Færslur: Okjökull

Fyrsti af 400 jöklum landsins til að hverfa
Í september 2014 bárust þær fréttir að jökullinn Ok í samnefndu fjalli í Borgarfirði teldist ekki lengur jökull. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur, úrskurðaði að snjóbreiðan væri ekki lengur nógu þykk til að skríða undan eigin þunga og teldist þar af leiðandi ekki jökull. Þar með varð Ok fyrsti nafnkunni jökull landsins til að missa þessa nafnbót. Samkvæmt nýjustu rannsóknum verða allir 400 jöklar landsins horfnir árið 2170.
15.08.2018 - 09:23