Færslur: ÓL 2020

Slétt ár í ÓL 2021 - Milljarðakostnaður fylgir frestun
Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu samkvæmt upprunalegri áætlun að hefjast á morgun. Leikunum var hins vegar frestað um eitt ár vegna COVID-19 faraldursins og áætlað að þeir hefjist eftir eitt ár, 23. júlí 2021. Kostnaður frestunarinnar rennur á hundruðum milljarða króna.
23.07.2020 - 12:00
Staðföst í að Ólympíuleikar fari fram á næsta ári
Alþjóðaólympíunefndin er staðföst í þeim ásetningi að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó á næsta ári og er að vinna með nokkra möguleika á því hvernig útfærsla leikanna verður. Sú útfærsla ræðst á stöðu COVID-19 faraldursins.
15.07.2020 - 18:10
Ólympíuleikunum aflýst fari þeir ekki fram næsta sumar
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, segir að fari svo að Ólympíuleikarnir í Tókýó geti ekki farið fram á tilsettum tíma næsta sumar verði þeim aflýst.
21.05.2020 - 13:00
Myndskeið
Ólympíumeistari sneri aftur í lögregluna
Þegar ákveðið var að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um eitt ár ákvað Ólympíumeistarinn í kanóróðri að leggja sitt af mörkum til samfélagsins á Spáni. Hann snéri því aftur í sitt gamla starf sem lögreglumaður.
05.04.2020 - 09:00
Segir að Ólympíuleikunum verði frestað
Dick Pound, fyrrum varaforseti og núverandi nefndarmaður í Alþjóðaólympíunefndinni, segir í viðtali við bandaríska miðilinn USA Today í dag að Ólympíuleikarnir í Tókýó muni ekki hefjast á uppsettum degi, þann 24. júlí.
23.03.2020 - 21:55
Myndskeið
„Draumur hvers íþróttamanns“
Ólympíuleikar eru á næsta leiti en þeir fara fram í Tókíó í Japan næsta sumar. Að því tilefni var rætt við nokkra íslenska ólympíufara fyrir athöfn íþróttamanns ársins sem fram fór í gærkvöld.
Aron einum sigri frá Ólympíuleikum
Karlalandslið Barein í handbolta, undir stjórn Arons Kristjánssonar, er aðeins einum sigri frá sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Liðið vann óvæntan sigur gegn Katar í dag.
24.10.2019 - 17:20
Fimmtán nýjar greinar á ÓL í Tókýó 2020
Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti í dag að þriggja manna körfubolti yrði keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Aðrar nýjar greinar verða 800 metra sund karla og 1500 metra sund kvenna ásamt 4x100 metra keppni í blönduðu boðsundi, blönduð bogfimi, 4x400 metra blandað boðhlaup, BMX- og Madison-hjólreiðar, skylmingar, júdó, borðtennis og að lokum þríþraut.
09.06.2017 - 18:00