Færslur: Ögnun

Tengivagninn
Tölvuleikjatónverk sem verðlaunar hegðun áheyrenda
„Ég hugsaði hvernig væri hægt að hvetja áhorfendur til þess að gera eitthvað annað en bara sitja og horfa og mér datt í hug að það væri sniðugt að búa til umbunarkerfi,“ segir Pétur Eggertsson tónskáld. Tölvuleikjatónverk eftir hann verður flutt á vef Ung Nordisk Musik í dag.
20.08.2020 - 14:51
Tengivagninn
Ný tónlist á að krefja fólk um að kafa undir yfirborðið
Örnólfur Eldon Þórsson og Krõõt-Kärt Kaev fara fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar. Þar verður flutt fyrsta samstarfsverkefni þeirra, kórverkið „bap“ frá 2017.
17.08.2020 - 16:17
Hlaupari á hlaupabretti stjórnar tempói tónverksins
„Ég pæli í flutningi sem meira flæði, að það gæti allt gerst og gæti breyst og það gæti eitthvað komið upp á, og allir þurfa bara að taka það inn og vinna með það,“ segir Katrín Helga Ólafsdóttir tónskáld. Hún fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar.
Maðurinn reynir að búa til mynstur úr óreiðu
Áslaug Rún Magnúsdóttir tónsmiður fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég hef mjög gaman af því að búa til augnablik sem verða trufluð um leið og þau eru að komast á flug. Eyðilögð af einhverju öðru; af hljóði, hljóðfæri, hreyfingu eða þögn, og þannig hristir maður aðeins upp í söguþræðinum,“ segir hún. Pétur Eggertsson ræddi við Áslaugu í Tengivagninum á Rás 1.
Angurvær hljómasúpa með öndun
Hildur Elísa Jónsdóttir, myndlistarmaður og tónskáld, fer fyrir hönd Íslands á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tempere í Finnlandi í sumar. Hildur blandar saman myndlist og tónlist í verkum sínum. „Ég vil helst vinna þannig að þú getir ekki sagt að verkið sé annað hvort myndlist eða tónlist, heldur að þetta sé einhvers konar blanda beggja.“ Pétur Eggertsson ræddi við hana í Tengivagninum á Rás 1.