhyggjur af varplandi fugla.
05.07.2021 - 12:59
Vilja að ríkið bregðist við samgönguvanda í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar skorar á ríkisvaldið að hefjast handa við undirbúning að úrbótum í samgöngumálum sveitarfélagsins. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegur hafa verið mikið lokaðir að undanförnu.
Grunur um íkveikju í íbúðarhúsi á Ólafsfirði
Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði, sem kom upp aðfararnótt 18. janúar. Íbúi neðri hæðar hússins var handtekinn á vettvangi en grunur er að um íkveikju sé að ræða.
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
Snjóflóð féll á veginn um ÓIafsfjarðarmúla
Veginum um Ólafsfjarðarmúla milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur var lokað í kvöld eftir að snjóflóð féll yfir hann í kvöld á áttunda tímanum. Vegurinn verður lokaður að minnsta kosti þar til í birtingu á morgun vegna snjóflóðahættu. Þá verða aðstæður metnar og ákvörðun tekin um framhaldið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
18.01.2021 - 22:30
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Þyrla kölluð út vegna vélarvana báts sem rak í land
Fimm tonna fiskibátur varð vélarvana í dag vestur af Hrólfsskeri og rak í kjölfarið hratt að bjargi í Ólafsfjarðarmúla. Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði voru kallaðar út fyrir hádegi. Einn var um borð í bátnum.
Hafa áhyggjur af göngufólki á Norðurlandi
„Við vitum að það er mikið af ferðafólki og gönguhópum á Tröllaskaga,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Margar tilkynningar bárust Veðurstofunni í gærkvöldi eftir skjálftann um grjóthrun og skriður nyrst á skaganum.
21.06.2020 - 13:00
Menntaskólinn á Tröllaskaga vel undirbúinn undir COVID
Eftir að skellt var í lás í framhaldsskólum hefur reynt á bæði kennara og nemendur að finna lausnir. Í Menntaskólanum á Tröllaskaga varð breytingin þó ekki ýkja mikil.
28.04.2020 - 18:14
„Hef ekki séð út um glugga í þrjár vikur“
Nokkur hús á Ólafsfirði eru bókstaflega á bólakafi eftir verðurofsa síðustu vikna og fólk orðið langþreytt á ástandinu. Kona á Ólafsfirði lítur þó á björtu hliðarnar og segist eiginlega sjálfkrafa vera í einangrun.
18.03.2020 - 14:56
Sleðamenn komu snjóflóði af stað við Ólafsfjörð
Talsvert bætti á snjó í norðlægum áttum í síðustu viku á Norðurlandi, einkum frá Ólafsfirði og þar suður af en minna við Siglufjörð. Allmörg flekaflóð hafa fallið í þessum nýja snjó sem gefa til kynna að það sé léleg binding í snjóþekjunni.
04.02.2020 - 16:31
Ólafsfirðingar margir ósáttir við ólykt
Íbúar á Ólafsfirði eru margir hverjir ósáttir vegna ólyktar frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Eigandinn viðurkennir að lykt frá vinnslunni geti valdið óþægindum en vonar að nýlegar endurbætur á útblásturskerfi hafi sitt að segja.
08.09.2019 - 15:10