Færslur: Oklahoma

Fjórir látnir eftir skotárás á sjúkrahúsi í Oklahoma
Fjórir létust eftir skotárás í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld, miðvikudag. Maður vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu er sagður hafa hafið skothríð inni í Sankti Francis sjúkrahúsinu í borginni Tulsa og skotið þrjá til bana.
02.06.2022 - 00:34
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Hörð þungunarrofslög staðfest í Oklahóma
Kevin Stitt, ríkisstjóri í Oklahóma, staðfesti í dag einhver hörðustu þungunarrofslög sem um getur í Bandaríkjunum. Drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar sem ógildir stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs var lekið í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þann rétt árið 1973 í málinu Roe gegn Wade.
Þungunarrof bannað í Oklahoma frá 7. viku þungunar
Öldungadeild ríkisþings Oklahoma samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof í ríkinu eftir sex vikna meðgöngu. Þó er gerð undantekning ef þungunin er afleiðing nauðgunar eða sifjaspella, og einnig ef lífi og heilsu móðurinnar er stefnt í hættu með þunguninni. Ríkisstjóri Oklahoma, Repúblikaninn Kevin Stitt, samþykkti frumvarpið í liðinni viku og eftir þessa afgreiðslu öldungadeildarinnar mun hann undirrita sjálfa löggjöfina og bannið þar með taka gildi.
29.04.2022 - 01:21
Fyrsta aftakan í Oklahóma síðan 2015
Fangi var tekinn af lífi í Oklahóma-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri ákvörðun um frestun aftökunnar við en styr stendur um öryggi lyfjablöndu sem notuð er við aftökur í ríkinu.
Fyrirskipa aftöku þrátt fyrir miklar efasemdir um sekt
Dómstóll í Oklahóma-ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að taka skuli fanga af lífi í nóvember næstkomandi. Þó eru uppi miklar efasemdir um sekt mannsins.